Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 48

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 48
48 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA The Fiske Icelandic Collection, Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 1. febr. 1937. Kæri vinur, Ég sendi þér nú handa Landsbókasafni nokkur hefti af tímaritum. Einnig sendi ég þar með þau titilblöð af American Scand. Review og Geographical Review, sem safnið vantaði samkvæmt bréfi þínu þ. 25. nóv. f.á. En í listanum, sem þú sendir mér er talið 3. hefti 24. bindis af Geogr. Rev., en það hefti hef ég áreiðanlega sent ykkur. Athugaðu, ef þið hafið ekki fengið það. Með beztu kveðju, þinn einlægur H. Hermannsson The Fiske Icelandic Collection, Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 14. marz 1937. Kæri vinur, Ég fékk fyrir skömmu bréf þitt, þar sem þú biður mig að skrifa greinarkorn um Craigie sjötugan fyrir Skírni. Eg er nú ekki sérlega vel til þess fallinn að skrifa afmælisdagaeulogíur, en mér fannst ég ekki geta færzt undan þessu og hef sett saman innlagt skrif og vona, að þú finnir það acceptabelt. Eiginlega er ekki mikið um Craigie að skrifa, þótt hann hafi verið okkur íslendingum bæði þarfur maður og góður, og vona ég, að ég hafi lofað hann sem vert er og ekki meira. Með beztu kveðjum, þinn einlægur H. Hermannsson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.