Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 33

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 33 SAMSETNING efnisskrárinnar beinir huganum að skemmtunar- gildi og er raunar með vissum kab- arettbrag, sér í lagi þegar gaman- leikarinn góði Örn Árnason tekur þátt í flutningnum. Vegna fámennis okkar þjóðar er viss hætta á ofnotk- un á okkar bestu skemmtikröftum og með nokkrum rétti flokkast Örn þar með. Eins erum við eilíft að leita sterkari og sterkari lýsingarorða til að vekja meiri athygli á því sem við viljum að dragi fólk að. Orðið stór- tónleikar virðist notað án þess þó að það segi til um fjölda flytjenda eða lengd tónleika. Á þessum tónleikum var það trúlega söngur Kristjáns Jóhannssonar stórtenórs á heima- velli sem réði því að fólk talaði um stórtónleika. Tónleikaefnisskráin var mjög litskrúðug og náði yfir sí- gild íslensk sönglög, lög úr söng- leikjum, óperettum, trúarsöngva, Napólí- og Kapríljóð og svo aríur og dúett úr óperum Puccini. Samsetn- ing slíkrar tónleikaefnisskrár virkar á mig eins og sýnishorn úr reynslu- heimi söngvaranna, en getur vart náð að draga samfelldan spennu- boga í gegnum alla dagskrána. Þá kem ég aftur að þætti Arnar Árna- sonar leikara, sem var stórgóður, því með atriðum hans í byrjun tón- leika og inn á milli efnisflokka á söngskemmtuninni fór hann á því- líkum kostum án þess að ofgera eða lenda í klisjuskopi. Bæði ræður Örn yfir fágætri rödd, einstöku látbragði og framreiddi bráðfyndið efni af mikilli list. Hann gaf í byrjun kabar- etttóninn, með því að skopstæla samnefndan söng úr Cabaret. Síðan fannst mér hans þáttur mynda rauð- an þráð í gegnum söngskemmt- unina. Mér virtist val á byrjunar- söngvum Höllu Margrétar og síðar Kristjáns ekki hæfa þeim upptakti sem Örn sló í kynningaratriðinu. Halla Margrét náði ekki að túlka Draumalandið í þessari umgjörð á nógu einlægan og sannfærandi hátt. Ef til vill dró túlkun hennar of mik- inn dám af óperuflutningi. Eins var Kristján með Tonarna eftir Sjöberg í vissum erfiðleikum að túlka lagið á þann blíða og angurværa hátt sem það krefst. Ég held að hvorugt þessara laga hafi verið heppileg sem byrjunar- söngvar. Söngvararnir áttu báðir síðar eft- ir að glansa í söngnum á þessum tónleikum svo um munaði. Það er kraftaverki líkast að sjá hvernig mönnum tekst að breyta íþróttasal í tónleikahöll og gera umhverfið jafn smekklegt og lýsa fallega upp. KA- menn áttu heiðurinn af þessu þrek- virki. Ég get þó heldur ekki látið hjá líða að gagnrýna þann hátt að leysa hljómburð í sölum með hljóðmögn- un og notkun míkrófóna. Það að losna þannig við að byggja góða tón- leikasali verður alltaf til vandræða og því eigum við áhugafólk um lif- andi tónlistarflutning og listamenn- irnir einnig aldrei að sætta okkur við þá lausn. Menningarhús á Ak- ureyri þarf að rísa. Í byrjun tókst Erni mun betur upp við að nýta raf- mögnunina en söngvurunum svo dæmi sé tekið og þetta veldur vissu ósamræmi milli flytjenda… Gígjuna eftir Sigfús Einarsson söng Kristján vel, en mér finnst breytingin á laglínu á endi lagsins þar sem Kristján syngur upp á hærra tónsvið en lagið liggur með öllu óþörf því lagið hefur í sér dramatískan hápunkt án þess. Lag- ið Memory úr Cats var að mínum dómi í of lágri legu fyrir Kristján og flutningurinn ekki nógu sannfær- andi. En allt frá hinu vinsæla Vilja- ljóði Lehar, sem Halla flutti með miklum ágætum, og frá Maríu- söngnum úr West side story, sem Kristján söng, var stórmeistara- bragur á flutningnum. Ég hefði kos- ið að heyra Vilja-sönginn á þýsku í stað ítölsku, því mér heyrðist að sums staðar væru fleiri atkvæði sem skiptu endatóni hendinga á ítölsk- unni en í þýska textanum. Þrátt fyr- ir hrífandi söng Höllu Margrétar í Santa Lucia gerði lúsíuhátíðar- íhaldssemi mín mér erfitt fyrir að njóta lagsins eins vel við sumarmál. Kaprísöngurinn sem Di Stefano m.a. gerði heimsfrægann, Torna a Surriento, var hreint afbragð í flutn- ingi Kristjáns. Ég hef heyrt hann flytja lagið áður en aldrei jafn hríf- andi og nú. Sama fannst mér um eina af frægustu tenóraríum óperu- bókmenntanna, Nessun dorma, úr Turandot eftir Puccini. Kristján söng hana sem lokalag, og þar var heimssöngvarabragur á sem vart gerist betri. Saman sungu Halla Margrét og Kristján dúettinn Mario úr Tosca bæði sannfærandi og fal- lega. Falleg rödd, tilfinningarík tjáning og áhrifamikil mótun hend- inga Höllu Margrétar í aríunni Vissi dárte úr Tosca kallaði fram mikla hrifningu og fögnuð áheyrenda. Mér finnst heyrast of sjaldan í Höllu Margréti í íslenskum tónleikasölum og á þá ósk eina að við fáum sem fyrst að heyra í henni hér heima. Íþróttahöllin var fullskipuð af áheyrendum og langvarandi fagnað- arklapp þeirra náði að hljóma kröft- uglega og lengi án þess að vera magnað upp með raftækni. Anna Guðný Guðmundsdóttir sannaði það enn, að hún er einn af okkar bestu píanóleikurum. Jónas Þórir studdi svo dyggilega við bakið á Erni Árnasyni með hugmyndaríki sínu og færni á píanóið. Tónleikarnir voru stórir hvað lengd áhrærir, því að loknum aukalögum höfðu þeir staðið í hátt í þrjá tíma. Söngskemmtun þessi náði að skemmta fólki í orðsins fyllstu merkingu. Langvarandi fagnaðarklapp Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Söngskemmtun þessi náði að skemmta fólki í orðsins fyllstu merk- ingu,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson m.a. í umsögn sinni um tónleikana. Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Í þ r ó t t a h ö l l i n á A k u r e y r i Flytjendur voru Kristján Jóhanns- son tenórsöngvari, Halla Margrét Árnadóttir sópransöngvari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Örn Árnason leikari og Jónas Þórir, undirleikari Arnar á píanó. Fimmtudagur 12. apríl 2001. SÖNGTÓNLEIKAR EITT af meginverkum lútersku kirkjunnar er án efa Jóhannesar- passían eftir J.S. Bach, bæði hvað snertir trúarlegt innihald verksins og þá ekki síður fyrir mikilleik tón- listarinnar. Þarna getur að heyra áhrifamikla kórþætti, sem bæði gegna hlutverki í atburðarás verksins og hugleiða um efnið. Efnisleg framvindan er borin uppi af guðspjallamanni og texti hans tónklæddur sem tónles, sem er erf- itt listform, þar sem tónferlið er agað af talgerð textans, en ekki öf- ugt, eins á sér stað í stórkostlegum einsöngsaríum verksins. Innri formskipan og tematísk vinnsla verksins er einnig undrunarefni, ekki aðeins venjulegum hlustend- um, heldur og þeim er hafa fræðin á valdi sínu, svo að bæði skáldlegur mik- illeiki verksins og tæknin sem beitt er samtvinnast með óviðjafnanlegum hætti í þessu meist- araverki. Verkið hefst á glæsilegum kór, er var vel sunginn af Kór Langholtskirkju en við ívið of sterkan undirleik hljómsveit- ar, svo skaranir stefja og hratt tónferli kórs- ins féllu í skuggann af tvöfölduðu tónferli í hljómsveitinni, sem einnig er sér- staklega útfært í hljómsveitinni og var einum of ráðandi, svo að í heild- ina réð hljómsveitin ríkjum, hvað snertir hljóm. Í öðrum þætti segir guðspjallamaðurinn frá atburðun- um í grasagarðinum og var guð- spjallamaðurinn sunginn af Þor- birni Rúnarssyni er kom á óvart fyrir glæsilega rödd og einstaklega skýra framsetningu textans. Því má vel slá föstu að hér sé kominn fram tenór, sem miklar vonir má binda við sem guðspjallamann. Hlutverk Jesú var sungið frábær- lega vel af Bergþóri Pálssyni og var þessi þáttur með áhrifamiklum innskotum kórsins sérlega glæsi- lega fluttur. Sálmarnir, þar sem hugleitt er um atburðina, voru allir mjög vel sungnir. Kaflinn um at- burðina í grasagarðinum endaði á altaríu sem Nanna María Cortes söng sérlega fallega. Þrátt fyrir að tónlega aríunnar sé of lág fyrir Nönnu, sem er messó- sópran, naut hún þess að ráða yfir stóru tón- sviði. Afneitunin í hallar- garðinum hefst á sópr- anaríunni frægu Ich folge