Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 11
UMBOÐSMAÐUR Alþingis,
Tryggvi Gunnarsson, kynnti í gær
skýrslu um starfsemi embættisins
fyrir árið 2000 á fundi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu með umboðsmönnum
þjóðþinga fjögurra Norðurlanda. Í
skýrslunni kemur fram að 253 mál
hlutu lokaafgreiðslu á síðasta ári
en 232 ný mál komu til meðferðar
á árinu, þar af voru 3 mál tekin
upp að frumkvæði umboðsmanns.
Í árslok 2000 voru 125 mál sem
biðu afgreiðslu og í flestum þeirra
var beðið eftir umsögnum og upp-
lýsingum frá stjórnvöldum.
Fyrirferðarmestu málin sem
fyrr vörðuðu almannatryggingar,
skatta og gjöld og málefni fanga. Í
skýrslu umboðsmanns segir að
fimmtungur skráðra mála á síðasta
ári, eða tæplega 50 mál, hafi verið
kvartanir yfir töfum á afgreiðslu
mála hjá stjórnvöldum. Umboðs-
maður segir þetta aukningu frá
fyrra ári sem að einhverju leyti
megi skýra með því að stjórnvöld
gæti þess ekki nægjanlega vel að
tilkynna um fyrirsjáanlegar tafir á
afgreiðslu mála og skýra ástæður
þeirra. Í þessu sambandi bendir
umboðsmaður á þau ákvæði
stjórnsýslulaga sem skylda stjórn-
völd til að tilkynna um tafir á af-
greiðslu mála. Þannig geti yfirvöld
viðhaft vandaða stjórnsýsluhætti
og lagt grunninn að réttum og
eðlilegum samskiptum milli þeirra
og almennings. Með því skapi
stjórnvöld það traust sem ríkja
þurfi milli stjórnsýslunnar og
borgaranna.
Auka þarf fræðslu innan
stjórnsýslunnar
Umboðsmaður segir í skýrslunni
að skiljanlega reyni oftast á
ákvæði stjórnsýslulaga við úrlausn
mála hjá embættinu. Þar komi
hugtökin rannsóknarreglan, rök-
stuðningur og andmælaréttur oft-
ast fyrir. Síðan segir í skýrslunni:
„Þetta er til marks um að þess
gætir enn of oft að stjórnsýslan
fylgi ekki í störfum sínum þeim
ákvæðum stjórnsýslulaga sem
fjalla um þessi atriði. Ég ítreka því
þau sjónarmið sem ég hef áður
sett fram um mikilvægi þess að
auka fræðslu fyrir starfsfólk
stjórnsýslunnar um þær réttar-
reglur sem gilda um starfshætti
hennar... Mér er ekki kunnugt um
að boðið sé t.d. upp á námskeið
fyrir nýja starfsmenn innan
stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga
um stjórnsýslulögin og aðrar rétt-
arreglur stjórnsýsluréttarins en
reglur þessar eru þó almennur
grundvöllur þess hvernig standa
ber að afgreiðslu mála innan
stjórnsýslunnar.“
Skráðum málum
fækkar
Eins og fyrr greinir tók umboðs-
maður upp 3 mál á síðasta ári að
eigin frumkvæði. Hann leggur
áherslu á mikilvægi þess að geta
beitt heimild til að taka upp mál að
eigin frumkvæði. Því verði ekki
með góðu móti komið við nema að
umboðsmanni sé gert það kleift
með nauðsynlegum fjárveitingum.
Eins og sést á meðfylgjandi
súluriti hefur afgreiðsla mála hjá
umboðsmanni dregist á langinn á
síðustu árum og skráðum málum
fækkað. Umboðsmaður skýrir
þetta með þeirri umfangsmiklu
vinnu er fór í gerð heimasíðu emb-
ættisins á Netinu og flutningi sem
átti sér stað í nýtt húsnæði að
Álftamýri 7. Hefur umboðsmaður
sett sér það markmið að af-
greiðslutími styttist þannig að nið-
urstaða í málum liggi að jafnaði
fyrir eigi síðar en 6 mánuðum eftir
að kvörtun berst embættinu. Von-
ast umboðsmaður til að þetta
markmið náist innan skamms.
Samfara þessu ætlar umboðsmað-
ur að leggja aukna áherslu í störf-
um sínum á að hlutaðeigandi
stjórnvöld svari fyrirspurnum og
beiðnum um afhendingu gagna
eins fljótt og kostur er.
