Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FORMAÐUR Þjórsárveranefndar leggst eindregið gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaöldu- lón og sjötta áfanga Kvíslaveitu. Hann segir að virkjunarkostir á svæðinu við Þjórsárver séu nú þeg- ar fullnýttir og Landsvirkjun hafi þegar fengið að framleiða meira rafmagn en í upphafi hafi verið gert ráð fyrir. Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður nefndarinnar, hefur gert tillögu um atkvæðagreiðslu um málið á næsta fundi hennar í næstu viku. Þjórsárveranefnd er Náttúru- vernd ríkisins til ráðgjafar um mál- efni Þjórsárvera, en samkvæmt friðlýsingu frá 1981 er heimilað að byggja uppistöðulón neðst í Þjórs- árverunum með stíflu við svonefnda Norðlingaöldu í allt að 581 m hæð yfir sjávarmáli, enda sýni rann- sóknir að slík lónsmyndun sé fram- kvæmanleg án þess að náttúru- verndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega, eins og það er orðað. Deilt um umhverfismat Forráðamenn Landsvirkjunar telja að friðlýsingin geri beinlínis ráð fyrir lóni í Norðlingaöldu, en hafa gert tillögu um minni lónshæð en gert er ráð fyrir í friðlýsingunni til að liðka fyrir framkvæmdum og koma til móts við sjónarmið um- hverfisverndar. Þar á bæ vilja menn að framkvæmdin fái að sæta mati á umhverfisáhrifum og að auki svokölluð Kvíslaveita 6, þar sem tveimur upptakakvíslum Þjórsár yrði veitt í Kvíslavatn. Gegn þeim áformum leggst hins vegar Náttúruvernd ríkisins. Árni Bragason, forstjóri hennar, segir að slík ráðstöfun væri fáránleg af hálfu Landsvirkjunar, þar eð Nátt- úruvernd ríkisins væri umsagnar- aðili í slíku mati lögum samkvæmt og því tilgangurinn með slíku vand- séður. Landsvirkjun hefur kynnt fjóra möguleika að því er varðar vatns- hæð Norðlingaöldulóns og er það allt frá 581 m y.s. niður í 575 m. Geysilega munar um þessa sex metra, því samkvæmt útreikning- um Landsvirkjunar yrði lónflötur miðað við 581 m alls um 62 ferkíló- metrar, en 28,5 ferkílómetrar miðað við lónhæð 575 m y.s. Formaður Þjórsárveranefndar telur virkjunarkosti við Þjórsárver fullnýtta Andsnúinn Norðlinga- öldulóni og Kvíslaveitu 6  Landsvirkjun vill /44–45 YFIR 30 erlendir togarar voru við út- hafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg í gær er Fokker-flugvél Landhelgis- gæslunnar,TF-SYN, flaug yfir veiði- svæðið. Skipin eru flest rússnesk, en einnig eru þarna skip frá Eistlandi, Litháen, Þýskalandi og Portúgal. Aflabrögð hafa verið að glæðast og í gær fengu skipin um tonn á tímann eða yfir tuttugu tonn á sólarhring. Ekkert íslenskt skip er á miðunum vegna verkfalls sjómanna í fiskiskipa- flotanum sem hefur nú staðið vel á þriðju viku. Ekkert miðar enn í samn- ingaviðræðum sjómanna og útvegs- manna, engir samningafundir voru haldnir um páskana en viðsemjendur hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Ljóst er að dragist verkfallið á langinn mun það hafa nokkur áhrif á úthafskarfaveiðar Íslendinga á Reykjaneshrygg en aflabrögð eru vanalega hvað best í maímánuði. Tog- arinn Polar Siglir er gerður út undir grænlenskum fána og má skipið veiða innan íslensku landhelginnar. Gunnar Júlíusson, útgerðarstjóri Siglfirðings hf., sem gerir skipið út, segir aflabrögðin hafa verið fremur dræm það sem af er en þó hafi þau skánað síðustu daga. Áhrifa sjó- mannaverkfallsins er nú farið að gæta verulega hjá fiskvinnslunni í landinu og eru flest fyrirtæki lands- ins hætt vinnslu vegna hráefnis- skorts. Að sögn Arnars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva, höfðu mörg fyrirtæki hráefni til að vinna úr fram að pásk- um. Einhver fyrirtæki eigi hráefni til að vinna í þessari viku og flest verði sennilega að hætta vinnslu í þeirri næstu. Karfaafli útlendinga glæðist á Reykjaneshrygg  Vélstjórar/D7 Í GÆR varð gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hærra en það hefur áður orðið. Skráð miðgengi Banda- ríkjadals hjá Seðlabanka Íslands var í gær 93,71 króna og sterlingspunds- ins 134,22 krónur. Þetta er 0,93% hækkun Bandaríkjadals og 0,64% hækkun sterlingspunds frá síðasta viðskiptadegi, sem var síðastliðinn miðvikudagur. Vísitala krónunnar hækkaði í gær úr 128,11 stigum í 128,56 stig, en þar sem vísitalan mælir verð erlends gjaldeyris þýðir hækkun hennar lækkun gengis krónunnar. Lækkun gengis krónunnar nam því 0,35% í gær. Banda- ríkjadal- ur á 93,71 krónu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær tvo karlmenn í tveggja vikna gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi 2.800 e-taflna síðastliðinn mánudag. Þrír menn á aldrinum 23–31 árs voru þá handteknir í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar í Reykjavík og toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli og hald lagt á töflurnar sem fundust í fórum eins þeirra. Einungis var gerð krafa um gæsluvarðhald yfir tveim- ur mannanna. Mennirnir eru íslenskir og voru að koma frá Hollandi þegar upp komst um smyglið. Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Úrskurðaðir í gæsluvarð- hald Hald lagt á 2.800 e-töflur BJÖRGUNARBÁTUR björgunar- sveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði sótti veikan skipverja 107 sjómílur út á rúmsjó á páskadag. Ferðin tók sautján klukkustundir og var komið heim að morgni annars dags páska. Sveitin hefur aðeins einu sinni áður farið lengra út á sjó eftir veikum skipverja. Sóttu veikan skipverja ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NJARÐVÍK varð Íslandsmeistari karla í körfuknattleik með því að vinna Tindastól frá Sauðárkróki nyrðra, 96:71, í gærkvöldi í fjórða úrslitaleik liðanna. Þetta var í ellefta sinn sem Njarðvík verður Íslands- meistari í körfuknattleik, en síðast vann félagið fyrir þremur árum. Fyrst vann félagið titilinn fyrir tutt- ugu árum. Teitur Örlygsson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkur, sem kyssir Íslandsbikarinn á myndinni að ofan, hefur nú níu sinnum orðið Íslands- meistari, alltaf með sama félaginu. Morgunblaðið/Golli Sigurkoss Njarðvíkinga á Sauðárkróki  Sigurinn/B2 Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.