Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 13 LYFJANOTKUN Íslendinga jókst um 43% frá árinu 1989 til ársins 2000. Lyfjanotkunin jókst um tæp 3,8% frá árinu þar á undan og hefur aukningin ekki verið jafnlítil milli ára síðan árið 1994. Til samanburðar jókst lyfjanotkun árið 1999 um 5,2% frá árinu á undan og árið 1998 jókst hún um 6%. Eggert Sigfússon, deildarstjóri lyfjamáladeildar heilbrigðisráðu- neytisins, sagðist gera ráð fyrir því að lyfjanotkun myndi halda áfram að aukast á næstu árum. Aukningin hér væri í samræmi við þróunina á hin- um Norðurlöndunum. Hann sagði að margar ástæður væru fyrir aukinni lyfjanotkun hérlendis. Mikið af nýj- um lyfjum kæmu á markaðinn á hverju ári, íbúum fjölgaði ár frá ári, aldurssamsetningin væri að breyt- ast, þ.e. sífellt fleiri næðu hærri aldri og að það væri miklu meiri lyfjanotk- un hjá þeim. Eggert sagði að á heildina litið væri lyfjanotkunin hlutfallslega minni á Íslandi en á hinum Norð- urlöndunum og það orsakaðist m.a. af því að íbúarnir hér væru yngri. Tauga- og geðlyf algengust Algengustu lyf sem Íslendingar nota eru tauga- og geðlyf, en hjarta- og æðasjúkdómalyf eru einnig mjög algeng, sem og þvagfæralyf og kyn- hormónar og meltingarfæra- og efnaskiptalyf. Eggert sagði að Íslendingar not- uðu hlutfallslega meira af geðdeyfð- arlyfjum en íbúar hinna Norður- landanna, þó notuðu Svíar einnig töluvert mikið af þessum lyfjum, en aðallega eru þetta þunglyndislyf. Hann sagði að mikið af nýjum geð- deyfðarlyfjum hefðu komið á mark- aðinn undanfarin ár, en þrátt fyrir það hefði notkun eldri lyfja ekki minnkað að ráði. Þegar búið er að leiðrétta lyfsölu miðað við neysluverðsvísitölu kemur í ljós að árið 2000 voru keypt lyf fyrir rúma 10,4 milljarða króna, sem er aukning um 8,2% frá árinu á undan. Þess má geta að árið 1989 voru keypt lyf fyrir tæpa 6,3 milljarða króna. Af þeim tæpu 10,4 milljörðum króna sem eytt var í lyf á síðasta ári fóru rúmir 2,9 milljarðar í kaup á tauga- og geðlyfjum, en Eggert sagði að þau nýju geðdeyfðarlyfin væru frekar dýr. Næstmest fór í kaup á hjarta- og æðasjúkdómalyfj- um eða tæpir 1,3 milljarðar. Íslendingar keyptu lyf fyrir 10,4 milljarða króna í fyrra Lyfjanotkun hefur aukist um 43% frá árinu 1989        #    ,"""        '' #  """ '   !  " """ -"" ."" /"" 0"" 1"" "2" -2" .2" /2" 02" 12" 3-" 3-, 3-4 3-0 3-. 3"" 3-" 3-, 3-4 3-0 3-. 3"" 5556""" '   ! Yfirlýsing frá dval- ar- og hjúkrunar- heimilinu Grund MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund: „Vegna frásagnar Konstant- íns Haukssonar í viðtali í DV sl. laugardag 3. mars af lífshlaupi tengdamóður sinnar liðlega ní- ræðrar og dvöl hennar á Grund og síðan andláti á Landspítalan- um 3. desember sl. viljum við undirrituð biðja Morgunblaðið að birta eftirfarandi athuga- semdir: Aðstandendur Laufeyjar A. Stefánsdóttur fóru fram á það við heilbrigðisráðherra að rann- sókn færi fram á kringumstæð- um er leiddu til láts hennar. Nefnd undir forystu landlæknis framkvæmdi umbeðna athugun á kringumstæðum og meðferð sem hún naut í sjúkleika hennar síðustu stundir á Grund. Nefnd- in komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram að- finnsluvert við umönnun og meðferð undir lok veru hennar á Grund, heldur hefði verið rétt staðið að málum í hvívetna. Öðru sem snertir Grund í máli Konstantíns Haukssonar í nefndri