Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 55 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Netverslun - www.isold.is Hjóla- Heildarlausnir fyrir fyrirtækið skápar Hámarksnýting rýmis Á FUNDI um mál- efni Reykjavíkurflug- vallar í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 18. febrúar síð- astliðinn lýsti sá sem þetta ritar afstöðu Flugmálastjórnar til nokkurra þeirra kosta, sem verið hafa til um- fjöllunar á undanförn- um mánuðum varðandi framtíð flugvallarins. Eitthvað virðist þetta hafa farið fyrir brjóstið á Agli Helgasyni og Merði Árnasyni, sem hafa ráðist að undirrit- uðum af nokkru offorsi. Tvær ástæður virðast liggja að baki þessum viðbrögðum. Í fyrsta lagi sé óviðeigandi af flugmálastjóra að hafa einhverja skoðun á málefni, sem þeir telja að eigi alfarið að vera í höndum stjórnmálamanna. Hins vegar virðist afstaða Flugmála- stjórnar, sem lýst var í stuttu máli á fundinum, ekki falla í kramið hjá þeim félögum. Því sé best að ráðast að þeim, sem hana kynnir. Varðandi fyrra atriðið er það að segja, að eitt af hlutverkum Flug- málastjórnar Íslands er að veita stjórnvöldum og almenningi upplýs- ingar og ráðgjöf á sviði flugmála. Þetta kemur vel fram í 2. grein reglugerðar um Flugmálastjórn. Þar segir orðrétt: Stofnunin gefur út upplýsingar og gögn um flugsamgöngukerfið, flug- umferð og flugflutninga og veitir al- menningi, atvinnulífi og stjórnvöld- um ráðgjöf og þjónustu, þar sem sérþekking hennar kemur að notum, svo sem vegna skipulagsmála og mannvirkjagerðar. Því má segja, að Flugmálastjórn væri að bregðast skyldum sínum, ef stofnunin léti ekki í ljós afstöðu sína varðandi eins mikilvægt mál og framtíð miðstöðvar innanlandsflugs- ins er fyrir flugsamgöngukerfið. Reykjavíkurborg leitaði reyndar eft- ir þátttöku Flugmálastjórnar í þeirri vinnu, sem fram hefur farið á und- anförnum mánuðum vegna atkvæða- greiðslu um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Aðstoðarmaður borgarstjóra óskaði eftir því, að flugmálastjóri væri einn framsögu- manna á framangreindum fundi, væntanlega með það í huga. Þessi samvinna er ekki ný af nálinni því stofnunin hefur átt mikið og gott samstarf við embættismenn og kjörna fulltrúa borgarinnar um mál- efni Reykjavíkurflugvallar um langt árabil. Þetta samstarf hefur verið mjög umfangsmikið á síðastliðnum fimm árum og m.a. falist í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir flugvallar- svæðið og úttekt Hagfræðistofnunar Háskólans á þjóðhagslegri hag- kvæmni flugvallarins. Sú skipu- lagsvinna, sem fram hefur farið á undanförnum mánuðum á vegum Flugmálastjórnar, er í rökréttu framhaldi af þessu samstarfi. Mark- mið hennar er fyrst og fremst að kanna helstu skipulagskosti vegna nýrrar samgöngumiðstöðvar á flug- vallarsvæðinu, sem er í undirbúningi samkvæmt ákvörðun samgönguráð- herra, auk þess að bæta ástand og ásýnd flugvallarins og nýta betur landið umhverfis hann. Hvað varðar kostina, sem fram hafa komið um framtíðarmiðstöð innanlandsflugsins, þá hefur það lengi verið afstaða Flugmálastjórnar og Flugráðs að aðeins tveir raun- hæfir kostir séu í stöðunni. Annað- hvort sé um að ræða að halda áfram rekstri Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni eða flytja þessa mið- stöð til Keflavíkurflugvallar. Miklar athuganir, sem fram hafa farið á vegum samvinnunefndar um svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins hafa ekki leitt neitt í ljós, sem gefur tilefni til að breyta þessari afstöðu. Flugvöllur í Hvassa- hrauni, sem mörgum hefur orðið tíðrætt um, kemur fyllilega til greina sem flugvöllur fyrir kennsluflug, einkaflug og annað flug léttra flugvéla. Reyndar