Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 63
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 63
því hann var ekki maður fljótræð-
is.
Ég kynntist Sigmari fyrst, sem
ógiftum bónda á Gljúfri, þegar
Mummi bauð mér í sveitina sína.
Þar tók Sigmar mér með sinni alúð
og hlýju, ásamt smástríðni. Það
varð nú að athuga hvort þessi
stelpa að norðan væri samboðin
honum Mumma.
Hann Simmi frændi með stórum
stöfum. „Hann kenndi mér það
sem ég kann.“ „Honum er að
þakka það sem gott er í mér,“ hef-
ur bóndi minn oft sagt.
Það var lánið hans Mumma að
fá, ásamt mörgum fleirum, að alast
upp á Gljúfri undir handleiðslu
Guðnýjar ömmu og bræðranna
Sigmars og Einars.
Sigmar kenndi strákunum að
bera virðingu fyrir landinu og
skepnunum, fyrir Krumma í
Gljúfrinu og Glóa gamla, drátt-
arhestinum, sem þoldi ungum
strákum ýmis uppátæki. Kenndi
þeim að vinna, lagfæra, smíða og
að „morgunstund gefur gull í
mund“.
Það var líka Sigmar, sem taldi
Mumma trú um að hann væri
svona hrokkinhærður vegna þess,
hve oft þurfti að rífa í hárið á hon-
um fyrir leti sakir.
Eftir að við Mummi fórum að
búa í Saurbæ, kom Sigmar árlega í
heimsókn og þeir „fóstrar“ gengu
um tún og garða og ræddu málin.
Hann var alltaf að styðja og
styrkja strákinn sinn, einnig síð-
astliðinn vetur, þegar Mummi
dvaldi syðra, vegna vinnu sinnar,
og bjó þá hjá Sigmari og Gyðu. Í
ágúst s.l. ákvað Gyða að skreppa
til útlanda, en við vorum svo lán-
söm, að Sigmar kaus heldur að
dvelja hjá okkur í Saurbæ. Nær-
vera hans var notaleg, auk þess
sem „hann var svo skemmtilegur,
karlinn“, eins og einhver sagði. Í
Saurbæ skildi Sigmar líka eftir
handverk, sem minnir stöðugt á
hann.
Síðustu árin setti heilsan Sig-
mari nokkrar skorður.
Í dag skulum við minnast þess
góða, vera þakklát fyrir árin með
Sigmari og gleðjast hans vegna,
sem ferðast nú frjáls og fylgist
með sínu fólki og aðstoðar eins og
hann var vanur – bara á annan
hátt. Hann Sigmar á a.m.k. auð-
veldara með það núna að vekja
strákana sína á morgnana ef með
þarf.
Elsku Gyða. Þú og börnin eruð
rík að hafa átt hann Sigmar. Guð
veri með ykkur.
Sigrún Grímsdóttir.
Nú þegar við kveðjum föður-
bróður okkar, hann Sigmar Sig-
urðsson, þá er margs að minnast.
Elsku Simmi, við áttum margar
góðar stundir saman bæði í sveit-
inni og einnig eftir að þið fluttuð í
Hveragerði.
Simmi var einstakur maður, allt-
af var hann glaður og kátur, sama
hvað á gekk. Vinátta og hlýja
skein alltaf úr augum hans. Hann
var afskaplega vel lesinn og fróður
um alla hluti og hann þekkti sína
heimasveit betur en flestir aðrir.
Það var ósjaldan sem við leituðum
til hans og báðum um ráðleggingar
og aldrei stóð á þeim.
Simmi var mikill hagleiksmaður
og lék allt í höndum hans og var
hrein unun að horfa á hann vinna.
Það er margt sem væri gaman
að minnast á en við geymum það í
minningunni. Sem börn á Gljúfri
munum við öll eftir hlýjunni sem
Simmi sýndi okkur. Hann tók okk-
ur alltaf opnum örmum og huggaði
þegar eitthvað bjátaði á.
Elsku Gyða og fjölskylda, við
sendum ykkur innilegustu samúð-
arkveðjur.
Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænar gjörð,
vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blómgar akur breiður,
blessun skaparans.
(Bjarni Ásgeirsson.)
Einarsbörn frá Gljúfri.
Elsku Ágúst, það er
mjög erfitt að sætta sig
við þá staðreynd að þú
sért horfinn okkur um
alla tíð. Þegar ég lít til
baka koma upp í hug-
ann margar góðar minningar enda
varst þú sá frændi sem alla stráka
dreymir um að eiga þegar þeir eru
að vaxa úr grasi. Þú varst sá sem
leyfðir mér að keyra bíl í fyrsta
skipti úti á þjóðvegi, kenndir mér á
snjósleða og á mótorhjólinu þínu
fékk ég að þeysa um heiðarvegina.