grein í DV og flokkast verður í flestu tilliti undir gróf illmæli í garð heimilisins, stjórn- enda og starfsfólks, verður að sjálfsögðu ekki svarað í sömu mynt, enda fátt í frásögn hans, varðandi Grund, sem tengist staðreyndum, heldur eru ein- vörðungu óskammfeilnar lýsing- ar á aðstæðum og aðhlynning á heimilinu, sem eru fjarri veru- leikanum. Okkur undirrituðum er það hryggðarefni að hin látna skuli vanvirt með slíkum hætti og gert er í téðri grein með því að níða síðasta heimili hennar og fólkið sem þar lagði sig fram um að hlynna að henni veikri hinstu lífdaga hennar. En af virðing við minning Laufeyjar og veru hennar fyrr- um á meðal okkar sem störfum á Grund, munum við að svo komnu máli ekki eyða frekari orðum á fáryrði þeirra, sem létu sér sæma að semja og birta fyrrnefnda ritsmíð í DV.“ Fyrir hönd stjórnar Grundar Guðmundur Óskar Ólafsson, formaður,Guðrún Gísladóttir forstjóri, Júlíus Rafnsson fram- kvæmdastjóri, Guðjón Lárusson og John Benedikz yfirlæknar, Sólveig Jónsdóttir hjúkrunar- forstjóri, Margrét Rögn Haf- steinsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri og Laufey Egils- dóttir deildarstjóri viðk. hjúkr- unardeildar.“ NEFND nokkurra stofnana og hags- munaaðila hefur skilað frá sér skýrsl- unni „Þjóðvegir og búfé“ þar sem lagðar eru fram nokkrar tillögur til lausnar á þeim vanda sem lausaganga búfjár við þjóðvegi landsins hefur skapað. Talið er að tugmilljóna króna tjón verði á hverju ári af völdum lausagöngu búfjár. Nefndin hefur starfað frá árinu 1998 en áður höfðu tvær slíkar unnið að málinu. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landbúnaðarráðuneytinu, samgöngu- ráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra kynnti þessa skýrslu á blaða- mannafundi í gær, ásamt nokkrum nefndarmönnum, og sagði meðal ann- ars að tillögurnar hefðu hlotið góðan hljómgrunn í ríkisstjórninni. Nú myndu viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar vinna eftir tillögun- um og því verki ætti að vera lokið í síðasta lagi innan þriggja ára héðan í frá. Fram kom á fundinum að á ár- unum 1992–1999 voru skráð um 700 tilfelli þar sem ökutæki og búfé rák- ust saman, þar af urðu slys á fólki í 34 tilfellum og eitt banaslys. Helstu tillögur nefndarinnar eru þær að fjölfarnir vegir víða um land verði friðaðir með samfelldum og sér- stökum varnargirðingum. Lagt er til að búfé fjarri vegum verði í sérstök- um beitarhólfum þannig að það gangi ekki í vegsvæðum. Getur þetta átt við þar sem búfé hefur fækkað mikið, t.d. í landnámi Ingólfs. Þar sem vegir verða ekki friðaðir, og ökumenn geta átt von á að fénaður sé í lausagöngu, einkum í strjálbýli, er lagt til að koma upp sérstökum um- ferðarmerkjum sem gefa til kynna að búfé gangi þar laust og gæta þurfi sérstakrar varúðar. Leggja á vegrás- ir, eða undirgöng, á ákveðnum stöð- um til að auðvelda umferð búfjár und- ir vegina. Nefndin leggur einnig til að Vega- gerðin og lögreglan annist eftirlit með búfé á friðuðum vegsvæðum en sveitarfélögin annist handsömun og ráðstöfun lausagöngufénaðar. Lagt er til að svokölluðu vegafé, sauðfé sem leggst ítrekað í vegina, verði fargað. Sveitarstjórnir eru hvattar til að banna lausagöngu búfjár og stórgripa þar sem aðstæður leyfa. Þá er gerð tillaga um að Vegagerðin kosti og sjái um að girða og annast allt viðhald girðinga sem ætlað er að