Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 37
FYRIR skömmu
rann út umsóknar-
frestur í Menningar-
sjóð Sjóvá-Almennra
trygginga hf. Þetta er
í fjórða sinn sem aug-
lýst er eftir umsóknum
úr A hluta sjóðsins en
til ráðstöfunar í þeim
hluta eru að þessu
sinni tvær milljónir
króna. Tilgangur
Menningarsjóðsins er
að koma að ýmsu því
sem er til heilla ís-
lensku samfélagi hvort
sem það tengist menn-
ingu, forvörnum, list-
um eða íþróttum.
Þannig hafa þær rúmlega 450 um-
sóknir, sem borist hafa frá upphafi,
endurspeglað samfélagið í heild
sinni og 46 verðug verkefni alls
staðar af að landinu hafa hlotið
stuðning.
Ástæða stofnunar sjóðsins eru
þær fjölmörgu fyrirspurnir og er-
indi sem félaginu berast á ári
hverju. Sá mikli fjöldi kallaði á skil-
virkari meðhöndlun sem bæði eru
til hagsbóta fyrir umsækjendur sem
og félagið sjálft. Þannig tryggir
sjóðurinn að allar umsóknir sitja við
sama borð og að fjölbreytileiki um-
sókna á hverju sviði verður meiri.
Fjöldi umsókna að þessu sinni er
alls 181 talsins. Það er svipaður
fjöldi og barst fyrir síðustu úthlut-
un á menningarári Reykjavíkur-
borgar. Reynslan hef-
ur sýnt að stuðningur
sjóðsins er ekki ein-
vörðungu fjárhagsleg-
ur heldur oft einnig
huglægur. Þannig er
styrkveitingin viður-
kenning á starfi við-
komandi umsækjanda
og um leið hvatning til
áframhaldandi verka.
Með menningarsjóð-
um geta fyrirtæki
styrkt hin ýmsu mál-
efni sem oft á tíðum
sitja hjá eða eiga
hvergi heima í hinum
ýmsu opinberum sjóð-
um þessa lands. Slíkir
menningarsjóðir eru því góð viðbót
við þá styrki sem ríkið veitir og
mikilvægur hlekkur til að viðhalda
fjölbreyttri menningarflóru.
Það er vandasamt verk sem býð-
ur sjóðstjórnar á næstu dögum við
úrvinnslu umsókna en þann sjötta
júní næstkomandi kemur í ljós
hverjir hljóta styrki fyrir árið 2001.
Menningarsjóðir
Hugi
Hreiðarsson
Höfundur er kynningarfulltrúi
Sjóvár-Almennra trygginga hf.
Styrkur
Með menningarsjóðum
geta fyrirtæki, segir
Hugi Hreiðarsson,
styrkt hin ýmsu málefni.
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Hvað fá þátttakendu
r út
úr slíkum námskeiðu
m?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf
Námskeið í Reykjavík
14. - 16. maí I stig • Kvöldnámskeið.
29. - 31. maí II stig • Kvöldnámskeið.
5. - 7. júní I stig • Kvöldnámskeið.
VEGNA fréttar
Morgunblaðsins um
löggildingarnámskeið
iðnmeistara, sem birt-
ist í síðustu viku, er
rétt að koma eftirfar-
andi athugasemdum á
framfæri.
Með skipulags- og
byggingarlögum sem
samþykkt voru á Al-
þingi 1997 og tóku
gildi 1. janúar 1998
voru sett skilyrði fyrir
því hvaða iðnmeistar-
ar gætu borið ábyrgð
á einstökum verkþátt-
um við byggingar-
framkvæmdir. Þetta
ákvæði laganna á ekki eingöngu við
um húsasmíðameistara eins og
mátti skilja á fréttinni heldur einn-
ig um stálvirkjameistara, veggfóðr-
arameistara, málarameistara,
blikksmíðameistara, rafvirkja-
meistara, pípulagningameistara og
múrarameistara. Þeir þurftu sam-
kvæmt lögunum leyfi ráðherra til
að bera þessa ábyrgð. Það leyfi átti
að veita þeim aðilum einum sem
höfðu fullgilt meistarabréf og
höfðu lokið prófi frá meistaraskóla
enda væru þeir starfandi sem
meistarar í iðn sinni.
