Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 89
LANDSBÓKASAFNIÐ 1985 89 prentaðar 1818. Skrifaðar um miðja 19. öld. Keypt um hendur Gunnars Valdimarssonar fornbóksala. „Þrymskviða“, teikningar Haralds Guðbergssonar, frumteikning- ar. Sbr. útgáfuna í Reykjavík 1980. Þessir afhentu handrit án þess að þeirra verði getið nánara: Dr. Aðalgeir Kristjánsson, Reykjavík. - Arnþrúður Karlsdóttir, Reykja- vík. - Ástráður Hjartar bókbindari, Reykjavík. - Einar Bragi skáld, Reykjavík. - Fríða Knudsen, Reykjavík. - Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Reykjavík. - Guðrún Gísladóttir bókavörður, Reykjavík. - Guðrún Jónsdóttir rithöfundur, Reykjavík. - Gunnar Valdimarsson forn- bókasali, Reykjavík. - Helga Þorsteinsdóttir, Reykjavík. - Hörður Ágústsson listmálari, Reykjavík. - Ingibjörg Sumarliðadóttir, Hafn- arflrði. - Játvarður Jökull Júlíusson, Reykjalundi. -Jón Jónsson úr Vör skáld, Kópavogi. — Kristmundur Guðbrandsson, Skógskoti í Dalasýslu. - Kristrún Steindórsdóttir, Reykjavík. - Nanna Ólafsdótt- ir bókavörður, Reykjavík. - Sæunn Guðmundsdóttir, Reykjavík. - Þjóðskjalasafn íslands, Reykjavík. ÞJÓÐDEILD Þjóðdeild bættist á árinu ein ný staða, og var henni skipt milli Bryndísar ísaksdótt- ur og Tómásar Helgasonar. Bryndís, sem var fyrir í hálfri stöðu, vann nú fullt starf að skráningu þjóðdeildarefnis, en Tómás annaðist viðtöku prentskilaeintaka. Einar G. Pétursson var skipaður deildarstjóri 15. janúar. Aðrir starfsmenn deildarinnar voru: Nanna Bjarnadóttir, er annast einkum flokkun þjóðdeildarefnis og hefur umsjá með íslenzku spjaldskránni. Helgi Magnússon, er sér um samningu hljóðritaskrárinnar og vinnur að skrásetningu íslenzkra blaða og tímarita, jafnframt því sem hann býr íslenzkt efni í hendur bókbindurum. Hildur G. Eyþórsdóttir hefur aðalumsjá með þjóðbókaskránni og þar með skráningu íslenzka efnisins. Stefanía Júlíusdóttir vann áfram að samningu ís-MARC-sniðsins svonefnda, sem reynzt hefur mun meira verk en áætlað var í upphafi. Gunnar Skarphéðinsson vann fjórðung úr starfi við innfærslu þjóðdeildarefnis í aðfangabók, umbúnað hluta þess og uppröðun geymslueintaka. íslenzk bókaskrá, samsteypuskrá áranna 1974-78, kom út um haustið, alls með formála 328 tvídálka blaðsíður í A-4 broti.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.