Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 32
ERLENT 32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á NÆSTU 50 árum mun mann- fjöldi í fátæku ríkjunum þrefaldast en fólkinu mun aftur á móti fækka í velmegunarríkjunum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum en í henni segir, að mannfjöldinn í heiminum, sem nú er 6,1 milljarður, verði 9,3 millj- arðar eftir hálfa öld. Eftir hálfa öld munu níu af hverj- um tíu mönnum búa í þróunarríkj- unum og einn af hverjum sex í Ind- landi. Búist er við mannfjölgunar- sprengingu í Afríku, stórum hlutum Asíu og Rómönsku Ameríku og vegna innflytjendastraumsins til Bandaríkjanna verður íbúafjöldinn þar orðinn 400 millj. eftir hálfa öld. Í Evrópu horfir öðruvísi við og komi ekki til innflytjendur mun Úkraínumönnum fækka um 40% á næstu 50 árum og Ítölum og Rúss- um um fjórðung. Þróunin stefnir einnig til fækkunar í Evrópusam- bandsríkjunum almennt þótt fólk- inu hafi raunar fjölgað þar um 343.000 á síðasta ári. Það var sama fjölgun og á Indlandi á einni viku. Fyrir hálfri öld voru Evrópu- menn 22% jarðarbúa og Afríku- menn 8% en nú eru hvorir tveggja 13%. Eftir 50 ár verða Afríkubúar þrisvar sinnum fleiri hvað sem líður alnæmishörmungunum. Fyrir utan hugsanlega fólks- fækkun í velmegunarríkjunum er mesta áhyggjuefnið það, að með- alaldur íbúanna hækkar stöðugt. 1998 var fimmtungur Evrópu- manna 60 ára eða eldri en verða ef til vill orðnir rúmur þriðjungur 2050 og börnin aðeins 14%. Er raunar búist við verulegum vandræðum þegar stóru ár- gangarnir, sem fæddust eftir stríð, fara að draga sig í hlé á vinnu- markaði. Mikil fjölg- un í fátæk- um ríkjum Sameinuðu þjóðunum. AP. Reuters Nýfædd börn á sjúkrahúsi í Singapore. Búist er við mikilli mannfjölgun í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku á næstu áratugum. Mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna FÆREYINGAR halda réttinum til allra tekna af hugsanlegri olíu- vinnslu í færeyska landgrunninum. Óska hvorki danska ríkisstjórnin né danska þingið þess að samningar sem færeysk og dönsk stjórnvöld gerðu þar að lútandi árið 1992 verði teknir upp að nýju eins og rætt hefur verið um undanfarnar vikur í Dan- mörku. Þetta kom fram á fundi sem Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, átti með fjármála- og Færeyjanefnd danska þingsins á miðvikudag. Rasmussen lagði fram lögfræðilega athugun sem forsætis- ráðuneytið lét framkvæma á samn- ingi þeim sem Poul Schlüter, þáver- andi forsætisráðherra Dana, gerði við Færeyinga um olíuna. Nokkrir danskir fjölmiðlar, einkum Extra Bladet, hafa gagnrýnt hann fyrir að færa Færeyingum olíuna á silfurfati þar sem Danir hafi afsalað sér öllum rétti til olíunnar. Niðurstaða athug- unar forsætisráðuneytisins var sú að Schlüter hefði ekki hafst neitt rangt að, samningurinn stæðist lög og að hann hefði upplýst þingið um alla mikilvægustu þætti málsins. Þó var á því ein undantekning, Schlüter sagði þinginu ekki að Færeyingar kynnu að fallast á að skipta réttinum til landgrunnsins og telur Nyrup Rasmussen það gagnrýnivert. Ekki þó svo að rétt sé að taka samninginn upp. Niðurstaðan nýtur stuðnings allra þingflokka nema Danska þjóðar- flokksins sem krefst þess að samið verði að nýju um réttinn til að nýta færeyska landgrunnið. Venstre, sem sat í stjórn Schlüters, telur að ekki hefði verið hægt að komast að hag- stæðari niðurstöðu en Schlüter gerði og í sama streng taka jafnaðarmenn sem voru í stjórnarandstöðu er samningurinn var undirritaður. Poul Schlüter sýknaður af ásökunum um samningsklúður Ekki hróflað við olíusamningi við Færeyjar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að lágmarkslaun í landinu yrðu hækkuð um 10% í október nk. Lög um lágmarkslaun í Bretlandi voru sett fyrir tveimur árum og verða frá og með október um 610 ís- lenskar krónur á klukkutíma. And- stæðingar laganna héldu því fram á sínum tíma, að þau myndu kynda undir verðbólgu og atvinnuleysi en það hefur ekki ræst enda hefur árað vel í bresku efnahagslífi. Stephen Byers, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sagði í gær, að lágmarkslaun- in tryggðu, að það borgaði sig að vinna. Lágmarks- laun hækkuð London. AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.