Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 35

Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 35
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 35 Veisluna heim Þórarinn Guðmundsson matreiðslumeistari Leigjum út veislusal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík – Brúðkaupsveislur í allt sumar! Smiðjuvegi 14, 200 Kópavogi, sími 587 3800, fax 587 3801, www. veislusmidjan.is FERMINGARVEISLUR, BRÚÐKAUP, STÓRAFMÆLI, ERFIDRYKKJUR ÁRSHÁTÍÐIR, FUNDIR OG SAMKOMUR Í SAL FERÐAFÉLAGSINS Í MÖRKINNI EÐA HEIMA Í STOFU! NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ PANTA FERMINGARVEISLUNA OG BRÚÐKAUPIÐ. FLESTIR FERMINGARDAGANIR ERU FULLBÓKAÐIR Í VEISLUSAL OKKAR EN VIÐ GETUM BÆTT VIÐ OKKUR FERMINGARVEISLUM HEIM Í STOFU. Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, hélt velli í gær þegar neðri deild þingsins greiddi atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöð- unnar en samstarfsmenn hans í stjórninni bjuggu sig þó undir að koma honum frá. 480 þingmenn eiga sæti í neðri deildinni og 274 þeirra greiddu atkvæði á móti vantrausts- tillögunni en 192 með. „Við höfum klifið eitt fjall en annar brattur tindur bíður okkar,“ sagði Junichiro Koizumi, leiðtogi fylkingar Moris í Frjálslynda lýðræðisflokkn- um, stærsta stjórnarflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harða hríð að Mori vegna ým- issa axarskafta hans sem hafa orðið til þess að hann er nú einn af óvin- sælustu forsætisráðherrunum í sögu landsins. Mori virtist gera sér grein fyrir því að hann væri valtur í sessi en lof- aði að beita sér fyrir því að frumvörp stjórnarinnar yrðu samþykkt á þinginu og að reyna að endurheimta traust kjósenda. Búist er þó við að þingmenn stjórnarinnar herði baráttu sína fyr- ir því að Mori víki úr stjórninni til að auka líkurnar á því að stjórnarflokk- arnir sigri í kosningum til efri deild- ar þingsins í júlí. Stjórnin myndi ekki þurfa að segja af sér strax ef flokkarnir biðu ósigur en það gæti valdið pattstöðu á þinginu sem yrði til þess að efna þyrfti til kosninga til neðri deildarinnar löngu áður en kjörtímabili hennar lýkur árið 2004. Samstarfsmenn Moris hafa þegar gefið til kynna að þeir vilji koma hon- um frá. Takenori Kanzaki, leiðtogi næststærsta stjórnarflokksins, Nýja Komeito-flokksins, kvaðst vilja að Mori tæki skýra ákvörðun um hvort hann hygðist halda embættinu fyrir landsfund Frjálslynda lýðræðis- flokksins á þriðjudaginn kemur. Chikage Ogi, leiðtogi Nýja íhalds- flokksins, minnsta stjórnarflokksins, neitaði að svara því hvort niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær þýddi að Mori hefði fengið gálgafrest. „Það er undir Frjálslynda lýðræðisflokknum komið hvað gerist næst,“ sagði hann. Fimmtán þingmenn Frjálslynda lýðræðisflokksins sendu leiðtogum flokksins bréf þar sem þeir kröfðust þess að Mori tilkynnti strax hvort hann hygðist segja af sér. Allir fulltrúar flokksins á héraðsþingi Akita í norðurhluta landsins kröfð- ust þess í bréfi til flokksins að Mori léti strax af embætti. Óvissa um eftirmanninn Óvissan um örlög forsætisráð- herrans og vísbendingar um að al- varleg efnahagskreppa sé yfirvof- andi hafa orðið til þess að gengi japanskra hlutabréfa hefur lækkað. Nikkei-vísitalan hefur lækkað um 8% á einum mánuði og hefur ekki verið jafnlág í 15 ár. Talið er að erfitt