Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 26

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 26
ÚR VERINU 26 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRÓKABÁTAR veiddu samtals 6.877 tonn af ýsu frá 1. september 2000 til 10. maí í ár en við úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2000/ 2001 var krókabátum áætlaður 3.000 tonna ýsuafli. Fyrir fiskveiðiárið 1. september 2000 til 31. ágúst 2001 er leyfileg- ur heildarafli ýsu 30.000 tonn og er áætlaður afli krókabáta 3.000 tonn. Sambærilegar tölur fyrir fiskveiðiárið 1999/2000 voru 35.000 tonna leyfilegur heildarafli og áætlaður afli krókabáta 2.500 tonn. 10. maí 2000 höfðu króka- bátar veitt 6.142 tonn, en heildar- veiði þeirra á fiskveiðiárinu varð hins vegar samtals um 8.318 tonn eða um 5.818 tonn umfram áætl- aða veiði. Skip á aflamarki veiddu samtals 21.302 tonn af ýsu til 10. maí sl., en fiskveiðiárið 1999/2000 veiddu þau samtals 32.816 tonn upp úr sjó. Ýsuafli krókabáta um 7.000 tonn MIKIÐ fjör var við höfnina í Vest- mannaeyjum í gær þegar fyrstu troll- bátarnir komu inn til löndunar eftir verkfall. Á meðal þeirra var Háey VE, sem er 114 rúmlesta togbátur, en heildaraflinn var um 15 tonn eftir um 36 tíma veiðiferð. Óskar Kristjánsson, skipstjóri á Háey, segir að hann hafi haldið sig á Álseyjarbleyðu og fyllt 38 kör. „Það er nýbúið að opna þessa bleyðu og þegar svo er, er alltaf mikill fiskur þarna, en þetta er fyrst og fremst ýsa fyrir utan lýsu og þorsk. Við vorum þrír á Álseyjarbleyðu og þetta gekk vel hjá okkur, en eitthvað var þetta samt farið að minnka þarna.“ Á markað í Englandi Aflinn, sem landað var í gær, fór beint í gáma og í skip sem flytur hann til Bretlands. Þar verður hann boðinn upp eftir helgi, en Óskar segir að gámaskipið hafi beðið eftir aflanum. Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fisksölufyrirtækisins Ísbergs Ltd. í Hull í Englandi, segir að töluvert hafi borist af fiski á mark- aðina frá færeyskum skipum meðan verkfall sjómanna á Íslandi stóð yfir og ýsuverð hafi verið hátt, en sömu sögu sé ekki að segja af þorskverði, sem hafi ekki verið sérstaklega hátt. Vegna verkfallsins í Færeyjum hafa Færeyingar möguleika á að sigla með aflann til Skotlands eða Íslands, eins og þeir hafa verið að gera, en Magnús vonar að ástandið á mörkuðum verði aftur eðlilegt þegar íslenski fiskurinn berist á ný. Hins vegar bendir hann á að öflugir kaupendur hafi verið dug- legir við að fá fisk annars staðar frá og það taki tíma að ná þeim aftur inn í kerfið. Verkfallið hafi því sín áhrif, en eftir eigi að koma í ljós hvað þau áhrif verði mikil og langvarandi. „Stærri kaupendur hafa eðlilega verið á fullu að reyna að ná sér í fisk eftir öðrum leiðum og margir þeirra segja að þeir séu búnir að útvega sér afla fyrir næstu viku,“ segir Magnús. „Það er alltaf erfitt að missa þessa aðila út, því ávallt er miklu erfiðara að vinna þá til baka og það endurspeglar áhrif verk- fallsins. Aðalmálið er að vinna þessa kúnna aftur.“ Gott hjá ríkisstjórninni Tíu manns eru í áhöfninni á Háey og að sögn Óskars skipstjóra er gert ráð fyrir að halda aftur á miðin um hádegið í dag en hann segir að menn séu mjög ánægðir með að vera lausir úr verkfallinu. „Það er ágætt að ríkisstjórnin greip inn í þetta og hún hefði átt að gera það miklu fyrr því verkfallið skil- ar okkur engu nema tekjutapi,“ segir Óskar. „Það er gott að veiði er byrjuð á ný en það er skelfilegt að hafa misst af vertíðinni. Ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið í taumana hefðum við sjálfsagt verið í verkfalli fram á næsta ár, því þeir höfðu 14 mánuði til að semja án árangurs og ekki tókst það síðan á 46 dögum.“ Mikil ýsu- veiði á Áls- eyjarbleyðu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Landað úr Háey VE í gær en þá var landað úr trollbátum í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn eftir verkfall. SJÓMENN fá nærri einni milljón króna hærri örorkubætur við 100% örorku en aðrar stéttir, samkvæmt lögbundnum slysatryggingum. Samkvæmt lögfestum samning- um fá sjómenn 63.719 krónur í ör- orkubætur fyrir hvert örorkustig frá 1% til 25%, 127.419 krónur fyrir hvert örorkustig frá 26% til 50% og 191.131 fyrir hvert örorkustig frá 51% til 100%. Samkvæmt siglinga- lögum fá sjómenn rúmar 9,5 millj- ónir í örorkubætur við 100% ör- orku samkvæmt siglingalögum en rúmar 14,3 milljónir samkvæmt lögfestum samningum. Til saman- burðar má nefna að launþegar í Verkamannasambandi Íslands og iðnverkafólk fá tæpar 9,4 milljónir króna í örorkubætur vegna 100% örorku, félagar í Rafiðnaðarsam- bandi Íslands, Samiðn og bóka- gerðarmenn fá 12,3 milljónir og bankamenn fá 12,5 milljónir en samkvæmt nýjum kjarasamningi bankamanna munu allar slysa- tryggingarfjárhæðir hækka um 30% 1. júlí nk. Eins og greint hefur verið frá eru sjómenn einnig með sérstakar ábyrgðartryggingar, auk lögbund- inna slysatrygginga. Slíkar trygg- ingar eru hinsvegar háðar svokall- aðri sakarreglu en hún gerir ráð fyrir bótaskyldu af hálfu útgerðar ef tjónþoli getur sýnt fram á að slys verði rakið til vanbúnaðar eða gáleysis af hálfu útgerðarinnar eða starfsmanna hennar. Sjómenn eru með betri tryggingar en aðrir            3   3            !"# $#  %  %"# #  !"#  "# &  #  &   ' (( )*# 748 77 748 77 44;85<; 44;85<; 44;85<; 999 <88 "# + , ( ;996 <9 47797 7 ;797668 ;797668 574 56 574 56 574 56 54; 759 - , ( *( % "  , ( " . + 454<; 67< ; .+ 4;46 5<4 ; .+ 5<459 ;  7    

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.