hefur nú um nær tveggja ára skeið verið unnið á vegum Flugmálastjórnar að athugunum á flugvall- arstæði fyrir æfingar- flug í Afstapahrauni, sem er í næsta ná- grenni Hvassahrauns. Til flugvallar af þessu tagi eru hins vegar gerðar allt aðrar kröfur varðandi nýtingu en til miðstöðvar innan- landsflugsins. Slík miðstöð verður helst að vera opin, ef á annað borð gefur veður til flugs til einhvers áfangastaðar úti á landsbyggðinni. Flest bendir til þess, að flugvöllur í Hvassahrauni geti ekki uppfyllt þær kröfur, sem gera verður til þessarar miðstöðvar. Þetta álit byggist ekki aðeins á flugprófunum, sem gerðar voru fyrir þremur ára- tugum, og leiddu í ljós, að flugvöllur í Kapelluhrauni, sem er á næsta leiti við Hvassahraun, mundi hafa mun lægra nýtingarhlutfall en Reykja- víkurflugvöllur. Útreikningar, sem gerðir voru af þýskum sérfræðing- um á vegum samvinnunefndarinnar, sýna að flugvöllur í Hvassahrauni mundi hafa 1,5% lægra nýtingar- hlutfall en Reykjavíkurflugvöllur vegna hliðarvinds og lenda neðan þeirra marka, sem miðað er við sam- kvæmt alþjóðlegum kröfum. Fyrr- nefndar flugprófanir leiddu í ljós, að þessi munur mundi aukast um a.m.k. 1,5% til viðbótar vegna minna skyggnis og lægri skýjahæðar, enda er Hvassahraun um 40 metrum hærra yfir sjávarmáli en Reykjavík- urflugvöllur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til ókyrrðar í lofti, sem samkvæmt framangreindum flug- prófunum og reynslu fjölda flug- manna mundi takmarka flug á þessu svæði mun oftar en á Reykjavíkur- flugvelli. Þá er fullkominn flugvöllur í Hvassahrauni með tilheyrandi að- flugs- og fráflugsleiðum svo nálægt Keflavíkurflugvelli og afstaða flug- brautanna með þeim hætti, að um- ferð flugvéla í blindflugi til og frá þessum tveimur flugvöllum mundi oft valda gagnkvæmum truflunum og meðfylgjandi seinkunum á flug- taki og lendingu, þegar vindur er austanstæður eða vestlægur. Einnig má draga í efa að skynsamlegt væri að fara út í svo mikla fjárfestingu, sem bygging nýs innanlandsflugvall- ar útheimtir, þegar fullkomnasti flugvöllur landsins er innan við 20 mínútna aksturstíma frá Hvass- ahrauni. Þessi tími mun væntanlega styttast nokkuð með tilkomu tvö- faldrar Reykjaneshraðbrautar. Í þessu sambandi má geta þess, að hinn nýi flugvöllur mundi kosta a.m.k. 7 milljarða króna. Til sam- anburðar þá eru allar fjárfestingar íslenska ríkisins í flugvöllum á Ís- landi (utan Keflavíkurflugvallar) í meira en hálfa öld metnar á um 10 milljarða króna á verðlagi ársins 2000. Afstaða Flugmálastjórnar til hinna ýmsu valkosta vegna framtíð- armiðstöðvar innanlandsflugsins var tíunduð í skýrslu, sem samvinnu- nefnd um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins sendi borgarstjórn Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þar kemur m.a. fram, að stofnunin telji flugvöll sunnan Hafnarfjarðar (síðar kenndan við Hvassahraun) „ekki fýsilegan kost fyrir framtíð- armiðstöð innanlandsflugsins“ af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar. Sú afstaða, sem lýst var á ráðhússfundinum 18. febrúar síðast- liðinn, var því ekki annað en árétting á því mati, sem flugmálayfirvöld höfðu áður komið á framfæri við borgaryfirvöld og höfðu verið birt opinberlega í framangreindri skýrslu samvinnunefndarinnar. Hlutverk og skyldur Flugmálastjórnar Þorgeir Pálsson Höfundur er flugmálastjóri. Flugvallarmál Flugmálastjórn væri að bregðast skyldum sínum, segir Þorgeir Pálsson, ef stofnunin léti ekki í ljós afstöðu sína varðandi eins mik- ilvægt mál og framtíð miðstöðvar innanlands- flugsins er fyrir flug- samgöngukerfið. annan hvern miðvikudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.