Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 67
RICHARD BECK 67 gamni mínu, kvæðakver mitt; ég á ekki sem stendur aukaeintak af bók minni lcelandic Lyrics, annars hefði ég sent yður hana. Pegar ég var heima á Alþingishátíðinni, gaf ég Arna prófessor Pálssyni eintak af henni, og hafði hann góð orð um að minnast hennar í Skírni (hann var þá ritstjóri hans); en einhvern veginn fórst það fyrir. Ég sendi einnig Landsbókasafninu, undir nafni, allmörg sérprent af ritgerðum mínum, og amerísk tímarit með þeim, er nær eingöngu fjalla um íslenzk efni. Vona ég, að þau komi með skilum á áfangastað. Vil ég svo að lokum þakka yður kærlega erindið um séra Matthías í síðustu Eimreið og ræðuna ,Jólagleðin“ í jólablaði Morgunblaðsins. Með beztu kveðjum. Yðar einlægur Richard Beck The University of North Dakota Grand Forks, 21. marz 1936 Department of Scandinavian Languages Kæri dr. Guðmundur Finnbogason, Sökum óvæntra anna, nefndarstarfa og ræðuhalda fyrir hönd háskólans, verður grein mín um Pope og íslenzkar bókmenntir dálítið síðbúnari en ég gerði ráð fyrir. En svo langt er hún á veg komin, að ég get sent hana fyrir mánaðamótin næstu, og ætti hún þá að vera komin í yðar hendur um miðjan apríl. Vona ég, að það verði nógu snemmt, þar sem þér sögðuð í síðasta bréfi, að farið yrði að prenta Skírni í apríl. Innilega vil ég þakka yður fyrir hinar tímabæru og íhyglisverðu ritgerðir yðar um þjóðmálin, sem undanfarið hafa verið að koma út í Morgunblaðinu. Vonandi falla þær ekki í grýtta jörð, þó segja megi um afstöðu margra til þjóðmálanna í orðum ritningarinnar: „Sjáandi sjá þeir eigi, og heyrandi heyra þeir eigi né skilja.“ Með beztu kveðjum. Yðar einlægur P.S. Nokkra ritdóma um cnsk rit um íslenzk efni sendi ég einnig. R.B. Richard Beck
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.