Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 75

Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 75 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert duglegur við að þoka málum þínum áfram og þrautseigja þín bjargar þér oftar en ekki í mark. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. En reiknaðu með ýmsum ljónum í veginum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að leita samkomu- lags við vinnufélaga þinn svo að misskilningur ykkar í millum endi ekki í tómum leiðindum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú mátt ekki missa sjónar á lokatakmarkinu, þótt eitt og annað komi upp á og krefjist athygli þinnar um skeið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki stíga þér til höfuðs þótt þér takist að koma máli þínu í höfn. En hagstæð úrslit hvetja þig til frekari dáða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þeir eru margir sem sækj- ast eftir nærveru þinni svo þú skalt umfram allt hafa stjórn á skapi þínu, ef þú vilt félagsskapinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er eins og ekkert gangi upp hjá þér í dag. En misstu ekki móðinn, bíddu bara þar til lánið leikur við þig á ný. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leiðindaþrætur geta vald- ið þér efiðleikum í dag. Þegar þig langar til að leggja orð í belg, skaltu því halda aftur af þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert alltaf að ganga í vatnið. Ein leið til að forð- ast það er að muna að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðalag er alltaf skemmtilegt og upplífg- andi. Bara tilhugsunin get- ur bjargað deginum, ef ekki vill betur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það fer bezt á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Láttu vinnufélagana engin áhrif hafa á slíka ákvörðun þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er svo oft að við búum sjálf yfir þeim svörum, sem við leitum helzt. Gefðu þér góðan tíma til íhugun- ar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Erfiðar fréttir berast, en það er umfram allt að taka þeim af karlmennsku og reyna að sjá broslegu hlið- arnar á tilverunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla VÖRNIN reynir á – það vita spilarar vel. Fyrstu slagirnir eru mikilvægastir og ekki síst útspilið. En séu menn svo heppnir að halda á ÁK í lit er oftast best að byrja þar og fá upp blindan. Lesandinn er í vestur í tvímenningi. NS eru á hættu í þremur lauf- um og það gæti verið nauðsynlegt að taka spilið tvo niður til að tryggja góða skor. Norður ♠ G84 ♥ 753 ♦ G7 ♣ K10865 Vestur ♠ 1065 ♥ ÁKG842 ♦ K10 ♣Á3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 1 hjarta 3 lauf Pass Pass Paasss Stökk norðurs í þrjú lauf er hrindrun og vestur passar mjög treglega og hefur síðan vörnina með hjartaás. Drottningin kem- ur frá makker, greinilega ein á ferð. Þar með aukast líkurnar á því að hægt sé að vinna þrjú hjörtu í AV og því mikilvægt að ná 200-kallinum í þremur laufum ef hann er fyrir hendi. Góð vörn byggist á tvennu: Rökvísi og skýrum varnarreglum. Vestur tek- ur næstu tvo slagi á KG í hjarta og makker hendir fyrst spaðaníu, síðan spaðatvisti. Það er hægt að nota margvíslegar reglur þegar kastað er fyrst í eyðu (spaðanían hér), en þetta par beitir þeirri ein- földu reglu að kalla eða vísa frá. Og nían er frávís- un í spaða (lá/há-köll), en tvisturinn er með „hliðar- kallsívafi“, eins og einn sleipur eftiráspilari komst að orði. En hvað á að gera í fjórða slag? Norður ♠ G84 ♥ 753 ♦ G7 ♣ K10865 Vestur Austur ♠ 1065 ♠ 9732 ♥ ÁKG842 ♥ D ♦ K10 ♦ D96532 ♣Á3 ♣D7 Suður ♠ ÁKD ♥ 1096 ♦ Á84 ♣G942 Makker á greinilega ekkert í spaða og ef hann héldi á tígulás myndi hann hreinlega kalla hraustlega í þeim lit. Spaðatvisturinn virðist þó benda til að hann eigi eitthvað nothæft í tígli, sennilega drottn- inguna. Síðan er að vona að makker sé með drottn- inguna í trompi líka. Og þá er eina vörnina til að tryggja það að spilið fari tvo niður þessi: Tígultíu er