Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 84

Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Borgar túni 37 Sími 569 7700 Reiknaðu með Fjármögnun Halldór Björnsson gekk á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra fyrir rúmri viku þar sem hann lagði fram „óskalista“. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er þar um að ræða atriði sem snerta yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út 10. mars í fyrra í tengslum við gerð kjarasamn- inga. Í þeirri yfirlýsingu lofaði rík- isstjórnin að skattleysismörk fylgdu launaþróun, tekjutenging barnabóta yrði minnkuð, greiðslur almanna- trygginga hækkuðu í takt við laun, fæðingarorlof yrði lengt og sérstök athugun yrði gerð á tekjuskattskerf- inu með tilliti til þess hvort skyn- samlegt væri að fjölga skattþrepum. Auk þess mun Halldór hafa lagt áherslu á að gerðar yrðu úrbætur í húsnæðismálum. Beðið eftir svari stjórnvalda „Ég hef ekki enn fengið svar frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar, en ef svarið er jákvætt vonast ég eft- ir að við getum komist að niður- stöðu,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst hafa bú- ist við svari í gær en reiknaði nú með að það kæmi í dag. Halldór sagði að í sjálfu sér tæki framkvæmdastjórn Starfsgreina- sambandsins ekki ákvörðun um hvort samningunum yrði sagt upp. Það væri launanefndarinnar að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu og ef það tækist ekki myndu menn skila hvorir sínu álitinu og í framhaldi af því yrði samningum væntanlega sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Þá gæti hugsan- lega komið til átaka á vinnumarkaði í haust. Launanefndin átti annars vegar að skoða verðlagsþróun og hins veg- ar kostnað við aðra kjarasamninga. Halldór sagði ljóst að neysluverðs- vísitala hefði þróast með þeim hætti frá því að samningarnir voru gerðir fyrir ári að ekki væri ástæða til þess að segja þeim upp af þeim sökum. Það væri hins vegar annað mál hvernig ætti að meta kostnað við kjarasamning kennara og óvíst hvort um það næðist samkomulag í nefnd- inni. „Ég held að aðilar reyni að leggja sig fram um að ná niðurstöðu. Það er ekki víst að allir verði ánægðir með hana, en ég held að menn vilji kom- ast út úr þessu máli sem fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Halldór. Líkur á samkomu- lagi í launanefndinni Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, hefur lagt tillögur í skatta- og velferðarmálum fyrir stjórnvöld HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og starfandi for- seti ASÍ, vonast eftir að samkomulag náist í launanefnd Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins og að ekki komi til þess að kjarasamningum verði sagt upp. Hann segir aðkomu ríkisstjórnarinnar að málinu geta þar ráð- ið miklu, en að hann sé þeirrar skoðunar að stjórnvöld hafi ekki staðið að fullu við yfirlýsingar sem gefnar voru í tengslum við gerð samninga sl. vor. Halldór segist vonast eftir svari frá ríkisstjórninni í dag og að hægt verði að ræða það á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins sem hefst í hádeginu. FRAMKVÆMDASTJÓRI Atlants- hafsbandalagsins, George Robertson lávarður, kom við á Keflavíkurflug- velli í gær á leið sinni vestur um haf og átti fund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra. Bæði Robertson og Davíð sögðust á blaðamannafundi ekki eiga von á breytingum á stöðu Íslands í varnar- kerfi NATO, þótt stjórnarskipti hafi orðið í Bandaríkjunum. Spurningu um það hvort nýleg ummæli Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að endurskoðun varnarmálastefnu Bandaríkjastjórn- ar kunni að fela í sér lokun herstöðva svaraði Robertson á þá leið að sér skildist þetta nánast eingöngu varða herstöðvar í Bandaríkjunum sjálfum. Hann vonaðist til þess að heyra meira um þetta á fundi sínum með Rums- feld og George W. Bush Bandaríkja- forseta síðar í vikunni. Davíð benti á, að þegar Rumsfeld lét fyrrgreind orð falla hefði hann tek- ið fram að hvert land sem aðild á að NATO myndi búa við „trúverðugar varnir“, hvað sem annars gerðist. „Ég tel að þetta hafi ekki áhrif á varnir Ís- lands,“ sagði Davíð. Robertson sagði það vera