Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 22
AKUREYRI 22 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VASKIR starfsmenn Flutninga- miðstöðvar Norðurlands, FMN, tóku þátt í allsherjar hreingern- ingu á vinnustað sínum á dögunum, en á síðustu árum hefur verið efnt til slíks hreingerningardags tvisvar á ári. Nú er stefnt að því að fjölga hreingerningardögunum og hafa þá að lágmarki þrisvar sinnum á ári. Þetta er liður í að framfylgja reglum gæðakerfis fyrirtækisins, GÁMES, en FMN fékk slíka vott- un í byrjun júlí í fyrra. Bílar, vöruhús, skrifstofur og starfsmannaaðstaða eru þrifin hátt og lágt auk þess sem einnig er tek- ið til hendinni á útivistarsvæðum. Vörum er á meðan komið fyrir á öruggum stað og allir rekkar þrifn- ir, loft, gluggar, veggir, ljós og hvað sem á vegi manna verður. Starfsmenn hafa verið jákvæðir og duglegir að mæta en fjölskyldur þeirra hafa einnig tekið þátt í þess- um degi. Sérstaklega hafa börnin gaman af þátttöku, en þau fá að prófa ýmis tæki, eins og hand- tjakka, vigtar og fleira og einnig eru teknar myndir af þeim í lyft- urum og bílum. Hreingerningar- deginum lýkur með heilmiklu grilli að loknu vel heppnuðu dagsverki. Tilgangur þessa dags er marg- þættur, en auk þess að framfylgja GÁMES stuðlar hann einnig að betra vinnuumhverfi og þjappar starfsfólki og fjölskyldum þeirra saman. Starfsfólkið hreinsaði hjá FMN Heilmikið fjör á hreingerningardegi Bílar, vöruhús, skrifstofur og starfsmannaaðstaða voru þrifin auk þess sem tekið var til hend- inni á útivistarsvæðum. Hreingerningardeginum lauk með heilmikilli grillveislu. sagði Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri. Hann sagðist vonast til þess að með þessu verði unnt að efla rann- sóknarstarfsemi Veðurstofunnar auk þess sem hún fengi aðgang að ungu fólki sem hugsanlega geti síðar lagt fyrir sig nám á þessu sviði, en störf sem tengdust veðurstofunni væru af margvíslegum toga. „Það er okkur mikilvægt að komast í tengsl við þann mannauð sem til staðar er í háskólanum,“ sagði Magnús. Augljós ávinningur af samstarfinu Háskólinn á Akureyri mun veita Landmælingum aðstöðu til að koma upp fastri gervitunglalandmælinga- stöð (GPS) í húsakynnum sínum án gjaldtöku, en Landmælingar leggja til tækjabúnað og kosta uppsetningu stöðvarinnar. Starfsmenn háskólans sjá um nettengingu stöðvarinnar og sinna reglubundnu eftirliti. Stefnt er að því að gögn stöðvarinnar verði að- gengileg almenningi og að þau muni nýtast við kennslu í umhverfisvökt- un. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, sagði ávinn- ing af samstarfinu augljósan, en m.a. væri verið að skapa tengsl við vís- indasamfélagið innan háskólans. Hann benti á að skortur væri á sér- fræðingum á ýmsum sviðum land- mælinga og gera þyrfti átak í því efni en samstarfið gæti ef til vill orðið til að bæta þar úr í framtíðinni. Þá sagði hann einnig mikilvægt að koma upp GPS-stöð á Akureyri en fyrir væru slíkar stöðvar á Höfn í Hornafirði og við Háskóla Íslands. SAMNINGAR milli Háskólans á Akureyri við tvær stofnanir, Veður- stofu Íslands og Landmælingar Ís- lands, hafa verið undirritaðir, en þeir fela í sér samstarf til að efla rann- sóknir og kennslu á sviði náttúru- og umhverfisvísinda. Samstarfið við Veðurstofuna nær m.a. til jarðvísinda, veðurfræði og umhverfisvöktunar, en við Land- mælingar nær það m.a. til landmæl- inga og umhverfisvöktunar. Þor- steinn Gunnarsson rektor, Há- skólans á Akureyri, sagði að lögð væri áhersla á það í háskólanum að efla náttúruvísindi og umhverfis- fræði og því vildi hann gjarnan eiga samstarf við þá sem starfa á því sviði. Þorsteinn sagði því mikilvægt að hefja nú formlegt samstarf við þessar stofnanir. Vonandi vísir að einhverju meira Veðurstofan stefnir að því að koma upp aðstöðu fyrir tvo starfs- menn í nýju rannsóknahúsi háskól- ans þegar það rís, en til bráðabirgða mun háskólinn veita einum starfs- manni Veðurstofunnar, Ragnari Stefánssyni jarðskjálftafræðingi, að- stöðu í núverandi húsnæði háskól- ans. Þá mun Veðurstofan koma upp og reka sjálfvirka veðurathugunar- stöð á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, skógræktar- og rannsóknajörð í eigu Háskólans á Akureyri. Einnig verð- ur sjálfvirkri veðurstöð komið upp á Akureyri í samvinnu við háskólann. Stefnt er að því að gögn stöðvarinnar verði aðgengileg almenningi og að þau muni nýtast til kennslu í um- hverfisfræðum. „Þetta skref sem nú er stigið er vonandi vísir að einhverju meira,“ Háskólinn á Akureyri, Veðurstofan og Landmælingar Samstarf til að efla rannsóknir í náttúru- og umhverfisvísindum Morgunblaðið/Kristján Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga ríkisins, afhenti Þor- steini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, fána stofnunarinnar að lokinni undirskrift. Þorsteinn rektor skrifaði einnig undir samning við Magnús Jónsson veðurstofustjóra, sem situr við borðið. MJÖG slæmt veður var austan Ak- ureyrar og með ströndinni austur frá Húsavík í gærmorgun. Ófært var frá Akureyri til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og á Akureyri tók að snjóa nokkuð aðfaranótt mánu- dags. Klukkan níu í gærmorgun var kominn 15 sentimetra jafnfallinn snjór sem skóf víða í skafla á götum bæjarins. Nokkuð blint varð í skaf- renningnum og starfsmenn bæj- arins hófust snemma handa við að opna helstu umferðargötur með snjóruðningstækjum, þannig að ófærð varð ekki vegfarendum til trafala og gekk umferðin að mestu snurðulaust fyrir sig, að sögn lög- reglunnar. Fáir lentu í því að festa bíla sína, nema helst þá í innkeyrsl- um og á fáfarnari götum. Mjög snjólétt hefur verið framan af vetri á Norðausturlandi miðað við árstíma, þó að víða hafi verið ófært í gær vegna snjókomu og skafrennings. Ekki varð þó eins mikill vindur og búist var við og síðdegis í gær var farið að draga verulega úr snjókomu og vindi og ljóst að vetrarríkið mun ekki standa lengi að þessu sinni norð- anlands. Samkvæmt spá frá Veð- urstofunni er búist við hlýnandi veðri næstu daga með austlægum áttum og rigningu fram að næstu helgi og er gert ráð fyrir hlýju veðri fram á sunnudag. Fannfergi á Akureyri eftir snjóléttan vetur Ljósmynd/Rúnar Þór Börn á Akureyri gleðjast jafnan yfir fannferginu sem annars staðar og nota tækifærið til að grafa snjógöng í háum ruðningum. Hér eru þau Hjördís og Stefán efst á skaflinum en Sigþór liggur fyrir framan. Starfsmenn bæjarins hófust snemma handa við að hreinsa götur. Mynd- in er tekin á Brekkunni, á horni Þingvallastrætis og Kaupvangsstrætis. Arnaldur bæjarstarfsmaður burstar snjó af umferðarljósum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.