Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 61
STEFÁN EINARSSON 61 háttar, af því að ég hef ekki skrifað neitt sem nemur í enskum fræðum. En háskólinn er frjálslyndur og hefur verið mér góður. Þá eru nokkur orð um fjármálin. Sendi ég þér ávísunina tilbaka og bið þig að borga af henni 50 kr. til Bókaútg. Heimskringlu (Kristinn Andrésson), fyrir „Rétt“. Afganginn vil ég gjarna eiga inni hjá Bókmenntafélaginu og láta það borga mér í bókum - félagsbókum, eða öðrum, sem ég mun tiltaka við tækifæri. Með kærum kveðjum til þín og fjölskyldunnar og beztu nýárs- óskum. Þinn einl. Stefán Einarsson The Fiske Icelandic Collection. Cornell University Library, Ithaca, N.Y. 1. sept. 1937. Kæri vinur: Mig langar til að grennslast eftir því, hvort þú mundir vilja taka grein (20-30 vélr. síður) um Gunnar Gunnarsson í Skírni næst. Greinina mundi ég sníða upp úr fyrirlestri, sem ég hélt um Gunnar í fyrra og kemur kannske í ensku eða amerísku tímariti í ár. Það hefur ekkert verið skrifað um Gunnar að gagni á íslenzku, síðan Einar Benediktsson reit sína ómaklegu krítík í Skírni, nema grein Laxness um Kirkjuna á fjallinu í Iðunni. En jafnvel sú grein, þótt góð sé, gerir ekki öðrum ritum Gunnars óhlutdræg skil. Mér fyndist það eiga vel við, að Skírnir flytti þessa grein, enda hygg ég, að þú munir fallast á það. Ég bíð samt eftir þínu svari. Ekki margt í fréttum. Ég hef verið að vinna að bókmenntasögunni, og á nú að heita, að ég eigi alla höfuðkapítula hennar í uppkasti á ensku (þar á meðal kapítula um þig, sem ég þó líklega verð að stytta úr þeim 7 síðum, sem hann nú er. En ég eyk þá við hann og sendi hann til íslenzku tímaritanna). Yfirleitt er mér illa lagið að stytta og að semja survey, þú munt segja, að ég trúi á moldviðrið. En sálarfræðilega ástæðan hygg ég sé sú, að ég er svo minnislaus, hef verið það alla mína hundstíð, og hana nú! Segðu mér af þér og því, sem heima gerist. Þinn einl. vinur Stefán Einarsson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.