Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 67

Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 67
TÓNLISTARHÁTÍÐIN AllTomorrow’s Parties var hald-in í þriðja sinn dagana sjötta til áttunda mars í sumarleyfisstaðn- um Camber Sands sem kúrir við strendur Englands, nálægt bænum Rye. Ólíkt flestum tónlistarhátíðum þurfa gestir ekki að kúldrast í sveitt- um tjöldum í drullubomsunum sín- um, heldur eru þeim úthlutaðir svo- kallaðir „chalets“ sem eru nokkurs konar skálar í fjölbýli þessa vinalega fjölskyldustaðar. Stemmningin þeg- ar líða tók á helgina var ef til vill ekk- ert sérstaklega fjölskylduvæn eftir samfellda viðveru tónleikahungraðra ungmenna sem dreif að hvaðanæva en þá mátti alltaf bregða sér í blak á ströndinni og endurheimta ferskleik- ann í hafgolunni. Valið var Tortoise Bandaríska hljómsveitin Tortoise sá um að velja hljómsveitirnar á All Tomorrow’s Parties í ár en í fyrra var það Mogwai og þar áður Belle and Sebastian. Það er sumsé hefð fyrir því að eitthvert eðalband skrifi sinn óskalista yfir þær hljómsveitir sem það langar mest að sjá á einni helgi. Undirrituð missti því miður af belg- ísku pönksveitinni The Ex, enda var hún fyrst á svið á föstudeginum. Hinn stórglæsilegi sýrubelgur, Sun Ra og hans Arkestra átti því heiðurinn af fyrsta tónlistaratriðinu sem bar fyrir augu mín og eyru. Hljómsveitin var ef til vill upp á sitt besta á sjöunda áratugnum, en glæsilegir pallíettu- búningarnir bættu svolítið upp fyrir þreytulega tónlistina. Spilagleðin var á sínum stað en æskufjörið aðeins farið að fölna. Það sem stóð líklega helst upp úr á föstudagskvöldinu var Tortoise þótt ég efist reyndar ekki um að þeir hafi átt betri daga í lífinu. Kannski á ekki nógu vel við tónlistina þeirra að spila í jafnstóru rými og stóra svið ATP er í. Hvað sem því líður, var virkilega gaman að sjá þá sigla í gegnum nýju lögin af geislaplötunni Standards í bland við eldri, á dillandi víbrafóns- kútunum sínum sem einn maður. Franskt sinnepspopp og Whitney Houston Trompetþeytandi, mexíkanskur „mariachi fílíngur“ Calexico kom hressilega á óvart á laugardagskvöld- inu. Það var sem sjálfur Tom Waits væri mættur í húsið með alla sína fjölskyldu og stóra flösku af tequila, slíkur var beljandi krafturinn frá hin- um hátt í tíu Calexico-mönnum. Ég tók mér stöðu uppi á stól frekar ná- lægt sviðinu til að njóta dýrðarinnar sem mest og best, en varð fljótlega að yfirgefa stólinn til að geta tekið al- mennilega til við dansinn. Kunnugleg pía í svartri kúrekaskyrtu læddist upp við hlið söngvarans, Joey Burns, undir lok tónleikadagskrár Calexico og leið auðsjáanlega ekki mjög vel þar. Með hendur fyrir aftan bak gerði hún nokkrar atlögur að hljóðneman- um en virtist alls ekki kunna nógu vel við hann. Síðar sama kvöld hitti ég kúrekastúlkuna og fann mig knúna til að ræða við hana um það hvernig henni hefði liðið þarna uppi á sviðinu. Hún játaði að hún hefði verið afskap- lega óörugg með Calexico, enda væri hún vanari að syngja með annarri hljómsveit. Það kom svo í ljós að kú- rekastúlkan var engin önnur en Mary Hansen úr Stereolab en hún var komin á hátíðina til þess að þeyta skífur ásamt hljómsveitungum sín- um. Franskt sinnepspopp, Kraftwerk og Whitney Houston fóru um fóna Stereolab seint á laugardagskvöldinu og blandaðist ljúflega. Það var svolít- ið óvenjulegt að heyra þessa tónlist í myrkri klúbbastemmningunni um- hverfis kjallarasvið ATP seint um kvöld en kannski var það nógu skrítið til þess að virka. Fullmargar hljómsveitanna af óskalista Tortoise voru í núðlurokk- inu (spunadjass-rokki) og eftir hnefa- fylli af slíku var sykursætt vinapopp Yo la Tengo meira en velkomið, en sveitin sú átti leik á sunnudagskvöld- inu. „Watching birds, it never fails to please,“ söng Georgia Hubley angur- værri röddu á meðan hún lék mjúk- lega á trommurnar og að laginu loknu kallaði gítarleikari sveitarinn- ar, Ira Kaplan, yfir salinn: „Allir sem lesa Wire segið hóóó, allir sem lesa Mojo segið hóóó.“ Og það var sem við manninn mælt, áheyrendur skiptust snyrtilega í lesendur tímaritsins The Wire annars vegar og Mojo hins veg- ar. „Ahhh, mig hefur alltaf langað til að gera þetta,“ sagði Kaplan og taldi svo í næsta lag. Skotarnir í Boards of Canada áttu greinilega fríðan fylgishóp meðal gesta hátíðarinnar, enda skríkti hressilega í mannskapnum í hvert sinn sem tilheyrandi myndbönd birt- ust á tjaldinu fyrir aftan dúettinn og létu uppi um hvert næsta lag væri. Myndböndin voru misgóð, sum öm- urleg en tónlistin sjálf var virkilega áhrifamikil. Hver einasti smellur, dynkur og skrölt var á sínum stað og endurómandi, seigfljótandi laglín- urnar streymdu yfir og allt um kring – kannski svolítið eins og í skýja- nuddpotti? Það sem ég fann Boards of Canada helst til foráttu, var hversu lítið lifandi flutningur tónlistarinnar sjálfrar var. Hún hljómaði nákvæm- lega eins og á plötunum þeirra, enda gerðu þeir lítið annað við lögin en að hljóðblanda örlítið í þeim. Hugað að næsta ári Allt annað var uppi á teningi Autechre sem sýndu í verki að það er vel hægt að flytja raftónlist á lifandi hátt þannig að heyrist að verið sé að fremja tónlistina á augnablikinu sem hún er flutt á, en ekki að einungis sé þrýst á „play“-hnappinn og látið þar við sitja. Hrynhugsun Autechre og forritun verður að teljast með því metnaðarfyllra sem gerist í dag, manni verður einfaldlega illt í hnjá- liðunum af því að ímynda sér hvernig þeir fara að þessu drengirnir. Mánudagsmorgunninn eftir All Tomorrow’s Parties var tómlegur eftir allt fjör helgarinnar, en sem von var sveimuðu allar veislur morgun- dagsins í loftinu og ekki annað að gera en að festa sér tafarlaust miða fyrir næsta ár, þá sem hljómsveitin Shellac sér um að velja böndin. Sandkassastemmning á ströndinni. Ljósmynd/Kristín Björk Sun Ra messar yfir hátíðargestum. Skýjanuddpottar morgundagsins Jaðartónlistarhátíðin All Tomorrow Parties var haldin í þriðja sinn á dögunum. Kristín Björk Kristjánsdóttir var á staðnum og sá og heyrði listamenn á borð við Tortoise, Calexico, Boards of Canada, Autechre, Yo La Tengo, Sun Ra and his Arkestra, Lambchop, Sea and Cake og Televison leika listir sínar. Ef augnaráð væri banvænt – John McEntire, Tortoise-maður á ferð um víbrafóninn. Yo La Tengo-hjónin. Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties í Englandi FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 67 Sixties Gestasöngvari Rúnar Örn Friðriksson Vesturgötu 2, sími 551 8900 AT HNýr léttu r m atseðill EUR OVI SIO N- STE MM NIN G

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.