spilað í fjórða slag – ekki kóng, því vestur þarf að vera inni þegar búið er að taka tígulslaginn. Sagnhafi drepur væntanlega og spil- ar laufi með þeim ásetn- ingi að fara upp með kóng- inn (hann hefur ekki gleymt sögnum). En nú hoppar vestur upp með laufás, tekur tígulkóng og spilar hjarta. Makker fær þá sjötta slaginn á lauf- drottningu. Ekki beinlínis auðveld vörn, en falleg og rökrétt þegar litið er á heildar- myndina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 6. mars, er sjötugur Friðrik Lindberg Márusson, raf- eindavirkjameistari og yfir- deildarstjóri, Háaleitis- braut 40, Reykjavík. Hann og kona hans, Steinþóra Ingimarsdóttir, eru að heiman í dag. STAÐAN kom upp á of- urmótinu í Linares sem lýkur á morgun 7. mars. Erkifjendurnir Garry Kasparov (2849) og An- atoly Karpov (2679) áttust síðast við í kappskák á Las Palmas skákmótinu 1996. Síðan þá hafa þeir báðir þurft að horfa á eftir heimsmeistaratitlum sínum en eru engu að síður í hópi bestu skákmanna heims. Þetta á ekki síst við um hinn fyrrnefnda enda trón- ir hann í efsta sæti á hverju mótinu á fæt- ur öðru á meðan hinn vermir að jafnaði eitt af virðingar- minni sætun- um. Kasparov hafði hvítt í stöðunni gegn Anat- oly. 22.Bxd5! exd5 23.Hxd5 Dxc7 24.Bxc7 Hxc7 25.Hf5 Þó að svartur hafi þrjá létta menn fyrir drottningu er staða hans töpuð þar sem menn hans vinna mun verr saman en liðsher hvíts. Svartur reyndi 25...Hd7 en eftir 26.c3 f6 27.Hg1 Rd8 28.Dg4 Ke8 29.Hh5 Hf8 30.Hxc5! Bxc5 31.Dh5+ gafst hann upp saddur líf- daga. Í heild tefldist skák- in: 1.e4 c6 2.d4 d5 3.e5 Bf5 4.Rc3 e6 5.g4 Bg6 6.Rge2 Re7 7.Rf4 c5 8.dxc5 Rd7 9.h4 Rxe5 10.Bg2 h5 11.De2 R7c6 12.Rxg6 Rxg6 13.Bg5 Be7 14.gxh5 Rf8 15.Rb5 Rd7 16.h6 Rxc5 17.Bf4 Kf8 18.hxg7+ Kxg7 19.O-O-O Kf8 20.Kb1 a6 21.Rc7 Hc8 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Þú leggst í grasið Og eitt sinn muntu standa á víðum velli um vor og horfa inn í ljómann bjarta sem rís í bylgjum yfir fossi og felli – en fortíðin mun gráta í þínu hjarta og lágar stunur líða af vörum þér: ó lífsins vættir – fyrirgefið mér. – – – Og tár þín munu glitra um grænan baðminn sem grær við yl frá þínu nýja blóði og þú munt falla eins og lag að ljóði að landinu sem tekur þig í faðminn og þú munt eins og sorg í sál þess ríkja og segja: ég skal aldrei framar víkja. Og hrímhvít móðir alltaf söm við sig í sólskini þess dags mun blessa þig. Jóhannes úr Kötlum. Það er kominn tími til þess að þú farir fram á launa- hækkun. Það tekur mig bara hálftíma að eyða laun- unum þínum. COSPER Full búð af dönskum og þýskum sumarfatnaði Laugavegi 84 sími 551 0756 Námskeið í postulínsbrúðugerð Ný námskeið að hefjast í mars. Ath! Afsláttur fyrir hópa, 5-6 saman t.d. saumaklúbbinn. Brúðugerð Önnu Maríu, Garðsstöðum 64, símar 587 7064 og 861 7064. Sprogkonsulenttjenesten i Island Nordisk Ministerråd sprogprogram NORDMÅL Kennsluráðgjafinn í Norræna húsinu stendur fyrir námskeiðinu: Þjálfun og skilningur á dönsku talmáli. Á námskeiðinu, sem ætlað er almenningi, er lögð áhersla á þjálfun og skilning á dönsku talmáli. Samtalsæfingar verða unnar í tengslum við hlustun. Þátttakendur vinna saman ýmist tveir og tveir eða í stærri hópum. Kennt verður í fimm skipti 80 mínútur í senn, frá kl. 17.10-18.30. Fyrra námskeiðið verður dagana 12., 14., 16., 19., og 21. mars 2001. Seinna námskeiðið verður dagana 23., 25., 27., 30., apríl og 2. maí 2001. Námskeiðsgjald er 5.000 kr. Síðar verður einnig boðið upp á sambærileg námskeið í norsku og sænsku. Skráning og allar nánari upplýsingar veitir kennsluráðgjafi Norræna hússins, Kristín Jóhannes- dóttir, sími 551 70 30, netfang: kristinj@nordice.is AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum helgina 9.—11. mars. Aðgát, félagsráðgjafastofa, símar 551 5404, 581 1335 og netfang annaoli@mmedia.is. Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Kvartbuxur Kvartbuxurnar með uppábrotinu ert komnar. Ljósar og dökkar. Verð kr. 1.900.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.