Við vorum mjög nánir þegar ég var
yngri og það tel ég okkur einnig hafa
verið í seinni tíð þó svo að stundir
okkar saman hafi verið alltof fáar
síðustu ár, en alltaf áttum við gott
spjall saman þegar við hittumst. Ég
geymi í huga mér þá ferð er við fór-
um saman tveir norður í jarðarför-
ina hennar langömmu á Fjöllum og
gistum hjá þér á Húsavík, en hluta
þess sumars hafðir þú verið að keyra
bílinn fyrir pabba í Reykjavík. Á
ferð okkar norður gafst okkur góður
tími til samræðna, þú varst mikið að
velta fyrir þér framtíðinni og nú sé
ég að ég hefði betur unnið að þeirri
hugsun með þér áfram og átt fleiri
stundir með þér síðustu tvö árin, en
nú er það orðið of seint. Elsku
Ágúst, ég kveð þig með miklum
söknuði um leið og ég þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman, þær minningar mun ég
ávallt geyma. Ég bið góðan Guð um
að veita þér frið og halda sinni
verndarhendi yfir fjölskyldu þinni.
Elsku Kristín, Sveinn, Arnar, Alex-
ander, Berglind, amma og afi, megi
Guð veita ykkur styrk í þessari
þungu sorg.
Jóhann.
✝ Björn Ágúst Sig-urðsson fæddist
að Garði í Keldu-
hverfi 4. apríl 1955.
Hann lést 25. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Húsavíkurkirkju 31.
mars.
Ég var staddur á
flugvellinum í Chicago
þegar að ég frétti að
einn af mínum bestu
frændum Gústi væri
látinn. Flugið frá
Chicago til Baltimore
varð því ein sú erf-
iðasta ferð sem ég hef
farið. Ég var í háloft-
unum og hugsaði með
mér að Gústi væri að
minnsta kosti ekki
langt frá mér. Rifjuð-
ust þá upp margar
minningar sem tengd-
ust Gústa frænda. Þeg-
ar ég var fimm ára byrjaði ég að fara
í sveitina til afa og ömmu, og þar
eyddum við Gústi mörgum stundum
saman við heyskap, sauðburð, göng-
ur og ýmislegt fleira. Seinna bjó
hann hjá okkur fjölskyldunni á
Raufarhöfn þegar hann stundaði
sjómennskuna. Alltaf fylgdi honum
mikill galsi og gleði sem verður mér
ávallt minnisstætt.
Frá sex til tíu ára aldurs þvældist
ég með Gústa á mótorhjólum og vél-
sleðum og kynntist ég þeim tækjum
fyrst hjá honum ásamt bílum. Þegar
átti t.d. að fara í fjárhúsin beið ég
ósjaldan eftir því að vita hvort Gústi
færi á mótorhjólinu og hvort ég
fengi að fara með. Í þeim ferðum var
alltaf passað uppá að stökkva að
minnsta kosti einu sinni mjög hátt
og fá í magann.
Við áttum það til að að sitja yfir
bílablöðum í Garði og útskýrði Gústi
fyrir mér alla eiginleika og aukahluti
hvers einasta bíls sem hann hafði í
hyggju að kaupa. Segja má að Gústi
hafi kennt mér að keyra og þá var ég
ungur að árum. Tíu ára gamall var
ég farinn að keyra Gamla Rússann í
göngunum og var mjög montinn með
það. Eitt skiptið var ég kominn niður
á þjóðveg og hélt áfram að keyra gíf-
urlega hreykinn. Þá var kallað hátt
„Löggan er að koma“ og Gústi kom á
fleygiferð í átt að bílnum, ég stökk
afturí undir teppi og hann undir
stýrið. Ég varð dauðhræddur og
kom ekki undan teppinu fyrr en ég
heyrði hláturinn frá fólkinu löngu
síðar.
Þessi saga er aðeins ein af mörg-
um sem að við Gústi áttum saman og
ekki leiddist honum að segja þessa
og fleiri við mannamót. Ég á ótal
góðar minningar í hjarta mínu sem
ég ætla að varðveita um ókomna tíð
um samskipti okkar Gústa. Við átt-
um eftir að gera ýmislegt saman en
við munum hittast síðar og klára þau
verkefni. Því kveð ég hann í bili og
þakka fyrir árin sem við áttum sam-
an. Elsku Kristín, Sveinn, Arnar, Al-
exander, Berglind, Jón, Sigurgeir,
Pabbi, afi og amma megi guð fylgja
ykkur og leiðbeina í sorginni.
Sigurður Helgi.
Á sunnudagskvöldið, er ég kom
heim úr bústað, fékk ég þær fréttir
að Gústi væri dáinn... Ég er ekki enn
farin að skilja af hverju þú. Frá því
að ég var 7 ára og flutti í Skúlagarð
hefur þú reynst mér eins og stóri
bróðir og besti vinur. Alltaf var líf og
fjör í kring um þig, gaman þegar þú
komst í kaffi til okkar, bara að
spjalla. Síðan geystumst við í gegn-
um hverfið saman á mótorhjólinu og
ég þurfti að halda svo fast utan um
þig svo ég fyki ekki af, og að hlusta á
talstöðina; 2990 kallar Skúlagarður.
