Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 71
RICHARD BECK 71 af honum. Ekki vænti ég, að þér vilduð vera svo vænn og senda mér til umsagnar Mannfagnað yðar; myndi ég þá skrifa um hann í annaðhvort íslenzku blaðanna vestur hér. Með kærri kveðju og öllum góðum óskum. Yðar einlægur Richard. Beck The University of North Dakota Grand Forks, 10. apríl 1938 Department of Scandinavian Languages Heiðraði vin, í sérstökum bögglum sendi ég samtímis þessu bréfi kvæðabók mína Ljóðmál, ásamt sérprentum og tímaritum með greinum eftir mig, sem gjöf til Landsbókasafns íslands. Læt ég fylgja skrá yfir sendinguna og vona, að hún berist yður með skilum. Ég er nú að leggja síðustu hönd á ritgerð um „Milton og íslenzkar þýðingar rita hans“, sem ég ætla Skírni, og mun ég senda hana, ásamt nokkrum ritdómum um ný rit amerísk um íslenzk fræði, núna um mánaðamótin; og ætti því efni þetta að berast yður í hendur upp úr miðjum maí. Ritgerðin mun verða 15-20 blaðsíður. Nýlega fékk ég að láni hjá kunningja mínum Mannfagnað yðar og hefi verið að lesa hann mér til uppbyggingar og ánægju; það er, í hreinskilni sagt, mesta kraftafæða, og tjái ég yður hérmeð þakkir mínar fyrir svo ágæta bók; er líklegt, að ég minnist hennar í öðru hvoru vestanblaðinu íslenzka undir eins og mér vinnst tími til. Kveð ég yður svo með bestu sumaróskum. Yðar einlægur Richard Beck Skrá yfir rit til Landsbókasafnsins. Beck, Richard: Ljóðmál. Winnipeg, Man. 1929. Beck, Richard: Friðrik H. Fljózdal, vestur-íslenskur verkalýðsforingi. Almanak O. S. Th. 1936. Beck, Richard: Alexander Pópe og islenskar bókmenntir. Sérpr. úr Skírni 1936. Beck, Richard: Grímur Thomsen og Byron. Sérpr. úr Skírni 1937. Beck, Richard: Jónas Lie - skáld heimilis og hversdagslífsins. Rökkur 1935. Beck, Richard: George P. Marsh-brautryðjandi íslenzkra fræða í Vesturheimi. Sérpr. úr Tímariti Þjóðræknisfél. Ísí. 1935.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.