dir, sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng af myndugleik, þó ekki alveg hnökra- laust. Í þessum kafla koma og fram Pétur, sem sunginn var af Bjarna Guðmunds- syni, þernan, sungin af Guðríði Þóru Gísladóttur, og þjónn, af Magnúsi Guðmundssyni. Tenórarí- an Ach, mein Sinn var allt of hratt sungin og þar gat að heyra, að enn vantar Þorbjörn reynslu hins langþjálfaða einsöngvara. Yfir- heyrslan er áhrifamikill þáttur og þar kemur til sögu Pílatus, sem Ei- ríkur Hreinn Helgason söng mjög vel, sérstaklega arioso-þáttinn Betrachte meine Seele. Seinni ten- órarían staðfesti það, að enn vantar Þorbjörn reynslu, auk þess sem arían var í raun eyðilögð með allt of miklum hraða, svo að þrítugustu- ogannarspartsskeytingarnar runnu út í eitt og misstu tematískt gildi sitt. Dómurinn og krossfestingin er áhrifamikill þáttur og þar leikur Pílatus stórt hlutverk, sem Eiríkur Hreinn söng mjög vel. Bergþór söng aríuna Eilt, ihr angefochtnen Seelen af miklum glæsibrag og Nanna María söng þá frægu aríu Es ist vollbracht mjög vel, en þess- um kafla lýkur með Mein teurer Heiland, sérkennilegum samsöng bassa og kórs, þar sem einsöngs- röddin er óvenjulega hornótt og fyrir bragðið erfið í söng, sem Bergþór söng einstaklega vel. Á móti einsöngsröddinni söng kórinn sálmalag og er þessi aðferð (kór- alforspil) mjög þekkt hjá Bach í mörgum frægum verkum, bæði fyrir kór og orgel. Lokakaflinn, greftrunin, er fyrir utan eina sópr- anaríu, sem Ólöf Kolbrún söng af öryggi og mjög vel, aðeins fyrir guðspjallamanninn og kórinn, en þar getur m.a. að heyra einn fræg- asta kór meistarans, Ruht wohl, sem er einstæð vögguvísa. Kórinn söng mjög vel, þótt vel hefði mátt nota veikan söng og gefa kaflanum kyrrð vögguvísunnar, sem í heild var þó vel flutt. Verkinu lýkur með glæsilegum sálmi, sem var rismikill í glæsilegum söng kórsins. Jón Stefánsson stjórnaði af öryggi en það er svo, í eins margslungnu verki og Jóhannesarpassían er, að endalaust má deila um einstök at- riði, eins og þau er varða hraða og túlkun, sem á köflum var einum of beint af augum, eins og t.d. í vögguvísunni og einnig í tenór- aríunum. Hljómsveitin var góð og lék af öryggi, bæði í heild og ein- staka einleikarar. Glæsilegur Jóhannes TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Kór Langholtskirkju, kamm- ersveit undir forustu Júlíönu Elínar Kjartansdóttur og einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Þorbjörn Rúnarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Bergþór Pálsson, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach. Föstudagurinn (langi) 13. apríl 2001. PASSÍUTÓNLEIKAR Jón Stefánsson Jón Ásgeirsson ÞJÓÐMINJASAFN Íslands býður börnum til leikinnar dagskrár um siði og söngva tengda sumardeg- inum fyrsta í Ráðhúsi Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta kl. 16. Tónsmiðurinn Hermes tekur á móti sumrinu í Ráðhúsi Reykjavík- ur kl. 16. Hermes hefur undanfar- in ár tekið á móti jólasveinunum fyrir hönd Þjóðminjasafnsins, en hann veit einnig ýmislegt um þjóð- lega siði er tengjast sumarkom- unni. Honum til fulltingis er Harpa, sem er komin í sumarkjólinn sinn í tilefni dagsins. Þau syngja sum- arlög og rifja upp ýmsa sumar- komusiði. Huldusveinninn Gaukur er einnig á sveimi, en hann er að sinna vísindarannsóknum. Hann er að hlusta eftir fyrsta hrossagauk sumarsins. Gaukur býr í Arnar- hólnum og veit sitthvað um hvern- ig komast má að því hvernig sum- ar við eigum í vændum. Hann les til dæmis veðurhorfur af háttalagi fuglanna. Guðni Franzson og leikarar Möguleikhússins flytja dagskrána. Hún verður endurtekin föstudag- inn 20. apríl kl. 10 og mánudaginn 23. apríl kl. 10. og eru þær sýn- ingar einkum ætlaðar hópum leik- skóla- og grunnskólabarna. Íslandspóstur styrkir gerð sum- ardagskrár Þjóðminjasafnsins. Leikin sumar- dagskrá fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.