ljóst, að varnarstöðin í Keflavík þjónaði jafnt hagsmunum Bandaríkjanna, Íslands og bandalagsins í heild. Morgunblaðið/Golli George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, var fyrstur far- þega frá Bretlandseyjum í gær til að stíga á sótthreinsimottur sem kom- ið var fyrir í landganginum í Leifsstöð, þegar hann kom frá Glasgow með áætlunarvél Flugleiða. Mottunum er ætlað að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki, sem herjar á breskan landbúnað, berist til landsins. Býst ekki við breyt- ingum  Staða Íslands/43 Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO LOKA varð í gær einni skurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut, 12G sem er 22 rúma legudeild, vegna þess að fjölónæmar bakteríur fundust þar. Verður deildin sótthreinsuð til að koma í veg fyrir að bakteríurnar nái fótfestu á sjúkra- húsinu. Þetta þýðir að fresta verður nokkrum skurðaðgerðum á dag næstu daga en vart er búist við að deildin komist í gagnið fyrr en eftir tvær vikur. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar spítalans, segir lík- legt að bakterían hafi borist með sjúklingi erlendis frá. Fjölónæmar bakteríur, klasakokkar, valda heil- brigðu fólki ekki vandræðum en ber- ist þær til dæmis í skurðsár geta þær valdið ígerðum og sýkingum sem erf- itt er að meðhöndla. Karl segir að bakteríurnar séu landlægar á há- skólasjúkrahúsum í nágrannalöndun- um nema á Norðurlöndum og Hol- landi. Nái þær bólfestu eykst mjög kostnaður á sjúkrahúsum, m.a. vegna dýrari lyfjagjafar og tíðari einangr- unar. Fjögur tilfelli Fjölónæma bakterían fannst hjá sjúklingi fyrir nokkru sem legið hafði erlendis en leitað er slíkra baktería hjá sjúklingum sem koma erlendis frá. Segir Karl slík tilvik hafa komið upp áður og viðkomandi sjúklinga þá setta í einangrun. Í tilvikinu nú fannst ekkert við leit en þegar sjúklingurinn þurfti á sýklalyfjameðferð að halda kom bakterían í ljós og náði að breiðast út og uppgötv- aðist nýtt tilfelli síðastliðinn föstudag. Þá var farið í frek- ari leit og í gærmorgun höfðu fundist tvö tilfelli til viðbótar og þau eru því alls orðin fjögur. „Þá var ekki hægt að úti- loka að þetta væri komið í umhverfið eða starfsmenn og því vildum við ekki taka neina áhættu með frekari útbreiðslu og ákváðum að loka deildinni og sótt- hreinsa,“ segir Karl en til þess að það sé unnt verður að loka deildinni. Nokkrir sjúklingar hafa verið út- skrifaðir, aðrir verða fluttir á aðrar deildir ef bakterían ræktast ekki frá þeim en Karl segir líklegt að setja verði einn eða tvo sjúklinga í einangrun. Deildin þvegin og sótthreinsuð Karl segir að þvo þurfi alla deildina hátt og lágt og sótthreinsa en auk þess taka ræktanir frá sjúklingum og starfsfólki deildarinnar og öðru starfsfólki sem gæti hafa sinnt sjúk- lingum þar. Eftir þvott og sótthreins- un þarf aftur að taka ræktanir í um- hverfinu til að fá vissu fyrir því að hreinsunin hafi alveg tekist. Jónas Magnússon, prófessor og sviðsstjóri skurðlækningasviðs, segir að þar sem ein af legudeildum skurðdeildar taki ekki við sjúklingum í bili verði að hægja á starfsemi á skurðstofum með því að fresta valaðgerðum. Skurðdeild á Landspítala lokað tímabundið vegna fjölónæmra baktería Reynt að koma í veg fyrir að bakteríurnar nái fótfestu Óviðkomandi er bannaður aðgangur að deild 12G þar sem hún er í einangrun. EITT af lendingarhjólum einnar af Boeing 757-200-vélum Flugleiða losnaði af í flugtaki í Verona á Ítalíu á laugardag en vélin lenti á Keflavík- urflugvelli án þess að flugstjórar vél- arinnar yrðu þessa varir. Vélin hefur fjögur hjól hvorum megin og losnaði eitt af fjórum hjólum vinstra megin og fannst síðan á flugvellinum í Verona. Flugvélin lenti því í Keflavík án hjólsins og kom ekki í ljós fyrr en vélin var komin að flugstöðinni að eitt hjólanna vantaði. Þá var hún skoðuð og virðist sem lega hafi brotnað og var skipt um öll hjól. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upp- lýsingafulltrúa Flugleiða, á þetta ekki að skapa hættu, enda eiga vélar að geta flogið og lent eins og ekkert hafi í skorist þótt eitt hjól losni. Missti hjól í flugtaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.