Í skýrslunni segir umboðsmaður
ennfremur að í kjölfar tilkomu
heimasíðunnar í fyrra hafi fjölgað
nokkuð erindum til embættisins og
beiðnum um tilteknar upplýsingar
með tölvupósti.
Umboðsmaður Alþingis lauk 253 málum í fyrra en 125 mál voru óafgreidd um áramót
Morgunblaðið/Jim Smart
Tryggvi Gunnarsson kynnti skýrslu umboðsmanns Alþingis á fundi um stjórnsýslurétt í Þjóðmenningarhúsinu.
""
$"
$""
!"
!""
#"
#""
"
"
# $ %&
#&(( #&(& #&&" #&&# #&&! #&&$ #&& #&& #&&' #&&) #&&( #&&& !"""
*
+
Kvörtunum
fjölgar vegna
tafa hjá
stjórnvöldum
HÆSTIRÉTTUR hefur sakfellt
skipstjóra fyrir fiskveiðibrot en
hann sinnti ekki þeirri skyldu sinni
að tryggja að allur afli yrði vigt-
aður á hafnarvog í kjölfar lönd-
unar. Skipstjórinn var jafnframt
sakfelldur fyrir að hafa fært rang-
ar upplýsingar um afla í afladag-
bók og fyrir að hafa fullunnið hluta
aflans um borð án þess að hafa til
þess leyfi sjávarútvegsráðuneytis.
Hæstiréttur dæmdi skipstjórann
til að greiða 800.000 krónur í sekt
en áður hafði Héraðsdómur
Reykjaness dæmt hann til að
greiða 400.000 krónur í sekt. Rík-
issaksóknari skaut málinu til
Hæstaréttar.
Sagði aflann ætlaðan
til einkaneyslu
Í dómnum kemur fram að sex
fiskkassar voru færðir úr skipi
skipstjórans föstudaginn 22. októ-
ber 1999 yfir í bifreið sem lög-
reglan stöðvaði á Njarðarbraut í
Njarðvík. Í kössunum voru 172 kg
af hausuðum þorski, 45 kg af
þorskflökum, 30 kg af ýsuflökum
og 5 kg af lúðu. Auk þessa afla
voru 324 kg af slægðum þorski úr
bátnum vigtuð á hafnarvoginni í
Keflavík.
Skipstjóri bar að óvigtaði hluti
aflans væri ætlaður til einkaneyslu
áhafnar en hvergi var gerð grein
fyrir þessum hluta aflans í afla-
dagbók skipsins, hvorki sem ætl-
aðri soðningu skipsáhafnar né sem
hluta af heildarafla.
Til viðbótar við þann afla sem
var í bifreiðinni fóru 172 kg af
hausuðum og slægðum þorski úr
skipinu framhjá hafnarvigt þennan
dag.
Í dómnum kemur fram að skip-
stjóri hafi falið skipstjórnarlærð-
um manni, sem hann treysti, að
færa þennan afla á hafnarvigt. Sá
maður var reyndar kaupandi
aflans en var hvorki í áhöfninni né
starfsmaður útgerðarinnar og laut
ekki boðvaldi skipstjóra, heldur
var hann kaupandi þessa hluta
aflans. Ákærði mátti þannig ekki
treysta því að svo yrði farið með
aflann sem skylt er, segir í dómn-
um.
Auk sektarinnar var skipstjórinn
dæmdur til að greiða allan áfrýj-
unarkostnað málsins, þ.m.t. máls-
varnarlaun skipaðs verjanda síns,
Björgvins Jónssonar hrl. Héraðs-
dómur hafði áður dæmt manninn
til greiðslu sakarkostnaðar og
70.000 króna málsvarnarlauna.
Hæstiréttur dæmir skipstjóra í
800.000 króna sekt
Landaði
afla framhjá
hafnarvog
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL
Evrópu hefur vísað frá kæru Ein-
ars Þorkelssonar og Friðþjófs Þor-
kelssonar gegn íslenska ríkinu.
