Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 87

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 87
LANDSBÓKASAFNIÐ 1985 87 Handritasafn dr. Einars Arnórssonar hæstaréttardómara. Logi hæstaréttardómari, sonur Einars, og Einar Laxness sagnfræðingur, dóttursonur Einars, afhentu. Anna Guðmundsdóttir bókavörður afhenti bréfasafn Ingibjargar Magnúsdóttur og Júlíusar Halldórssonar læknis. „Heilaspuni“. Eftirmáli að Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson. Eiginhandarrit. Prentsmiðjuhandrit og próförk. Viggó Gíslason alþingisbókavörður afhenti, en hvort tveggja komið úr fórum Péturs Lárussonar, er lesið hafði prófarkir af ofannefndu. „Feðgaminning eftir Benedikt Gabríel (Benediktsson), Reykjavík 1903“, þ.e. æviágrip og ættartala sr. Jóns Benediktssonar á Rafnseyri og þeirra feðga. Gjöf Sigurðar Jónssonar frá Haukagili. Finnur Árnason, Reykjavík, afhenti kvæðasyrpur Jósefs Húnfjörð. Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari á Akureyri, afhenti bréfasafn sitt og fyrirmæli í sérstöku bréfí um meðferð þess; ennfrem- ur m.a. brot úr þýðingu Björns Bjarnasonar frá Viðfirði á sögu eftir Vladimir Korolenko, er birtist í Sögum frá Síberíu, er út komu á vegum Odds Björnssonar í Kaupmannahöfn 1897. Paul B. Taylor, prófessor við Genfarháskóla í Sviss, færði Lands- bókasafni að gjöf á leið sinni vestur um haf ýmis gögn varðandi þýðingar sínar og brezka skáldsins W.H. Audens á Eddukvæðum. Kvæðasafn Jóns Sigurðssonar í Nefsholti í Holtum. Eiginhandar- rit. Gjöf Sveinbjarnar Beinteinssonar. Úr fórum Jóns Borgfirðings, miklar syrpur til viðbótar þeim, er komnar voru áður. Frú Ólöf Bjarnadóttir afhenti úr búi sínu og manns síns, Agnars Klemens Jónssonar sendiherra, sonarsonar Jóns Borgfirðings. Katrín Ólafsdóttir Hjaltested afhenti eitt bréf Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, dagsett 2. nóvember 1885, til Elísabetar Sveinsdóttur, ömmu Katrínar. Katrín afhenti jafnframt ýmis gögn úr búi afa síns, Björns Jónssonar ritstjóra, til viðbótar gögnum, er hún hafði áður fært safninu úr búi hans. Nokkur handrit Magnúsar Jónssonar prófessors og alþingismanns. Kristín Gústafsdóttir bókavörður afhenti úr Borgarbókasafni. Nokkurt bréfasafn og einkaskjöl Þorsteins Jónssonar sýslumanns á Kiðjabergi. Ennfremur fáein bréf til Gunnlaugs sonar hans, m.a. frá Jóni Sigurðssyni forseta; bréf frá sr. Skúla Gíslasyni til bróður hans, Árna Gíslasonar á Kirkjubæjarklaustri. Páll Skúlason lögfræðingur og ritstjóri afhenti.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.