Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 31 SMÁVINIR fagrir er yfirskrift vortónleika Kvennakórs Reykja- víkur sem haldnir verða í Lang- holtskirkju á morgun, sunnudag- inn, kl. 20. Á efnisskránni eru m.a lög frá Austur-Evrópu, Finnlandi og Bretlandi. Einnig verða flutt lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Hljóðfæraleikarar eru Svana Vík- ingsdóttir á píanó og Kolbeinn Bjarnason á flautu. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Senjorítur Kvennakórs Senjorítur Kvennakórs Reykja- víkur halda einnig vortónleika sína í Langholtskirkju í dag, sunnudag, kl. 16. Senjoríturnar eru hópur eldri kvenna sem hafa starfað síð- an 1995. Efnisskráin er blönduð, m.a. lög við ljóð Tómasar Guð- mundssonar. Kvennakór Reykja- víkur kemur einnig fram sem gest- ur á tónleikunum. Svana Víkingsdóttir leikur með á píanó og stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Vortón- leikar Kvennakórs Reykjavíkur ÞRIÐJA starfsári Allegro Suzuki- tónlistarskólans lýkur með vortón- leikum í dag klukkan 11.00 að Holtavegi í húsnæði KFUM og K. Nemendur eru á aldrinum 3 – 17 ára og koma þeir allir fram á tón- leikunum. Kennarar skólans eru fimm. Þeir eru Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Þórdís Stross, Gyða Halldórsdóttir og Helga Ragnheiður Óskarsdóttir. Blómlegt foreldrastarf hefur verið innan skólans í vetur og er kaffi og veitingar í boði foreldra að loknum tónleikunum. Suzuki- tónleikar KATÝ Hafsteins opnar sölusýn- ingu á fantasíuhúsgögnum og munum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugardag. Katý hannar og smíðar fantasíu- húsgögn, spegla og aðra hluti úr því sem aðrir hafa ætlað að henda. Sýningin stendur aðeins um helgina, frá kl. 12-18 laugardag og sunnudag. Fantasíu- húsgögn í Ráðhúsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.