Þeir kærðu til dómstólsins að
skylduaðild þeirra að lífeyrissjóði
bryti gegn 11. gr. Mannréttinda-
sáttmála Evrópu um félagafrelsi
og 1. gr. 1. viðauka við sáttmálann
um vernd eignarréttar. Dómstóll-
inn féllst ekki á þetta og taldi að
skylduaðild að lífeyrissjóði væri
bundin í lög, hún hefði það rétt-
mæta markmið að stuðla að vernd
réttinda annarra með stofnun sam-
tryggingasjóða og ekki væri geng-
ið of langt til ná þessu markmiði,
skv. upplýsingum dómsmálaráðu-
neytisins um niðurstöðu dómsins.
Höfðu kosið að greiða iðgjald
til annars lífeyrissjóðs
Kærendur voru starfsmenn, en
jafnframt stjórnarmenn og hlut-
hafar í trésmiðjunni K 14 hf. Höfð-
aði Sameinaði lífeyrissjóðurinn
mál gegn trésmiðjunni til heimtu
lífeyrissjóðsiðgjalda þeirra, en
samkvæmt þágildandi lögum nr.
55/1980 um starfskjör og skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda var öll-
um launamönnum og þeim sem
stunduðu atvinnurekstur eða sjálf-
stæða atvinnustarfsemi skylt að
eiga aðild að lífeyrissjóði við-
komandi starfsstéttar eða starfs-
hóps. Bar kærendum samkvæmt
þessu að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld
til Sameinaða lífeyrissjóðsins, en
þeir höfðu kosið að greiða iðgjald
til annars lífeyrissjóðs, Frjálsa líf-
eyrissjóðsins. Með dómi Hæsta-
réttar 1996 var Trésmiðjan K 14
dæmd til að greiða lífeyrissjóðs-
iðgjöld þessara starfsmanna sinna
til Sameinaða lífeyrissjóðsins. Var
ekki talið að skylduaðild starfs-
mannanna að lífeyrssjóði og tak-
mörkun á valfrelsi þeirra um líf-
eyrissjóð bryti gegn ákvæðum
stjórnarskrárinnar um félaga-
frelsi.
Fyrir Mannréttindadómstól
Evrópu byggðu kærendur á því að
niðurstaðan í dómi Hæstaréttar
bryti gegn rétti þeirra til að
standa utan félaga sem verndaður
væri af 11. gr. Mannréttindasátt-
mála Evrópu, auk þess sem skylda
til að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld í
Sameinaða lífeyrissjóðinn bryti
gegn eignarréttarákvæðinu í 1. gr.
1. viðauka við sáttmálann. Mann-
réttindadómstóllinn féllst á hvor-
ugt kæruefnið. Hvað varðar kær-
una um brot á eignarréttarákvæð-
inu vegna greiðslu iðgjalda, taldi
Mannréttindadómstóllinn að um
væri að ræða almennar takmark-
anir á eignarrétti sem rúmuðust
innan marka 2. mgr. 1. gr. ákvæð-
isins sem heimilar takmarkanir á
þessum rétti, enda væru þær lög-
mæltar, settar í þágu almanna-
hagsmuna og gengju ekki lengra
en nauðsynlegt mætti telja.
Mannréttindadómstóll Evrópu
Kæru frá Ís-
landi vísað frá
Dæmdur til að greiða
400.000 í bætur
Til átaka
kom vegna
umgengni
um salerni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur dæmt þrítugan karl-
mann í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og til að
greiða tveimur bræðrum sam-
tals tæplega 400 þúsund krónur
í miska- og skaðabætur fyrir að
ráðast inn í íbúð án nokkurrar
gildrar ástæðu og berja bræð-
urna tvo þegar þeir reyndu að
tjónka við hann. Annar bróðir-
inn nefbrotnaði. Atvikið varð
fyrir réttu ári í fjölbýlishúsi þar
sem bræðurnir bjuggu í leigu-
herbergi. Salerni var sameigin-
legt með fleiri íbúðum. Þegar
bræðurnir voru að horfa á sjón-
varp ásamt vinkonu annars
þeirra ruddist árásarmaðurinn
inn og sakaði bræðurna um að
hafa gengið illa um salernið.
Fram kemur í dómi héraðs-
dóms að sá sem ákærður var
hefði neitað því fyrir dómi að
hafa slegið bræðurna en aftur á
móti játað hjá lögreglu að hafa
slegið annan þeirra á nefið.
Framburður hans fyrir dómi
hafi verið ótrúverðugur og
ruglingslegur og var talið sann-
að með frásögn vitna að mað-
urinn hefði veist að bræðrunum
og slegið þá.
Pétur Guðgeirsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.