Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 59

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 59 EITT mesta hitamálið í Skaga- firði nú er lokun pósthúsanna á Hofsósi og í Varmahlíð. Þetta er gert í nafni „hagræðingar“ sem felst í skertri þjónustu og uppsögnum starfsfólks. Íbúar í Skagafirði hafa mótmælt þessum gjörningi bæði með undirskriftum og með ályktun á fjölmennum fundi á Hofsósi 21. febrúar. Þar mættu tveir fram- kvæmdastjórar Íslandspósts hf. og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sín- um í málinu. Hver ber ábyrgð og hverjir ráða? Stefna og markmið stjórnar Ís- landspósts hf. virðast mjög óráðin, einkum hvað varðar þjónustuskyld- ur fyrirtækisins. Þannig er óljóst hver ber ábyrgð á ráðstöfunum sem leiða til skertrar þjónustu. Það mat kom fram hjá fulltrúum Íslands- pósts hf. á fundinum á Hofsósi, að þessar ráðstafanir kæmu stjórn fyr- irtækisins ekkert við. Það gengur þvert á orð samgönguráðherra, sem hefur vísað til ábyrgðar stjórnarinn- ar. Framkvæmdastjórar Íslands- pósts hf. hafa heldur ekki treyst sér til þess að staðfesta að stjórn fyr- irtækisins, eða samgönguráðherra, yfirmanni póstþjónustunnar í land- inu, hafi verið kynntir allir þættir þessa máls. Einnig er vafamál hvort Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið upplýst um alla þætti málsins, en hún skal hafa umsjón með póst- málum á landinu og eftirlit með framkvæmd laga og reglna um póst- þjónustu. Ferill ákvörðunartöku og umboð til breytinga eru því fullkom- lega óljós. Ekkert samráð virðist hafa verið haft við heimamenn, hvorki sveitarstjórn Skagafjarðar né íbúa á viðkomandi þjónustusvæðum. Einnig er fullkomlega óljóst hvort mótmæli og undirskriftir heima- manna hafa nokkurn tíma verið kynntar fyrir stjórn Íslandspósts hf. Póst- og fjarskiptastofnun ber að setja fram gæðakröfur sem ná til póstþjónustu í landinu varðandi móttöku, dreifingu, öryggi póstsend- inga og allan aðbúnað. Jafnframt er skylda sömu stofnunar að fram- fylgja slíkum reglum. Trúnaðarskylda póstsins Mikilvægt er að það liggi fyrir með skýrum hætti að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi fjallað um og samþykkt þær skerðingar á gæðum þjónustu sem nú standa til í Skaga- firði. Það er einnig fullljóst að sam- gönguráðherra er yfirmaður Ís- landspósts hf. og eftirlitsaðilans, Póst- og fjarskiptastofnunar, og ber því ábyrgð á gerðum þeirra beggja. Póstþjónustunni ber samkvæmt lög- um að sýna viðskiptavinum sínum fullan trúnað bæði í póstmóttöku og dreifingu. Sú trúnaðarskylda starfs- fólksins helst eftir að það hættir störfum. Með þessu er krafist öllu meira af afgreiðslufólkinu en í venjulegri búðar- og bensínaf- greiðslu. Hver er ímynd Íslandspósts hf.? Svo virðist að með hlutafélaga- væðingu mikilvægrar almennings- þjónustu eins og póstþjónustu hafi verið búinn til einhver óskapnaður sem enginn virðist geta ráðið við eða gert kröfur til. Ákvörðunartökur fyrirtækisins virðast ekki vera á ábyrgð neins sérstaks aðila þó að yf- ir henni sé bæði stjórn og ráðherra samgöngumála sem æðsti yfirmað- ur. Einnig virðist sem allt kapp sé lagt á að fyrirtækið verði sem selj- anlegast þegar einkavæðingarskref- ið verður stigið til fulls. Þá er nauð- synlegt að vera búinn að losa sig við ýmsa óarðbæra skanka sem óvíst er að gefi beinan peningalegan hagnað. Í lögum um póstþjónustu (IX kafla) stendur að hluti hennar megi vera óarðbær, en þá komi til jöfnunar- gjald frá Póst- og fjarskiptastofnun. Í þessu máli vanmetur Íslandspóst- ur hf. einu sinni enn mikilvægi góðr- ar ímyndar varðandi þjónustu og viðskiptavild. Það er loks umhugsunarvert að það eru einungis konur sem missa vinnuna við þessa breytingu. Þær hafa fengið hól fyrir góða þjónustu og trúmennsku í starfi, en hlaupa ekki auðveldlega í önnur störf, þau eru einfaldlega ekki fyrir hendi á þeirra búsetusvæði. Þetta er dæmi- gert fyrir „hagræðinguna“ sem virð- ist kjörorð Íslandspósts í dag. Íbúar Skagafjarðar horfa nú á lokun póst- húsa sinna, uppsagnir starfsfólks og skerta þjónustu. Þeir hefðu frekar viljað sjá Ís- landspóst hf. beita styrk sínum til efling- ar atvinnulífi og byggð. Sú spurning er áleitin hvaða frum- kvæði sveitarstjórn Skagafjarðar hefur haft til að verja póst- húsin, þjónustuna og þau störf sem eru í húfi í héraðinu. Það er einnig spurning hvort Kaupfélag Skagfirð- inga, sem hefur sóst eftir að ná leif- um þeirrar póstþjónustu sem eftir verður á Hofsósi og í Varmahlíð, hafi beitt styrk sínum og afli í þá átt að verja póst- húsin og störfin sem munu hverfa. Með sameiginlegu átaki sveitarstjórnar Skagafjarðar, Kaup- félags Skagfirðinga og íbúa héraðsins er enn hægt að afturkalla lokun pósthúsanna og upp- sagnir starfsfólksins. Örlög þessa máls eru nú í höndum samgöngu- ráðherra, æðsta yfir- manns póstþjónustunn- ar í landinu. Vonir íbúanna eru þær að hann beiti valdi sínu og afturkalli þessar ákvarðanir. Uppfyllir Íslandspóstur hf. þjónustuskyldur sínar? Valgeir Bjarnason Póstþjónusta Íbúar Skagafjarðar horfa nú á lokun pósthúsa sinna, segir Valgeir Bjarnason, uppsagnir starfsfólks og skerta þjónustu. Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.