Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 94
94 LANDSBÓKASAFNIÐ 1985 Alþingis skorin niður í eina milljón, mátti um líkt leyti heyra, að hinn nýi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, ætlaði ekki að sætta sig við þessi úrslit og lagði jafnvel embætti sitt að veði, ef ekki tækist að svipta upp bókhlöðunni á allra næstu árum. Urræði hans eru nú kunn: frumvarp það til laga um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbók- hlöðu, er samþykkt var á Alþingi 22. apríl 1986. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Veitt var á árinu tíu milljóna króna aukafjárveiting til Þjóðarbókhlöðu, er kom til viðbótar sjö milljónum á fjárlögum ársins og rúmum þremur milljónum, er geymdar voru frá árinu 1984. Nýr áfangi var því boðinn út um sumarið, og hófust framkvæmdir í september. Er hér um að ræða ílögn í gólf á fjórum hæðum, lagnir ýmsar vegna hitakerfis og loftræsibúnaðar, einangrun o.fl. Samkvæmt lögunum um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu, sem þegar hefur verið getið og valda straumhvörfum í málefnum bókhlöðunnar, fæst stórfé til framkvæmdanna á árunum 1987-1989. Dálítið forskot á það fé fékkst á þessu ári (1986), svo að unnt yrði að ljúka þeim áfanga, sem áður er lýst, og halda vinnu hönnuða í fullum gangi, en á því ríður, að vinnuteikningar og útboðsgögn verði til taks, þegar til stórframkvæmdanna kemur. Landsbókasafni íslands, 1. desember 1986, Finnbogi Guðmundsson.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.