Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Page 148

Frjáls verslun - 01.07.1995, Page 148
BREF FRA UTGEFANDA VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár hefur nú litið dagsins ljós. Sú meginstefna í ríkisfjármálum sem þar er boðuð kemur ekki á óvart. Hún er í fullu samræmi við það sem verið hefur á síðustu árum og jafnvel áratugum þar sem eyðsla og umsvif hins opinbera hafa vaxið jafnt og þétt. Enn einu sinni er um verulegar skattahækkanir að ræða, nú í formi þess að persónuafsláttur einstaklinga verður fryst- ur og tryggingagjald atvinnuveganna hækkað. Þessir tveir póstar munu færa ríkissjóði um þrjá milljarða króna í tekjur. Haldið er áfram á nákvæm- lega sömu braut í spamaðaraðgerðum og áður, kuklað er í hitt og þetta og aðgerðimar koma senni- lega verst niður á þeim sem síst skyldi. Uppskurður á ríkisbákninu bíður greinilega betri tíma ef menn hafa þá ekki endanlega gefist upp á að leggja til atlögu við þann rnikla dreka sem Iýtur þeim lögmál- um að ef eitt höfuð er höggvið af bætast tvö eða þrjú við í staðinn. Til viðbótar þeim aðgerðum í skatta- hækkunum, sem áður er minnst á, hefur verið ákveðið að lögfesta fjármagnstekjuskatt á árinu og afleiðingin af slíku getur varla orðið önnur en sú að vextir hækki og fjármagn flytjist úr landi í meira mæli en verið hefur. Boðaður er minni halli á fjárlögum en verið hefur undanfarin ár. Það á eftir að koma í Ijós hvort þau markmið nást eða ekki. Svo virðist sem ekki sé mikil heildarsýn yfir það sem er að gerast í ríkis- rekstrinum og má minna á það að í júlímánuði boð- aði fjármálaráðherra að fjárlög yfirstandandi árs myndu standast vegna aukinna tekna ríkissjóðs, en í byrjun október lá það hins vegar fyrir að hallinn yrði um 1,5 milljarði króna umfram fjárlögin, þrátt fyrir 6 milljarða króna tekjuaukningu ríkissjóðs. Áætlanagerð á borð við þetta myndi ekki vera hátt skrifuð hjá þeim sem eru að fást við rekstur eða nota slíkar áætlanir á annað borð. Svo er að heyra og sjá að þingmenn séu almennt bæði undrandi og hissa á þeim hörðu viðbrögðum sem urðu á dögunum vegna launahækkana þeirra og aukinna hlunnindagreiðslna. Það sýnir kannski betur en margt annað hversu tengslalausir þeir eru við það sem er að gerast í þjóðfélaginu og einnig hve gagnrýnislausir á sjálfa sig þeir eru. Að vísu er það skoðun mín að þingmenn eigi að vera það vel laun- aðir að þingmennska sé eftirsóknarvert starf og að hæfir einstaklingar sækist eftir því, en það hlýtur að særa réttlætiskennd venjulegs fólks þegar þing- menn eru að skammta sjálfum sér hlunnindi sem eru langt umfram það sem eðlilegt má teljast. Ótrúlegt bruðl, sem viðgengst víða í ríkisrekstr- inum, hlýtur Iíka að leiða huga fólks að hæfni þeirra sem þar ráða ríkjum, hvort heldur eru embættis- menn eða stjórnmálamenn. Bruðlið er ekki síst í fjárfestingum og eru til mýmörg dæmi um það. Hið nýjasta eru framkvæmdir við forsetasetrið á Bessa- stöðum en nýlega var upplýst að þær myndu kosta um einn milljarð króna - þúsund milljónir. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Ætli það sé ekki svipuð upp- hæð og það kostar að byggja öll einbýlishús við venjulega íbúðagötu? Og þegar að er gáð, og eftir skýringum leitað, fæst sama svarið og áður, nefni- lega að það þurfi að búa vel að þessari eða hinni stofnuninni, og enginn virðist bera ábyrgð þótt fjárausturinn verði ótakmarkaður. Á sama tíma og bruðlað er í byggingum á Bessastöðum, Þjóðarbók- hlöðu og Hæstaréttarhúsi er ekki hægt að ljúka bráðnauðsynlegum framkvæmdum við skóla og sjúkrahús og þau mannvirki, sem ríkið á þegar fyrir, eru látin grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Sem betur fer virðast fjölmiðlar vera að vakna til vitundar um hlutverk sitt hvað varðar að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum aðhald. Því miður skortir þó oft eftirfylgni hjá þeim og há- alvarleg mál eru látin gleymast, viljandi eða óvilj- andi. Satt að segja eru sterkustu fjölmiðlamir eina aflið í þjóðfélaginu sem ýtt getur undir nauðsynlega hugarfarsbreytingu og orðið til þess að þeir aðilar, sem eru að ráðskast með fjármuni almennings, hendi honum ekki hugsunarlaust á glæ. msm mmmmmmmammamm 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.