Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG langar til að rifja upp fyrir þér, lesandi góður, að fyrir um 10 árum fannst undurfagurt stuðlaberg rétt við bæjardyr Reykjavíkur, nánar til- tekið í mynni Seljadals skammt austan við Hafravatn. Þessi náma var opnuð til þess að Reykvíkingar gætu fengið sæmilega hart grjót sem hráefni í malbikið sitt. Slitlagið, efsta lagið á götunum eyðist mjög hratt einkum vegna nagladekkjanna og óhóflegs saltausturs á göturnar á vetrum. Fara tugir milljóna ef ekki hundruð milljóna af skattpeningum borgarbúa í framleiðslu malbiks sem vissulega væri betur varið til annarra málefna þarfari. Á sínum tíma vakti stuðlaberg þetta mikla hrifningu meðal allra náttúruunnenda, enda óvíða jafnfal- legt stuðlaberg sem þarna kom í ljós enda var stærðin mikil. Ómar Ragn- arsson sýndi myndir af þessu nátt- úrufyrirbrigði í sjónvarpinu. Voru allir áhugamenn um náttúru lands- ins einhuga um nauðsyn þess að koma á einhvers konar friðun á því sem og næsta umhverfi. En nú virð- ist sem náma þessi hafi gleymst og því miður eru yfirvöld oftast mjög svifasein við að friðlýsa merk nátt- úrufyrirbrigði og sögulegar minjar. Meðfylgjandi mynd sýnir fegurð og stærð stuðlabergsins. Hún var tekin af undirrituðum á áliðnum sól- ríkum degi í júlímánuði fyrir nær áratug. Snemma þennan morgun fór eg á reiðhjóli úr Mosfellsbænum þar sem eg bý, lagði hjólinu skammt frá námunni, gekk austur á Mosfells- heiði þessa miklu víðáttu sem bíður þess að fólk með græna fingur bæti gróðurfar hennar. Á bakaleiðinni kom eg við í grjótnámunni og tók meðfylgjandi mynd. Neðst á mynd- inni er bakpoki og má af honum marka hæð og stærð stuðlabergsins. Stjórnsýsla tveggja sveitarfélaga bregðast Þetta svæði hefur verið mér mjög kært, enda verið þar oft á ferð í grenndinni að njóta kyrrðar og fegurðar náttúrunnar í Seljadal og Mosfellsheiði. Þegar eg átti síð- ast leið þarna um á síðastliðnu hausti gat eg hvergi fundið stuðla- bergið. Eg setti mig í samband við starfsmenn Náttúruverndar ríkis- ins. Afskipti þeirrar stofnunar af efnistöku byggist fyrst og fremst á náttúruverndarlögum frá 1999, en í þeim er því miður ekki gert ráð fyrir neins konar afskiptum af efnistöku sem hafin hefur verið fyrir setningu laganna. Verður því að fara eftir ófullkomnum fyrirmælum eldri laga. Fjármálasjónarmið voru því mið- ur sett ofar náttúruverndarsjónar- miðum. Efnistakan hófst fyrir um 12–15 árum. Mun Reykjavíkurborg vera námurétthafi, en efnistakan var boðin út á sínum tíma af hagkvæmn- isástæðum. Án minnstu miskunnar var stuðlabergið brotið niður mélinu smærra enda hefur væntanlega láðst að hafa samband við verktak- ann og biðja hann um að þyrma náttúruundrinu. Jafnframt hefði verið þörf á að fylgjast betur með umgengni þarna á námusvæðinu en hún hefur ætíð verið mjög slæm og ekki verið verktakanum til neins sóma. Stjórnkerfi tveggja sveitarfélaga hafa brugðist gjörsamlega á þessum 10 árum, bæði stjórnkerfi Reykja- víkurborgar sem ábyrgðaraðili framkvæmda og stjórnkerfi Mos- fellsbæjar einnig sem eftirlitsaðili framkvæmda þar sem náman er inn- an lögsagnarumdæmis Mosfellsbæj- ar. Nú er því miður orðið of seint að huga að friðun stuðlabergsins þegar það er horfið og afmáð af yfirborði jarðar. Minningin um það er aðeins til í hugum þeirra sem lögðu á sig að fara þangað inneftir og sáu það með eigin augum. Nú hefur það allt verið brotið nið- ur og eyðilagt, malbiksframleiðslu Reykvíkinga til dýrðar. Og það er vissulega ákaflega grát- legt hvernig þessi miklu mistök gátu átt sér stað. Brýn nauðsyn ber til að bæði bæj- arstjórn Mosfellsbæjar sem og Reykjavíkurborg geri hreint fyrir sínum dyrum og gefi skýringar á því hvað kom í veg fyrir að stuðlabergið væri friðað. Svona alvarleg mistök í stjórnsýslu mega alls ekki endur- taka sig! GUÐJÓN JENSSON, leiðsögumaður og áhugamaður um náttúruvernd. Merkar náttúruminj- ar eyðilagðar: Stuðla- berg brotið niður Frá Guðjóni Jenssyni: Stuðlaberg í Seljadal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.