Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 52
52
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
síðkastið, sem mér þykir ástæða til að leiðrétta. Viltu láta mig fá 25
sérprentanir af greininni, ef þú getur.
Eins og þú sérð af greininni, hef ég verið að lesa bók Nordals ísl.
menning. Það er ánægja að lesa slíka bók, enda mun hún vera eitt af
því bezta, sem komið hefur út á nútíðarmáli. Maður bíður framhalds-
ins með óþreyju.
Ég lét senda „the editor of Skírnir“ nýútkomna bókaskrá yfir
Fiskesafnið og seinasta bindið af Islandica. Ég gerði ráð fyrir, að þú
líklega héldir sjálfur þeim eintökum, annars hefði ég sent þér
persónulega eintök eins og fyrr, og það skal ég gera, ef þú lætur mig
vita. Upplagið er lítið, og mest af því gengur „in exchange“ til
bókasafna.
Svo þú ert þá um það að ná aldurstakmarki fyrir embættismenn.
Það gleður mig, að löggjafarvaldið hefur gert þér mögulegt að njóta
otium cum dignitate héðan af, því ekki munu menn geta lifað af
eftirlaunum einum. En hver verður nú þinn eftirmaður? Ég hef
verið að lesa rit Einars Arnórssonar um Ara fróða. Ekki geðjast mér
að því, of fullt af nöfnurn og öðru, sem gerir það ólæsilegt, og líkist
meir sóknarskjali fyrir dómsstóli en rólegri og gagnrýninni (ég ætlaði
að skrifa kritiskri, en þorði það ekki við málhreinsunarmann) rann-
sókn, sögulegs og bókmenntalegs efnis. Ég get ekki yfir höfuð séð, að
það sé neinn fengur í henni frá neinu sjónarmiði.
Með beztu óskum í tilefni af afmælinu og með kærum kveðjum til
þín og konu þinnar,
þinn einlægur
Halldór Hermannsson
Grein Halldórs, Goðorð í Rangárþingi, kom í Skírni 1943. - njóta otium cum dignitate:
næðis frá störfum með sæmd. Guðmundur var leystur frá embætti sínu fyrir aldurs
sakir 1. júní 1943. Hann varð sjötugur tæpri viku síðar, 6. júní.