Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 21 Grímsey - Að lokinni páskahátíð- inni var haldið í annað sinn vél- gæslumannanámskeið hér í Grímsey. Þetta eru réttindi sem allir verða að afla sér ef þeir ætla að stunda veiðar á smábátum. Þátttakendur voru 11 karlmenn og ein kona. Fræþing, Fræðslu- miðstöð Þingeyinga, stóð fyrir námskeiðinu. Fysta námskeiðið sóttu 16 menn, þannig að alls hafa útskrifast í Grímsey, 28 vél- gæslumenn með 300 hestafla rétt- indi. Morgunblaðið/Helga Mattína Glaðir vélgæslumenn með kennara sínum. Vélgæslunámskeið við nyrsta haf AKUREYRARKIRKJA: Kirkju- listavika sett á morgun, sunnudag kl. 11. Messusöngleikurinn „Leiðin til lífsins“ fluttur. Tvær sýningar opnaðar. Morgunsöngur á þriðju- dag kl. 9. Mömmumorgunn á mið- vikudag kl. 10. Karl Frímannsson segir frá skólastefnu Hrafnagils- skóla. Tónleikar á miðvikudags- kvöld. Kyrrðar- og fyrirbænastund á fimmtudag kl. 12. Opið hús fyrir aldraða sama dag kl. 15. Farið verð- ur á Möðruvelli og Hlíðarbæ. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, frá Víðilundi kl. 14.30 og frá Hlíð kl. 14.45. Aftansöngur í kirkjunni næsta föstudag kl. 18. GLERÁRKIRKJA: Hátíðarmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 14. Minnst verður 140 ára vígsluafmæl- is kirkjunnar. Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup predikar. Kirkjukaffi verður í safnaðarsal Glerárkirkju eftir messu. Þar mun sr. Ágúst Sig- urðsson flytja erindi um sögu Lög- mannshlíðarsóknar. Opið hús verður fyrir mæður og börn á fimmtudag kl. 10 til 12. Bryndís Arnarsdóttir ræðir um þroska barna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Vorferð sunnudagaskólans á morgun, sunnudag kl. 11. Farið verður í Kjarnaskóg. Mæting kl. 10.45 við Hjálpræðisherinn. Sunnudaga- skólabörn, systkini og foreldrar vel- komin. Almenn samkoma um kvöld- ið kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning í kvöld kl. 20. Gunnar Rúnar Guðnason predikar. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30. Reynir Valdi- marsson kennir úr Orði Guðs. Vakningarsamkoma kl. 16.30. Yngvi Rafn Yngvason predikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist, fyrir- bænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11. LAUGALANDSPRESTAKALL: Sunnudaginn 6.maí er messa í Grundarkirkju og hefst hún kl.13:30. Ömmukórinn á Akureyri undir stjórn Sigríðar Schiöth syng- ur sálm og stólvers við athöfnina.Þá mun kórinn syngja nokkur lög í kirkjunni að lokinn athöfn. Á eftir verður þeim og kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Laugaborg. Kirkjustarf Ferming verður í Draflastaða- kirkju á morgun, sunnudaginn 6. maí. Prestur er sr. Arnaldur Bárðarson. Fermdar verða: Elín María Heiðarsdóttir, Draflastöðum Úlla Árdal, Dæli. Ferming TÓNLEIKAR gítardeildar Tónlist- arskólans á Akureyri verða haldnir í sal Brekkuskóla (gagnfræðaskóla- húsinu) á morgun, sunnudaginn 6. maí, kl. 15. Þar flytja nemendur á öll- um stigum blandaða dagskrá. Eftir tónleikana mun foreldrafélagið sjá um kaffiveitingar. Tónleikar gítardeildar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.