Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 27

Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 27 HELSTU ástæður þess að afkoma Olíuverzlunar Íslands versnar milli ára eru gengistap erlendra skulda, niðurfærsla viðskiptakrafna og lægri framlegð af vörusölu, segir Jónas Gauti Friðþjófsson hjá Al- þjóða- og fjármálasviði Lands- banka Íslands. „Rekstrarvandi olíufélaganna er að mörgu leyti svipaður og hjá fyr- irtækjum í sjávarútvegi og sam- göngum, sem hafa liðið fyrir óhag- stæða gengisþróun og sveiflur á olíuverði. Gengistap vegna er- lendra skulda Olís nam 343 millj- ónum en árið á undan var gengis- munur jákvæður um 44 milljónir og skýrist breytingin á veikingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum á árinu. Á síðasta ári hækkaði gengisvísitala krónunnar um 10%, en lækkaði árið á undan um 2,8%. Breytingin milli ára er mikil þar sem veiking krónunnar í fyrra gerði meira en að vega upp vaxtahagræðið af erlendu lánunum í samanburði við skuldsetningu í krónum en árið 1999 var sérlega hagstætt þar sem fóru saman vaxtamunur og styrking krónunn- ar.“ Arðsemi eigin fjár 3,5% Jónas segir að olíufélögin hafi ekki velt hækkunum á innkaups- verði að fullu inn í verð til við- skiptavina og framlegð af vörusölu hafi minnkað milli ára, hjá Olís úr 29% í 24%. Hærra innkaupsverð hafi þar að auki leitt til aukinnar fjárbindingar í viðskiptakröfum og birgðum. Verðhækkanir á olíu hafi einnig þrengt að viðskiptavinum félagsins og nam gjaldfærsla við- skiptakrafna 140 milljónum í fyrra. Lækkun Ebitda-hlutfalls úr 6,9% í 5,5% skýrist af þessari gjaldfærslu auk minnkandi framlegðar af vöru- sölu. Afskriftir hafi síðan aukist um 26% milli ára sem komi eink- um til vegna byggingar nýrra höf- uðstöðva félagsins. „Arðsemi eigin fjár var 3,5% og er slök afkoma mörkuð af þróun ytri aðstæðna sem mun áfram ráða miklu um hvernig afkoma félags- ins verður á þessu ári.“ Umsögn Landsbanka Íslands um ársuppgjör Olíuverzlunar Íslands Minnkandi fram- legð af olíusöluSTJÓRN SÍF hf. hefur samþykkt að selja eigur og rekstur fiskvinnslufyr- irtækisins Loppa Fisk AS í Norður- Noregi og hefur SÍF þar með lokið þeim breytingum sem ákveðið hafði verið að gera á starfsemi fyrirtæk- isins í Noregi. Í fréttatilkynningu kemur fram að eins og áður hefur komið fram ákvað stjórn SÍF að hætta þátttöku fyrirtækisins í veiðum og vinnslu í Noregi, í kjölfar síversn- andi rekstrarskilyrða og verulegs tapreksturs. Áður hafði SÍF hf. selt fiskvinnslufyrirtækið Eidet Fisk AS og lagt af starfsemi Nykvag Fisk AS. Þá hefur fyrirtækið selt hlutdeild sína í fjórum bátum sem tengdust rekstri fiskvinnslufyrirtækjanna. Í tengslum við sölu eigna Loppa Fisk AS hefur SÍF hf. fært niður bókfært verðmæti eignanna um tæpar 240 milljónir króna í reikningum félagsins fyrir ár- ið 2000. Kaupendur eigna og reksturs Loppa Fisk AS eru nokkur fyrirtæki sem tengjast veiðum, vinnslu og eldi á hvítfisktegundum í Noregi, en það er fyrirtækið Fjord Marin sem leiðir hópinn. Fjord Marin hefur sameinast fyrirtækjum að undanförnu sem tengjast eldi á hvítfisktegundum. Fyrirtækið hefur vilyrði fyrir fjölda sjókvía í Finnmörku og hyggst nýta aðstöðu Loppa Fisk AS bæði til rann- sókna og reksturs eldisstöðva sem og til slátrunar og vinnslu afurða. SÍF hf. mun eignast 10% hlut í hinu nýja fyrirtæki og sjá um sölu flestra afurða þess í Evrópu. Þá hyggjast SÍF hf. og Fjörd Marin skoða frekar möguleika á samstarfi um sölu á ferskum fiski til Evrópu. SÍF rekur því nú aðeins inn- kaupastarfsemi í Noregi og starfa þar sjö starfsmenn. SÍF selur Loppa Fisk í Noregi NÆSTI hádegisverðarfundur SAU – samtaka auglýsenda verður þann 8. mars nk. í blómasal Hótel Loft- leiða. Friðrik Eysteinsson B.Sc. MBA, forstöðumaður markaðs- og söludeildar Vífilfells ehf. og formað- ur SAU mun fjalla um birtingar í sjónvarpi. Reifuð verða málefni eins og stjórn/óstjórn auglýsingamála, auglýsingagerð, birtingaráætlanir og áhrif auglýsinga . Leitað verður svara við spurningum sem þessum: Hversu oft þurfa einstaklingar í markhópnum að sjá sjónvarpsaug- lýsingu innan ákveðins tímabils svo hún virki? Er skynsamlegt að binda sig við einn miðil þegar auglýsingar eru annars vegar? Fundurinn hefst klukkan 11:30 og stendur til 13. Að þessu sinni er fræðslufundurinn ein- ungis ætlaður aðildarfyrirtækjum samtakana. Birtingar í sjónvarpi ræddar á fundi ♦ ♦ ♦ NETBANKINN – nb.is býður nýj- um viðskiptavinum sínum sem stofna reikning fyrir 11. apríl helm- ingi lægri vexti á yfirdráttarheimild fyrstu sex mánuði eftir að reikningur hefur verið stofnaður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meðalvextir yfirdráttarheimilda á almennum tékkareikningum ein- staklinga hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum eru nú 20,80%, en fyrstu sex mánuðina frá stofndegi reiknings fá viðskiptavinir nb.is 10,40% yfirdráttarvexti. Eftir fyrstu sex bjóðast reikningseigendum yfir- dráttarvextir sem eru allt að 6,60 prósentustigum lægri en annarra banka og sparisjóða. Netbankinn – nb.is hóf göngu sína haustið 1999 og er rekinn sem sjálf- stæð rekstrareining innan SPRON. Netbankinn lækkar yfir- dráttarvexti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.