friða veg- svæði stofn- og tengivega, þar með talin hlið, vegristar og undirgöng. Um þessa síðasttöldu tillögu náðist reynd- ar ekki samstaða í nefndinni og sagði landbúnaðarráðherra að ráðuneytun- um væri ætlað að ná samkomulagi, í samráði við Vegagerðina. Ennfremur er lagt til að metinn verði áætlaður kostnaður við aðgerðir og gerð áætlun um framkvæmdir. Stefnt skal að því að ljúka fram- kvæmdum innan þriggja ára með sér- stökum fjárveitingum frá Alþingi. Áhersla er lögð á að ljúka fram- kvæmdum á þeim svæðum þar sem slysatíðni er mest. Margslungið og erfitt mál Níels Árni Lund veitti nefndinni forstöðu. Hann sagði á blaðamanna- fundinum að lausaganga búfjár við þjóðvegina og mögulegar lausnir þar á væru erfitt og margslungið mál. Ekki væri til nein ein lausn og því hefði nefndin sett fram margar tillög- ur. Hann sagði að ef farið yrði eftir öllum tillögunum myndi það marka tímamót og slysum af völdum lausa- göngu búfjár myndi fækka. Tók hann dæmi um vegarkafla á þjóðvegi 1 þar sem mismunandi að- ilar kæmu að sem eigendur land- svæðis og eftirlitsaðilar girðinga. Til þessa hefði enginn einn aðili axlað ábyrgð á girðingunum. Með sínum til- lögum vonaðist nefndin til þess að þetta yrði einfaldað með skipulagðri aðkomu Vegagerðarinnar, sveitar- félaga og landeigenda. Ólafur R. Dýrmundsson, fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni, lýsti yfir ánægju sinni með skýrsluna og tillögurnar. Loksins væru komnar fram raunhæfar tillögur að lausn vandans. Mælti hann sérstaklega með vegrásum eða undirgöngum, ekki síst fyrir stórgripi og kúabænd- ur, og sagði góða reynslu af slíkum göngum á Austurlandi. Fjölfarnir vegir verði friðaðir fyrir ágangi búfjár Morgunblaðið/Ásdís Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kynnir lokaskýrslu vegasvæðanefndar og við hlið hans sitja Níels Árni Lund, formaður nefndarinnar (t.v.), og Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Nefnd með tillögur til lausnar á lausagöngu búfjár við þjóðvegi landsins HVALUR hf., útgerðarfyrir- tækið sem gerir frystitogar- ann Venus út, gekkst undir dómsátt í Tromsö í Noregi á laugardag og samþykkti að greiða rúmlega 1,7 milljónir króna fyrir að hafa ekki staðið rétt að smáfiskaskilju sem var um borð. Venus var staðinn að meint- um ólöglegum veiðum í Bar- entshafi á föstudag og kom norska strandgæslan með skipið til hafnar í Tromsö á laugardagsmorgun. Réttað var í málinu á laugardag og segir Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., að málinu sé lokið og hefur Venus haldið til veiða á ný. Aðspurður sagðist Kristján sáttur við niðurstöð- una úr því sem komið var en það væri ávallt slæmt að missa úr tvo daga í veiðum. Venus fór til veiða um miðjan febrúar og kemur aftur til landsins að hálfum mánuði liðnum. Kristján sagði að venjulega væri notuð önnur gerð smá- fiskaskilju um borð við veiðar við Ísland en Norðmenn vildu að önnur gerð með keðjum væri notuð við veiðar við Nor- eg. Hann sagði að strekkst hefði á keðjunum á þeim tíma sem Venus var við veiðar og það væri yfirsjón áhafnar að skoða ekki smáfiskaskiljuna þann tíma sem hún var við veiðar. Hann benti hins vegar á að í raun hefði það ekki átt að koma að sök því Venus var við veiðar á þorski en ekki smá- fiski. Dómsátt í Tromsö og Venus aftur til veiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.