Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 27 Gjöfin þín Gjöfin þín Lyf og heilsa og óska öllum landsmönnum gleðilegs sumars og bjóða upp á fallega sumargjöf* *í boði meðan birgðir endast. Austurstræti - Mjódd - Melhaga - Austurveri SÍMI 562 9020 Sérfræðingur frá LANCÔME veitir ráðgjöf í dag. SÍMI 581 2101 Sérfræðingur frá LANCÔME veitir ráðgjöf í dag. *ef keyptar eru LANCÔME vörur fyrir 5.000 kr. eða meira. Ath.: Fleiri tegundir gjafa í boði. www.lancome.com SÍMI 557 3390 SÍMI 552 2190 RÚSSNESKI fjölmiðlajöfurinn Vladimír Gúsinskí sakaði í gær Vest- urlönd um að sjá í gegn um fingur sér andspænis því sem hann kallar „rek“ Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta í átt að alræðisstjórnarhátt- um, að forsetinn láti þagga niður í gagnrýnum fjölmiðlum og sjái til þess að dómskerfið hagi sér líka eins og Kremlarvaldinu er þóknanlegt. Í heilsíðuviðtali við Genfarblaðið Le Temps lýsir Gúsinskí, sem er í út- legð á Spáni, djúpstæðum vonbrigð- um sínum yfir aðgerðaleysi ríkis- stjórna Vestur-Evrópuríkja við þróuninni í Rússlandi. Fjölmiðlaveldi Gúsinskís var veitt eitt reiðarslagið til viðbótar í gær, er meðeigendur hans að pólitíska fréttavikuritinu Itogi ráku alla rit- stjórn blaðsins. Gerðist þetta aðeins nokkrum tímum eftir að sömu aðilar tilkynntu að útgáfu dagblaðsins Sev- odnya, systurblaðs Itogi, yrði hætt. Lögmaður hins brottræka rit- stjóra Itogi tjáði blaðamönnum að Vladimír Birjúkov, sem á að hluta og rekur Sem Dnei-útgáfufyrirtækið, hefði sent uppsagnarbréf til liðs- manna ritstjórnar tímaritsins, en flestir munu þeir vera Gúsinskí holl- ir. Birjúkov, sem á aðeins minnihluta hlutabréfa í Sem Dnei, gat afráðið þessa uppstokkun í krafti þess að hafa hlutabréf rússneska jarðgasein- okunarfyrirtækisins Gazprom líka á bak við sig. Í yfirlýsingu sem Reuters-frétta- stofunni barst á faxi segir, að nokkrir af reyndustu blaðamönnum Sevodn- ya hefðu samþykkt að taka að sér að byggja upp nýja ritstjórn Itogi, sem ætlunin er að komi áfram út, enda hefur rekstur þess staðið undir sér. Sama sagan og við yfirtöku NTV Sergei Parkhomenko, er sagt var upp störfum sem ritstjóra Itogi, sagði að uppstokkun þessi væri end- urtekning á yfirtöku Gazprom á sjónvarpsstöðinni NTV, „feitasta bitanum“ í Media-MOST-fjölmiðla- veldi Gúsinskís. Parkhomenko hét því að hann myndi stofna nýtt frétta- tímarit og bauð þeim blaðamönnum sem reknir voru af Itogi að slást í lið með sér. Rimman um stjórn NTV var til lykta leidd í lok síðustu viku; flestir frétta- og dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar höfðu sig á brott í mót- mælaskyni og hyggjast halda áfram gagnrýnni fréttamennsku á Netinu og á annarri sjónvarpsstöð sem enn er í meirihlutaeigu Gúsinskís en hef- ur ekki nándar nærri eins mikla út- breiðslu og NTV. Hún er eina einka- rekna sjónvarpsstöðin sem nær um allt Rússland. Nú um páskahelgina bundu hinir nýju stjórnendur NTV enda á upp- reisn starfsmanna með því að yfir- taka stöðina með hjálp lögreglu. Bandaríski auðkýfingurinn Ted Turner, sem stofnaði alþjóðlegu fréttasjónvarpsstöðina CNN, lýsti í gær vonbrigðum sínum yfir þessari þróun, en viðræður hafa verið í gangi um að Turner keypti hlutabréf Gús- inskís í stöðinni. Turner hefur áður sagt að skilyrði fyrir því að hann fjár- festi í NTV væri að ekki yrði stuggað við því fréttamannaliði sem fyrir væri á stöðinni. Talsmenn Media-MOST lýstu því yfir, að öll þessi atburðarás væri að undirlagi núverandi stjórnarherra í Kreml; markmið hinna síðarnefndu væri að skrúfa fyrir gagnrýna, óháða fjölmiðlun í landinu. „Við munum halda okkar starfi áfram, að minnsta kosti svo lengi sem grímulausu al- ræði hefur ekki verið komið á í Rúss- landi,“ segir í yfirlýsingu frá Media- MOST. Gazprom „hreinsar út“ á fjölmiðlum úr veldi Gúsinskís Dagblaði lokað og rit- stjórn vikublaðs rekin Moskvu, Genf. Reuters, AFP. Reuters Liðsmenn ritstjórnar rússneska fréttavikuritsins Itogi standa hér við innganginn að höfuð- stöðvum útgáfufyrirtækisins Sem Dnei í Moskvu í gær. DILBERT mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.