Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 65

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 65
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 65 Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10:30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegis- verður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Opinn fundur tólf sporanna í kvöld kl. 19. í neðri safnaðarsalnum. Hið andlega ferðalag tólf sporanna er leið til að bæta andlega og líkamlega líðan með bænina að leiðarljósi. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í há- degi kl. 12:10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguð- sþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja: Fermingarfræðsla kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 20. Mat og matur. Kristin mystík kl. 20. Námskeið Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum greinir frá nýlegri rann- sókn á aðstæðum þeirra sem minnst mega sín í samfélagi okkar. Umræð- ur um hlutverk kirkjunnar og Rauða krossins í samfélaginu. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðar- stund þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar og sr. Bjarni Karls- son flytur Guðs orð og bæn. Fyr- irbænaþjónusta kl. 21:30 í umsjá bænahóps kirkjunnar. Langholtskirkja. Þriðjudagar 6. mars. Langholtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Endurminningafundur karla kl. 14 - 15.30. Nærhópur um úrvinnslu sorg- ar hittist kl. 20 í Guðbrandsstofu. Neskirkja: Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16:30– 18. Stjórnandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorg- unn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík: Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552 7270 og fá bænarefnin skráð. Safn- aðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bænastund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega vel- komnir til þátttöku. Árbæjarkirkja: Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Hjúkr- unarfræðingur kemur í heimsókn. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11:20. Kirkjustarf aldraðra fer í heimsókn í Hjallakirkju að leikfimi lokinni. Samvera, léttur málsverður og kaffi. Æskulýðsstarf KFUK og Digraneskirkju fyrir 10–12 ára stúlkur kl. 17:30. Fella- og hólakirkja: Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyrir eldri borgara kl. 13:30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. „Kirkju- krakkar“ í Engjaskóla kl. 18–19, fyr- ir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja: Foreldramorgnar. Opið hús kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja: Aftansöngurog fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja: Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja: Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja: Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili, Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Fundur hjá kirkjukrökkum kl. 17.15–18.15. Safnaðarheimilið opnað kl. 17. Keflavíkurkirkja: Kirkjulundur op- inn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteig. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur kl. 14.10– 16.25 í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja: Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja: TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg: NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði: NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Ytri–Njarðvíkurkirkja: TTT-starf í dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og undirleikari er Tune Solbakke. Starfið er ætlað börnum 10 til 12 ára. Þorlákskirkja: Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum: Kl. 16:30 Kirkjuprakkarar, Sigurlína Guðjónsdóttir leiðir ásamt leiðtog- um. Hvammstangakirkja: Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 á Hrakhólum. Krossinn: Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Boðunarkirkjan: Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar, Lærum að merkja Biblíuna, kl. 20 miðvikudags- kvöld. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir. Efni hvers kvölds er sjálfstætt og því hægt að byrja hvenær sem er. Biblían verður aðgengilegri. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð: Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Selfosskirkja: Foreldramorgunn miðvikudaginn 7. mars kl. 11. Í heimsókn kemur Þórey Eyþórsdótt- ir talmeinafræðingur og fjallar um máltöku barna. Foreldrar eru vel- komnir með börn sín. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía: Sam- vera eldri borgara kl. 15. Allir vel- komnir. KEFAS, kristið samfélag: Bæna- stund og brauðsbrotning kl. 20:30. Safnaðarstarf Laugarneskirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.