Gamli Rússinn stóð alltaf fyrir sínu,
það sem stóð upp úr voru ferðirnar
út í sanda þegar þú varst að kenna
mér að keyra. Eftir að ég fékk prófið
varð ég sjálf kjörin einkabílstjórinn
þinn, það var geggjað.
Aldrei gleymi ég því eina skipti
sem þú skammaðir mig, þegar við
vorum í melskurði og ég var að
stríða Ingveldi og hún skar mig í
puttann, ég hélt að puttinn væri að
detta af. Þú settir plástur á hann, ég
þorði ekki að segja foreldrum mín-
um þetta og enn þá er örið til að
minna mig á þetta. Þá var komið að
því að fara í skóla suður og þú varst
svo góður að senda mér reglulega
bréf og peninga með. Það var aldeilis
góð búbót fyrir 19 ára stelpu sem þú
vorkenndir og hugsaðir svo vel til og
hjálpaðir. Takk fyrir það, Gústi
minn. Rosa var ég montinn þegar þú
komst til mín í Safamýrina með kær-
ustuna þína hana Kristínu, þið voruð
svo ástfangin og voruð nýtrúlofuð,
komuð við til að sýna mér hringana
ykkar. Síðan kom Alexander í heim-
inn, hvað þið voruð glöð og stolt.
Gott var að koma í heimsókn í fal-
lega húsið ykkar og vera hjá ykkur.
Við tvö fórum í bíltúr á þínum bíl til
að tala saman og kaupa ís handa
Arnari, Kristínu og okkur og var
spjallað fram á nótt. Manstu þegar
ég var fyrir norðan og Kristín var að
fara að eiga Berglindi? Um kvöldið
buðu þau mér í grill en ég neitaði því
ég varð að flýta mér suður, Kristín
átti þá um nóttina 3. júní og ég varð
ólétt þá nótt, það fannst mér alveg
magnað. Við fórum í skemmtilegar
útilegur og bústaðaferðir með Krist-
ínu, Einari og öllum börnunum okk-
ar. Það var gaman á Egilsstöðum, þá
spurðir þú mig „ertu komin aftur af
stað?“ því ég var alltaf ælandi. Nei
sagði ég, mér verður bara illt af
grillmatnum, en auðvitað vissir þú
hvað var í gangi hjá mér, barn núm-
er tvö.
Ég held þú hafir ekki getað verið
heppnari með konuna í lífi þínu, hvað
hún tók mér og minni fjölskyldu allt-
af vel þegar við stormuðum til Húsa-
víkur, þetta hefðu ekki allar konur
verið sáttar við en við tvær náðum
ansi vel saman, gátum talað saman
heilu og hálfu næturnar og þú
skreiðst upp í rúm og nenntir ekki
að hlusta endalaust á okkur.
Skrítið, ég var að hugsa til þín
þennan örlagaríka sunnudag, ég
ætlaði að hringja í þig eins og alltaf á
afmælinu þínu, það gengur víst ekki
upp núna elsku Gústi minn, ég segi
það þá bara núna. Til hamingju með
daginn.
Ég veit að við eigum eftir að hitt-
ast aftur og þá verður nú gaman. Nú
ætla ég að setja punkt og kveðja þig,
elsku vinur minn, og mundu að ég
mun og hef alltaf elskað þig.
Elsku Kristín, Sveinn, Arnar, Al-
exander, Berglind, Jóhanna, Siggi
og aðrir aðstandendur, Guð styrki
ykkur öll í sorg ykkar.
Ágústa Hugrún Bárudóttir.
BJÖRN
ÁGÚST
SIGURÐSSON
2
6%3$(
$1
++H 44
2& -+*"
!
++#
.+. +.! 2))
8+6- 8+ #
' )"6- 8+ ))
+.2 + #
+6222&)) . ,.+ %#
+2&)) (
2
,
;&
$1N
1
/ +
"
,
? )
'# +##
$+ . 7)!+ ))
2& 6"+ +K7) ))
$+.,# ! +$+.,))
+ $ $+.,# ! +'(3.,)))
+ $+.,# !&.K ))
%+G$+.,))
/+ +/ /+ +/+ +/ #.&) (
2
K3$11
+9,+ )2 )
12)+2)L
* ;)
+
()4 ? ),
'# #+#
6
4
;>;; @ 6 + 9 $+.,))
8 K #6+ ,8))
K )) + %9+#
/- .K ))
#./+ +/ (
2
6!1
0) I+. ++
+ ) ++G
? ),
'# ++#
:& 5
5
4
;%.;; 8;&5 )2 #
#. - &+(
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina