Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 63 Fágun – fagmennska Gullsmiðir ÉG get ekki lengur orða bundist yf- ir kjörum lögreglumanna á Íslandi. Mér sem aðstandanda lögreglu- manns blöskrar svo meðferðin á samningaviðræðum þeirra og virð- ingarleysið sem samninganefnd rík- isins hefur sýnt í þessu máli. Lög- reglumenn eru virtir að vettugi og samninganefnd ríkisins hefur oftar en ekki afboðað samningafundi með stuttum fyrirvara, mætt of seint eða alls ekki, og sýnt algjört vilja- leysi í að semja. Þessi stétt á svo miklu meiri virðingu skilið. Vinnu- tími þeirra er langur og vaktirnar algjörlega ófjölskylduvænar. Hjá lögreglunni í Reykjavík vinna al- mennir lögreglumenn sex vaktir í törn og eiga fjóra daga í frí milli tarna. Hver vakt er 8–9 tímar og unnin er dagvaktatörn, nætur- vaktatörn og kvöldvaktatörn. Lög- reglumennirnir eru svo aukavinnu- skyldir tvo fyrri frídagana eftir hverja vakttörn, þannig að þeir fá kannski einn og hálfan til tvo daga í frí á milli vaktatarna. Vaktirnar eru „rúllandi“ þannig að þeir eiga frí um helgi kannski 6.–8. hverja helgi. Og sem dæmi má nefna að í síðasta mánuði var maðurinn minn með tæpa 100 yfirvinnutíma og fékk á milli 130 og 140 þúsund útborguð. Það er skammarlegt. Sjoppustarfs- menn með þennan tímafjölda eru með mun hærri laun. Ég hef þurft að horfa upp á manninn minn koma heim af vakt, örþreyttan, alblóðugan, slasaðan, sótugan og vonsvikinn á mannfólk- inu. Þetta starf er ekki einungis lík- amlegt erfiði heldur einnig mjög erfitt andlega, þar sem þeir þurfa að horfa upp á ljótleikann í lífinu daginn út og daginn inn, sjálfsvíg, barsmíðar, heimilisofbeldi og ým- islegt þaðan af verra svo við tölum nú ekki um dópistana og lýðinn sem reynir að stinga þá með nálum eða bíta til að smita þá af eyðni eða lifr- arbólgu C (sem er því miður mjög útbreiddur sjúkdómur og er bráð- smitandi). Þetta er það sem þeir og aðstandendur þeirra þurfa að lifa við. Stöðugan ótta. Gerið ykkur grein fyrir að það eru þessir menn sem eru fyrstir á slysstað og leggja oftar en ekki sitt líf í hættu fyrir þig eða þína. Og þeir telja það ekki eftir sér því að þessir menn eru í þessu starfi fyrir hugsjón. Þeir byrja fer- ilinn með því að vilja „bjarga“ heiminum, en þegar á líður sér maður hvernig hugsjónin víkur fyr- ir vonleysi, en þeir lifa samt alltaf í voninni um að geta breytt ein- hverju, bjargað lífi eins barns eða bjargað einu barni frá fíkniefna- djöflinum. Það gæti vel verið þitt barn. Gerið ykkur líka grein fyrir því að tæplega 1⁄5 af lögreglumönn- um í Reykjavík er að íhuga eða hef- ur þegar sagt upp störfum og leitar nú að nýju betur launuðu starfi, þar sem það er vita vonlaust að sjá fyrir fjölskyldu á þessum kjörum. Góðir menn sem byrjuðu í þessi starfi fyrir hugsjón, fullir af eld- móði og áhuga til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eru að yf- irgefa þetta starf og það mjög skilj- anlega. Margir gætu hugsað sem svo: Nú, þeir völdu þetta. Jú, það er rétt og ekki völdu þeir þetta út af laununum, það er nokkuð ljóst. En þegar fólk fer að eignast fjölskyldu fara menn að hugsa sinn gang. Samninganefnd ríkis og aðrir sem koma að þessu ættu að hugsa sinn gang allrækilega og munið það að þið eigið örugglega eftir að þurfa á þeirra hjálp að halda einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Lögreglumenn, og svo ekki sé nú talað um slökkviliðsmenn sem einn- ig eru á lúsarlaunum, eiga miklu betra skilið. Spyrjið ykkur sjálf að því hvort við viljum virkilega sjá á bak okkar bestu mönnum í önnur störf og fá kannski einhverja óprúttna náunga sem sjá aðra hagsmuni en í lög- gæslu í lögreglustarfinu? Ég bara spyr! SÓLEY SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR, flugfreyja og aðstandandi lögreglumanns. Ég bara spyr! Frá Sóleyju Sigrúnu Ingólfsdóttur: FRÉTTIR ÉG skrifaði hér svolítinn pistil eftir páska og gleymdi honum svo við hliðina á tölvunni minni, en nú langar mig til að senda hann. Bergljót Valsdóttir, fjögurra barna móðir, skrifar í Moggann 19. apríl um ábyrgð foreldra í námi og leik, var þetta ánægjuleg lesning. Vildi ég gjarnan að flestir hugsuðu þannig, en ekki eins og móðirin sem kenndi skólunum um að barnið hennar kynni ekki að halda á hníf og gaffli. Fyrst ég held á pennanum langar mig að þakka pistlana frá Ellert Schram, rétt fyrir páska skrifaði hann um eldri kynslóðina, sem er óð- um að kveðja, já – við eigum svo sannarlega margt að þakka. Einnig langar mig að þakka pistlana hans Gísla Jónssonar, sem eru einskonar konfekt fyrir íslensk hjörtu og sálir. En að lokum vil ég þakka fyrir ævisögubrot herra Sigurbjarnar Einarssonar biskups, hugljúft og fal- legt. Tekið saman af Freysteini Jó- hannssyni. Það er ekki ofsagt að við samferðafólkið mættum þakka þess- um manni margt. Ef farið er í kirkju og sálmabókinni flett er nafn hans á annarri hverri síðu, bæði með frum- samda teksta og þýdda. Að gefa okk- ur hinum hlutdeild í trú sinni og skoðunum er þakkarvert. Ekki veit ég hvort má minnast á það sem eftir kemur í svona virðu- legu blaði, en samt ætla ég að reyna. Mig langaði að segja að þessi maður sem er hér til umfjöllunar er áber- andi fallegur í bliki sálar og huga. Hugsið ykkur hve lífið væri hvers- dagslegt ef þeirra hjóna og barna þeirra hefði ekki notið við? Þau gefa okkur listatóna á mörgum sviðum. Takk kæru hjón, frú Magnea og hr. Sigurbjörn. Ein af samferðamönnunum, ERLA STEFÁNSDÓTTIR, Melhaga 1, Reykjavík. Ábyrgð foreldra Frá Erlu Stefánsdóttur: Í BRÉFI til blaðsins frá Jóni Stef- ánssyni fimmtudaginn 10. maí sl. urðu þau leiðu mistök að fyrirsögnin var villandi, hún átti að vera: Bif- reiðastjórafélagið Átak hefur sagt sig úr samstarfi við umsjónarnefnd leigubílamála. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á árinu til 10 ferða raðgöngu um Reykjaveginn, gönguleið um Reykjanesskagann til Þingvalla. Hún hófst með fjölmennri göngu 22. apríl sl. og 2. áfangi var genginn 29. apríl. Þrátt fyrir óhagstætt veður mættu 50 manns í þá göngu. Fyrir þá sem misstu af því og til að koma fleirum af stað verður 2. áfangi endurtekinn á sunnudaginn 13. maí og er brottför frá BSÍ kl. 13 og stans- að á leiðinni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og hjá Fitjum. Alls er gangan áætluð um þrjár klst. Fyr- irhugaðri minjaferð í Krýsuvík er frestað. Allir eru velkomnir í ferðina, félagar greiða lægra fargjald sem er 1.500 kr., en 1.700 kr. kostar fyrir aðra. Ganga um Reykjaveginn endurtekin SIGLINGAFÉLAGIÐ Ýmir býður bæjarbúum Kópavogs í heimsókn til sín í Vesturvör 8 í dag, laugardaginn 12. maí. Tilefnið er 30 ára afmæli félagsins og opnunarmót siglingatímabilsins fyrir kænur, þar sem börn og ung- lingar munu keppa. Mótið fer fram á Fossvogi við félagssvæði Ýmis í Vesturvör 8. Dagskrá dagsins verður sem hér segir: Opið hús, kaffiveitingar og skemmtisiglingar fyrir almenning í boði félagsins kl. 13. Siglingakeppni hefst kl. 14 með ávarpi formanns. Verðlaunaafhending og útigrill kl. 15. 30 ára afmælis- hátíð Ýmis GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir happdrætti á vori hverju. All- ur ágóði rennur til styrktar starf- semi félagsins. Í Gigtarfélaginu eru rúmlega 4.600 félagar. Félagið hef- ur aðsetur í Ármúla 5 í Reykjavík og rekur þar gigtarmiðstöð. Á Gigtarmiðstöðinni eru göngu- deildir sjúkra- og iðjuþjálfunar og læknastofur gigtarsérfræðinga. Félagið skipuleggur hópþjálfun fyrir gigtarfólk, í sundlaug og í sal, stendur fyrir fræðslufundum og námskeiðum um gigtarsjúkdóma og tengd efni, ætluð gigtarsjúkling- um og aðstandendum þeirra. Þá stendur félagið fyrir hagnýtri síma- ráðgjöf fyrir sömu aðla, hún er veitt tvisvar í viku í tvo tíma í senn og nefnist þjónustan Gigtarlínan. Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma og þeirra sem eiga á hættu að fá þá, en um 60 þúsund Íslendingar eiga við gigtarsjúkdóma að stríða. Fyrsti vinningur í vorhappdrættinu árið 2001 er Skóda Fabía frá Heklu. Vinningshafinn Gunnhildur Gígja Þórisdóttir tekur við lyklunum úr hendi Einars S. Ingólfssonar, formanns GÍ. Unnur Elva Arnardóttir, sölumaður Skóda, færði vinningshafanum blóm í tilefni dagsins. Happdrætti Gigtarfélags Íslands TRIMMKLÚBBUR Seltjarnarness heldur sitt árlega Trimmhlaup á laugardaginn, 12. maí. Hlaupið verð- ur frá Sundlaug Seltjarnarness kl. 11 og er skráning frá 9 til 10.45. Þátt- tökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Hægt er að kaupa fjölskyldupakka á kr. 1.000. Hlaupnir verða 3,5 km, 7,5 og 15 km, en tímataka er í lengri hlaupunum, sem verða aldursflokkaskipt. Þátt- takendum verður boðið í Sundlaug Seltjarnarness eftir hlaupið og einn- ig upp á hressingu. Hlaupið um Seltjarnarnes ÁRVISSAR sýningar á handavinnu eldra fólks í Kópavogi verða laug- ardag 12. maí og sunnudag 13. maí, í félagsheimilunum Gjábakka, Fann- borg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13. Sýningarnar verða opnaðar í báðum félagsheimilunum á sama tíma, á laugardaginn kl. 14:00 og verða opn- ar báða dagana frá kl. 14:00–18:00. Það verður Ásdís Skúladóttir ásamt Bókmenntaklúbbi Hana-nú sem opnar sýninguna í Gjábakka og Sigurbjörg Björgvinsdóttir ásamt Söngvinum kór aldraðra í Kópavogi sem opnar sýninguna í Gullsmára. Þarna sýna um 200 einstaklingar fallega og vel unna skraut- og nytja- hluti. Ákveðið var að hafa sýning- arnar í félagsheimilunum á sama tíma, svo gestir sem oft hafa komið um langan veg, gætu skoðað í báðum félagsheimilunum á sama tíma. Á laugardaginn ætla Söngvinir að syngja á Gjábakka um kl. 15:00 og líkamsræktarhópur Margrétar Bjarnadóttur ætlar að bregða á leik í Gullsmára um kl. 15:00 og síðan um kl. 16:00 í Gjábakka. Á laugardag verður einnig sölu- sýning í Gjábakka sem opnar á sama tíma og Vorsýningin. Á sunnudag, verða „Hagleiks- smiðjur“ meðal annars í japönskum pennasaum, skartgripagerð, gler- skurði, vatnslitamálun, postulíns- málun, harðangurs- og klaustur- saumi og kortasaum í Gjábakka frá kl. 15:00–16:00. Þá verða einnig „bobbarar“ að leika bobb, gripið verður í spil og tafl. Á sama tíma verður Listasmiðja Listvefarahóps Guðrúnar Vigfús- dóttur, listvefara opin í Gullsmára. Þar verða sýndar þrjár mismunandi aðferðir myndvefnaðar í römmum og fínni og grófari vefnaður í vef- stólum. Vöfflukaffi verður selt á Gjábakka og Gullsmára báða dagana og hefst kaffisalan kl. 14:30. Fólk á öllum aldri er hvatt til að koma og líta þessa hagleiksvinnu og listsköpun augum og er aðgangur án endur- gjalds. Vorsýningar í Gjábakka og Gullsmára ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.