Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 59 EITT mesta hitamálið í Skaga- firði nú er lokun pósthúsanna á Hofsósi og í Varmahlíð. Þetta er gert í nafni „hagræðingar“ sem felst í skertri þjónustu og uppsögnum starfsfólks. Íbúar í Skagafirði hafa mótmælt þessum gjörningi bæði með undirskriftum og með ályktun á fjölmennum fundi á Hofsósi 21. febrúar. Þar mættu tveir fram- kvæmdastjórar Íslandspósts hf. og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sín- um í málinu. Hver ber ábyrgð og hverjir ráða? Stefna og markmið stjórnar Ís- landspósts hf. virðast mjög óráðin, einkum hvað varðar þjónustuskyld- ur fyrirtækisins. Þannig er óljóst hver ber ábyrgð á ráðstöfunum sem leiða til skertrar þjónustu. Það mat kom fram hjá fulltrúum Íslands- pósts hf. á fundinum á Hofsósi, að þessar ráðstafanir kæmu stjórn fyr- irtækisins ekkert við. Það gengur þvert á orð samgönguráðherra, sem hefur vísað til ábyrgðar stjórnarinn- ar. Framkvæmdastjórar Íslands- pósts hf. hafa heldur ekki treyst sér til þess að staðfesta að stjórn fyr- irtækisins, eða samgönguráðherra, yfirmanni póstþjónustunnar í land- inu, hafi verið kynntir allir þættir þessa máls. Einnig er vafamál hvort Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið upplýst um alla þætti málsins, en hún skal hafa umsjón með póst- málum á landinu og eftirlit með framkvæmd laga og reglna um póst- þjónustu. Ferill ákvörðunartöku og umboð til breytinga eru því fullkom- lega óljós. Ekkert samráð virðist hafa verið haft við heimamenn, hvorki sveitarstjórn Skagafjarðar né íbúa á viðkomandi þjónustusvæðum. Einnig er fullkomlega óljóst hvort mótmæli og undirskriftir heima- manna hafa nokkurn tíma verið kynntar fyrir stjórn Íslandspósts hf. Póst- og fjarskiptastofnun ber að setja fram gæðakröfur sem ná til póstþjónustu í landinu varðandi móttöku, dreifingu, öryggi póstsend- inga og allan aðbúnað. Jafnframt er skylda sömu stofnunar að fram- fylgja slíkum reglum. Trúnaðarskylda póstsins Mikilvægt er að það liggi fyrir með skýrum hætti að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi fjallað um og samþykkt þær skerðingar á gæðum þjónustu sem nú standa til í Skaga- firði. Það er einnig fullljóst að sam- gönguráðherra er yfirmaður Ís- landspósts hf. og eftirlitsaðilans, Póst- og fjarskiptastofnunar, og ber því ábyrgð á gerðum þeirra beggja. Póstþjónustunni ber samkvæmt lög- um að sýna viðskiptavinum sínum fullan trúnað bæði í póstmóttöku og dreifingu. Sú trúnaðarskylda starfs- fólksins helst eftir að það hættir störfum. Með þessu er krafist öllu meira af afgreiðslufólkinu en í venjulegri búðar- og bensínaf- greiðslu. Hver er ímynd Íslandspósts hf.? Svo virðist að með hlutafélaga- væðingu mikilvægrar almennings- þjónustu eins og póstþjónustu hafi verið búinn til einhver óskapnaður sem enginn virðist geta ráðið við eða gert kröfur til. Ákvörðunartökur fyrirtækisins virðast ekki vera á ábyrgð neins sérstaks aðila þó að yf- ir henni sé bæði stjórn og ráðherra samgöngumála sem æðsti yfirmað- ur. Einnig virðist sem allt kapp sé lagt á að fyrirtækið verði sem selj- anlegast þegar einkavæðingarskref- ið verður stigið til fulls. Þá er nauð- synlegt að vera búinn að losa sig við ýmsa óarðbæra skanka sem óvíst er að gefi beinan peningalegan hagnað. Í lögum um póstþjónustu (IX kafla) stendur að hluti hennar megi vera óarðbær, en þá komi til jöfnunar- gjald frá Póst- og fjarskiptastofnun. Í þessu máli vanmetur Íslandspóst- ur hf. einu sinni enn mikilvægi góðr- ar ímyndar varðandi þjónustu og viðskiptavild. Það er loks umhugsunarvert að það eru einungis konur sem missa vinnuna við þessa breytingu. Þær hafa fengið hól fyrir góða þjónustu og trúmennsku í starfi, en hlaupa ekki auðveldlega í önnur störf, þau eru einfaldlega ekki fyrir hendi á þeirra búsetusvæði. Þetta er dæmi- gert fyrir „hagræðinguna“ sem virð- ist kjörorð Íslandspósts í dag. Íbúar Skagafjarðar horfa nú á lokun póst- húsa sinna, uppsagnir starfsfólks og skerta þjónustu. Þeir hefðu frekar viljað sjá Ís- landspóst hf. beita styrk sínum til efling- ar atvinnulífi og byggð. Sú spurning er áleitin hvaða frum- kvæði sveitarstjórn Skagafjarðar hefur haft til að verja póst- húsin, þjónustuna og þau störf sem eru í húfi í héraðinu. Það er einnig spurning hvort Kaupfélag Skagfirð- inga, sem hefur sóst eftir að ná leif- um þeirrar póstþjónustu sem eftir verður á Hofsósi og í Varmahlíð, hafi beitt styrk sínum og afli í þá átt að verja póst- húsin og störfin sem munu hverfa. Með sameiginlegu átaki sveitarstjórnar Skagafjarðar, Kaup- félags Skagfirðinga og íbúa héraðsins er enn hægt að afturkalla lokun pósthúsanna og upp- sagnir starfsfólksins. Örlög þessa máls eru nú í höndum samgöngu- ráðherra, æðsta yfir- manns póstþjónustunn- ar í landinu. Vonir íbúanna eru þær að hann beiti valdi sínu og afturkalli þessar ákvarðanir. Uppfyllir Íslandspóstur hf. þjónustuskyldur sínar? Valgeir Bjarnason Póstþjónusta Íbúar Skagafjarðar horfa nú á lokun pósthúsa sinna, segir Valgeir Bjarnason, uppsagnir starfsfólks og skerta þjónustu. Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.