Þegar þetta ákvæði var skoðað
nánar kom í ljós að ekki var settur
á meistaraskóli á landsvísu fyrr en
1. janúar 1989. Þannig að fyrir
þann tíma höfðu fjölmargir iðnað-
armenn fengið meistarabréf án
meistaraskóla enda var það í sam-
ræmi við menntunarkröfur og lög
þess tíma. Hins vegar var laga-
ákvæðið sett fram með þeim hætti
að þessir einstaklingar glötuðu í
raun starfsréttindum sínum. Oftast
er það svo að þeir sem hafa starfs-
réttindi við setningu nýrra laga,
sem hafa í för með sér strangari
ákvæði, halda þeim réttindum án
nokkurra takmarkana. Þrátt fyrir
það ákvað umhverfisráðuneytið í
þessu tilviki að gera
að skilyrði að þessir
einstaklingar yrðu að
sækja námskeið til að
halda starfsréttindum
sínum.
Þess vegna var sett
til bráðabirgða ákvæði
í skipulags- og bygg-
ingarlög í desember
1999, sem tók gildi 1.
janúar 2000, til að
heimila námskeið
þannig að þessir aðilar
gætu sótt sín starfs-
réttindi að nýju. Rétt
er að geta þess að
Meistarafélag húsa-
smiða gerði ekki at-
hugasemdir við þessa lagabreyt-
ingu á umsagnarstigi frumvarps-
ins.
Í framhaldi af þessu lagaákvæði
hófst vinna af hálfu umhverfisráðu-
neytisins við setningu reglugerðar
um námskeiðin. Leitaði ráðuneytið
m.a. til Samtaka iðnaðarins og það
var fyrir tilstuðlan Samtakanna að
Meistarafélag húsasmiða kom að
þeirri vinnu. Hafði Meistarafélag
húsasmiða mikil áhrif á hvernig
reglugerðin leit út í endanlegri
mynd.
Umhverfisráðuneytið samdi síð-
an við Menntafélag byggingariðn-
aðarins um að halda þessi löggild-
ingarnámskeið. Menntafélag
byggingariðnaðarins sér því um að
halda námskeiðin, innheimtir nám-
skeiðsgjald o.s.frv. Námskeiðs-
gjöld renna því ekki til Samtaka
iðnaðarins, eins og haldið hefur
verið fram, þótt Samtökin séu aðili
að Menntafélaginu rétt eins og
Meistarafélag húsasmiða.
Í marsmánuði sl. var gerð sú
breyting á reglugerðinni, vegna
kröfu Meistarafélags húsasmiða,
að fulltrúi Meistarafélags húsa-
smiða á nú sæti í verkefnastjórn
námskeiðanna.
Það skýtur því skökku við að
Meistarafélag húsasmiða lýsi yfir
áhyggjum sínum vegna þessara
námskeiða þegar ljóst er að Meist-
arafélagið hefur haft mest áhrif á
reglugerðina um námskeiðin og á
jafnframt fulltrúa í verkefnastjórn
þeirra. Þá er ljóst að fátt hefur
orðið til að auglýsa námskeiðin
eins mikið og framganga Meistara-
félags húsasmiða í málinu.
Að lokum er vert að nefna að
66% þátttakenda á námskeiðum
þessum hafa verið eldri en 41 árs
miðað við könnun sem gerð var á
námskeiðum á Akureyri, Borgar-
nesi, Reykjanesi, Reykjavík og Sel-
fossi. Það er því ljóst að þessir ein-
staklingar búa yfir mikilli reynslu
og varla dettur nokkrum í hug að
kasta rýrð á störf þeirra sem iðn-
aðarmanna frá því að þeir luku
formlegu iðnmeistaranámi í sam-
ræmi við kröfur þess tíma.
Löggilding-
arnámskeið
iðnmeistara
Ólafur Helgi
Árnason
Höfundur er lögfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
Iðnnám
Það skýtur því skökku
við, segir Ólafur Helgi
Árnason, að Meistara-
félag húsasmiða lýsi yfir
áhyggjum sínum vegna
þessara námskeiða þeg-
ar ljóst er að Meist-
arafélagið hefur haft
mest áhrif á reglugerð-
ina um námskeiðin og á
jafnframt fulltrúa í
verkefnastjórn þeirra.
Dragtir
Neðst á Skólavörðustíg
Tvíbreiðar
sængur og
sængurverasett
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
GENGI GJALDMIÐLA
mbl.is