Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 58

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 58
UMRÆÐAN 58 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á Landakotstúninu spölkorn vestur af Kristskirkju, í jaðri skólaþyrpingarinnar sem þar hefur verið byggð upp á undan- förnum árum, stendur gamla kirkjuhúsið, forveri núverandi kirkju, nokkurs konar móðir hennar, og hef- ur um árabil gegnt hlutverki íþróttahúss og verið kennt við ÍR. Sú bygging var upp- haflega reist 1897 nokkru vestar en hún er nú, nálægt þeim stað þar sem Krists- kirkja stendur. Húsið var þá prýtt stórum gluggum, m.a. á gafli yfir altari, turn var yfir miðju þaki með kirkjuklukkum og þaðan var kallað til tíða. Þegar nýja kirkjan var reist rúmum 30 árum síðar þurfti að færa gamla húsið til og það var því dregið á keflum upp hæðina og sett þar á nýjan steyptan kjallara, þar sem það stendur nú. Klætt var yfir klæðningar þess og burðarvirki að innan með krossviðarklæðningu og húsið tekið í notkun sem íþróttahús og hefur gegnt því hlutverki þar til á árinu sem leið. Húsið er í öllum að- alatriðum enn í prýði- legu ástandi. Klæðn- ingar og allur frá- gangur þess að utan hefur látið á sjá af mikilli notkun, sem eðlilegt er. Hið innra er húsið stráheilt og burðarvirki þess sem nýtt, það er mjög vel viðað með sérstæðum frágangi við sperru- enda og hefur það gef- ið salnum fallegt yf- irbragð. Eins og málin standa nú þrengir þetta hús að frekari þróun og uppbyggingu skólans, að- koman að honum er erfið á blá- horni mikillar umferðargötu. Því liggur ljóst fyrir að húsinu þarf að finna annan stað. Í því efni hafa ýmsir kostir verið ræddir. Fyrir nokkrum árum var sett fram tillaga um flutning á húsinu aftur nær sínum fyrri stað austar á Landakotshæðinni, sbr. ljósmynd af líkani sem hér fylgir. Með því móti gat margt unnist: Minningu og sögu safnaðar og húss væri sýnd virðing og sómi með því að kirkjuhúsið gamla fengi nýtt hlutverk nálægt sínum fyrri stað. Losað yrði um rými á lóð skólans við umferðarhornið og tækifæri skapaðist til nýrrar skipulagningar þar. Fyrir framan Kristskirkju yrði myndað skemmtilegt rými, nokk- urs konar kirkjutorg sem tengdi saman gömlu kirkjuna til annarrar handar og prestsbústaðinn og skól- ann til hinnar. Fallegt heildstætt skipulag kirkju, safnaðarheimilis og skóla. Tillögu þessa gerði Knút- ur Jeppesen arkitekt. Tillagan hefur þó ekki náð fram að ganga, kannski orðið hornreka í málarekstri um eignarhald á hús- inu og skyldur og rétt í því samb- andi sem er ekki efni þessarar greinar. Niðurstaða þess hefur hins veg- ar orðið sú að við blasir flutningur hússins á óvissan stað. Til þess er þessi greinarstúfur skrifaður að vekja athygli á þessu litla máli á ný, sem gæti þó haft svo augljósa farsæla og einfalda lausn, og til að hvetja af einlægni til þess að ráðamenn þessara hluta taki höndum saman og finni leiðina að henni. Húsinu þarf að sjálfsögðu að finna nýtt hlutverk, en varla verð- ur það að vandamáli, söfnuður kirkjunnar, íbúasamtökin, félög og klúbbar gætu náð samkomulagi við eiganda eða rekstraraðila, söng- hópar, leikhópar, litlar sýningar o.s.frv. Möguleikarnir eru legio. Ágætu borgaryfirvöld, forsvars- menn kirkjunnar í Landakoti og aðrir sem að þessu máli geta kom- ið: Látið nú ekki þetta tækifæri til að leysa einfaldan hlut renna ykkur úr greipum. Um örlög eins húss vestur í bæ Stefán Örn Stefánsson Húsvernd Ljóst liggur fyrir að húsinu þarf að finna annan stað, segir Stefán Örn Stefánsson. Í því efni hafa ýmsir kostir verið ræddir. Höfundur býr vestur í bæ. Ljósmynd af líkani á Borgar- skipulagi: Guðmundur Ingólfs- son / Ímynd. AF FRAMSÝNI og stórhug byggðu Hafn- firðingar hjúkrunar- og