verði fyrir stjórn- arflokkana að ná samkomulagi um eftirmann Moris. Nýi Komeito- flokkurinn og Nýi íhaldsflokkurinn vilja að hann víki fyrir Hiromu Non- aka, gömlum stjórnmálarefi sem valdi Mori í forsætisráðherraemb- ættið á bak við tjöldin í apríl ásamt þremur öðrum áhrifamönnum í Frjálslynda lýðræðisflokknum. Nonaka hefur þó sagt að hann hafi ekki hug á að taka við embættinu og margir ungir þingmenn Frjálslynda flokksins óttast að orðspor hans sem baktjaldamakkara styggi kjósendur sem hafa fengið nóg af leynimakki flokksins. Koizumi, leiðtogi fylkingar Moris, og Ryutaro Hashimoto, fyrrverandi forsætisráðherra, eru einnig taldir koma til greina í embættið. Japanska þingið hafnar vantrauststillögu Stjórnarþingmenn reyna að koma Mori frá Tókýó. Reuters. AP Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, umkringdur frétta- mönnum eftir að neðri deild jap- anska þingsins felldi vantrausts- tillögu stjórnarandstöðunnar. MOHAMMAD Omar, æðsti leið- togi Taliban-hreyfingarinnar í Afganistan, varði í gær þá til- skipun sína að allar styttur í landinu yrðu eyðilagðar og sagði að afganskir múslímar ættu að vera stoltir af því að framfylgja henni. „Þeir Afganar sem gagnrýna tilskipunina verða sér til skammar,“ sagði Omar og áréttaði þá túlkun sína á lög- málum íslam að eyðileggja bæri stytturnar og koma í veg fyrir „skurðgoðadýrkun“. Omar fyrirskipaði liðs- mönnum sínum í vikunni sem leið að eyðileggja allar styttur í Afganistan, meðal annars tvö risastór Búddha-líkneski sem höggvin voru í klett í héraðinu Bamiyan fyrir að minnsta kosti 1.500 árum. Annað þeirra er 53 metra hátt og hitt 36,5 metra. Óljóst var í gær hvort talib- anar væru byrjaðir að eyði- leggja líkneskin í Bamiyan. Heimildarmaður úr röðum tal- ibana í Kabúl sagði á sunnudag að líkneskin væru enn óskemmd en aðrir embættismenn hafa sagt að talibanar séu þegar byrjaðir að eyðileggja þau, meðal annars með sprengjum. Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, kvaðst í gær vona að hægt yrði að bjarga líkneskjunum. Talibanar segjast hafa mölv- að styttur í nokkrum söfnum í Afganistan frá því að Omar gaf tilskipunina út í vikunni sem leið. Omar sakaði breska ríkis- útvarpið BBC og fleiri vestræna fjölmiðla um að hafa hafið her- ferð gegn Kóraninum, trúarbók múslíma, og skoraði á múslíma í Afganistan og út um allan heim að styðja tilskipuna. „Ég bið múslíma Afganistans að hræðast ekki þrýsting heiðingj- anna og styðja þá ekki.“ Ágreiningur meðal Afgana Burhanuddin Rabbani, leið- togi afganskra andstæðinga Taliban-stjórnarinnar, for- dæmdi tilskipunina og lýsti henni sem tilræði við menning- ararf afgönsku þjóðarinnar. Íslamskir klerkar í Afgan- istan skoruðu hins vegar á Om- ar að hvika hvergi frá tilskip- uninni. Margir Afganar, þeirra á meðal nokkrir embættismenn Taliban-stjórnarinnar, eru þeirrar skoðunar að varðveita eigi stytturnar þar sem þær séu ekki lengur dýrkaðar. Nokkrir þeirra telja að verði fallið frá tilskipuninni geti það leitt til klofnings í Taliban-hreyfing- unni. Leiðtogi Taliban ver tilskipun sína um líkneskin Reuters Búddha-munkur í Bombay kveikir í eftirmynd Mohammads Om- ars, leiðtoga Taliban, til að mótmæla tilskipun hans um að allar styttur í Afganistan verði eyðilagðar, m.a. forn Búddha-líkneski. Kabúl. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.