dvalarheimilið Sól- vang fyrir hálfri öld og völdu til þess sólríkan og friðsælan stað sem mótast af Læknum og hraunjaðrinum með Hamarinn og höfnina í sjónmáli. Hinn aldni og/eða sjúki Hafnfirð- ingur sem kom til að dvelja á Sólvangi hafði öll þessi höfuð kenni- leiti sem hann hafði búið svo lengi við í sjónmáli yrði honum litið út um stofuglugg- ann sinn. Fyrir réttum tíu árum fannst nokkrum bæjarfulltrúum að tími væri kominn til að halda þróuninni áfram. Í Sunnuhlíð í Kópavogi höfðu verið byggðar íbúðir fyrir aldraða með nýstárlegum hætti. Þetta þótti bæjarfulltrúunum mjög athyglis- vert og félagsmálaráði var falið að gangast fyrir stofnun áhugamanna- sveitar til að hrinda verkinu í fram- kvæmd hvað gert var. Verkalýðs- félög, þjónustuklúbbar og áhugamanna félög tóku höndum saman og stofnuðu Öldrunarsam- tökin Höfn. Þau hrifust af þeim yf- irlýsta vilja og ásetningi bæjaryfir- valda í Hafnarfirði að ætla að helga Sólvangssvæðið þjónustu við aldr- aða Hafnfirðinga. Menn sáu glöggt hversu snjallt var að tengja saman hjúkrunarheimili, heilsugæslu og íbúðarsvæði aldraðra. Þetta hefur einnig verið mat bæj- aryfirvalda, þegar þau fólu samtökunum að gera skipulagstillögur um byggingu íbúða fyrir aldraða á Sól- vangssvæðinu, tillögur sem síðar voru sam- þykktar af skipulags- yfirvöldum. Viðhorf bæjaryfirvalda var enn frekar staðfest, þegar Öldrunarsamtökunum Höfn var falin umsjá og eftirlit með öllum framkvæmdum á svæðinu, með sérstakri samþykkt bæjar- stjórnar og bréfi til Hafnar um það efni. Nú er öldin önnur! Með nýjum herrum koma nýir siðir og ný viðhorf. Friðsældin og kyrrðin sem Sólvangsbúar hafa búið við skal rofin. Skólavöllur með nokkrum hundruðum af börnum og unglingum á að koma upp undir vegg á Sólvangi og skerða það svæði verulega sem Sólvangur hefur nú. Orð skulu ekki standa. Þær skipu- lagstillögur sem samþykktar höfðu verið og þau fyrirheit sem höfðu verið gefin um að svæðið yrði helgað öldruðum Hafnfirðingum er nú lýst markleysa. Og hvers vegna? Jú, það gleymdist að gera ráð fyrir í skipu- lagi nægu rými fyrir nýjan skóla svo hægt væri að rýma Lækjarskóla er svarið. Þeirri miklu umferð sem verður vegna skólans skal nú beint inn á Sólvangsveg til mikilla óþæg- inda fyrir aldna íbúa þessa svæðis. Börn og unglingar nota eðlilega skólaleikvelli fyrir utan skólatíma. Því fylgir mikill hávaði langt fram eftir kvöldum sem verður Sól- vangsbúum til verulegra óþæginda. Ekki verður hægt að byggja fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraða sam- kvæmt hugmyndum Öldrunarsam- takanna Hafnar á Sólvangssvæðinu. Ef svo er þá er mál að vakna Grundvöllur lýðræðisins er að borgarar setji sig inn í mál og hafi skoðanaskipti við þá sem þeir völdu til að stjórna. Í þínu tilfelli þinn bæj- arfulltrúa. Á næstu dögum gefst tækifæri til að skoða málið á skipu- lagsuppdráttum, setja sig inn í þau skoðanaskipti sem fram fara og fella eigin dóm. Ef þú telur rétt að ganga á gefin loforð um friðsæla vin fyrir aldraða Hafnfirðinga á Sólvangs- svæðinu, ef þú telur rétt að valda Sólvangsbúum verulegum óþægindum með hávaða, stórauk- inni umferðar og slysahættu og ef þú telur rétt að leysa vandamál eins hóps með því að ganga á gefin loforð við annan þá er þér óhætt að sofa áfram. Ef ekki, þá er mál að vakna og skoða málin ofan í kjölinn og hafa áhrif á gang mála. Hafnfirðingur, sefur þú? Haukur Helgason Skipulagsmál Grundvöllur lýðræðisins er að borgarar setji sig inn í mál, segir Haukur Helgason, og hafi skoð- anaskipti við þá sem þeir völdu til að stjórna. Höfundur er stjórnarformaður Sólvangs, formaður félagsmálaráðs Hafnarfjarðar þegar Öldrunar- samtökin Höfn voru stofnuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.