Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 42

Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRAVETUR fór fram mikil um- ræða á Alþingi um stóriðjuframkvæmdir og byggingu virkjana á hálendinu norðan og austan Vatnajökuls. Fylgismenn þeirra framkvæmda töluðu um að umhverfis- verndarsinnar væru að þyrla upp mold- viðri og sökuðu stjórnarandstöðuna meira að segja um málþóf. En þessi um- ræða var nauðsynleg og – það sem meira er – hún var ákaflega gagnleg. Hún var m.a. gagnleg vegna þess að þáverandi iðnaðarráðherra gaf mikilvægar, skuldbindandi yfirlýs- ingar um málið. Þannig gaf iðn- aðarráðherra eftirfarandi loforð í umræðum á Alþingi 20. desember 1999: „Ekki verður samið um orku til nýs álvers frá Landsvirkjun nema sá orkusölusamningur skili 5-6% arðsemi eins og eigendur fyr- irtækisins hafa lagt upp með.“ Þessa heitstrengingu ítrekaði ráð- herrann við framhald umræðunnar daginn eftir og til að ljá orðum sín- um aukinn þunga vísaði hann til þess að fleiri ráðherrar í ríkis- stjórninni hefðu gefið þetta sama loforð úr sama ræðustóli. Sem er alveg rétt. En það var fleira sem iðnaðarráðherrann hét þingi og þjóð í þessari umræðu. Mér lék nefnilega mikil for- vitni á að vita hvort ráðist yrði í nokkrar framkvæmdir sem tengdust virkjana- áformunum fyrr en endanlegar ákvarðanir um verkefnið lægju fyrir. Undir lok um- ræðunnar 21. desem- ber gekk ég eftir því að ráðherrann staðfesti að ekki yrðu „hafnar neinar framkvæmdir í Fljótsdal“ fyrr en gengið hefði ver- ið frá samningum um orkusölu og fleira. Og iðnaðarráðherra svaraði vafningalaust: „Þessar yfirlýsingar hafa legið fyrir frá upphafi. Auðvit- að verður ekki ráðist í þessar fram- kvæmdir nema búið sé að semja um alla þætti málsins nema þá að tryggingar … séu fyrir því að Landsvirkjun verði ekki fyrir nein- um skaða af málinu.“ Það þarf ekki að taka það fram að engir samningar hafa verið gerð- ir um orkusölu eða neina aðra þætti sem snerta stóriðjuáform ríkis- stjórnarinnar á Austurlandi. Og er þá komið að fyrirspurninni: Af hverju er verið að leggja vegi upp um heiðar með vísan til þess að ef til vill verði reist stífla við Kára- hnjúka og búið til uppistöðulón þar á stærð við Hvalfjörð? Af hverju eru hafnar vegaframkvæmdir vegna hugsanlegra þungaflutninga um ósnortin víðerni inni á hálend- inu? Var ekkert að marka loforð iðn- aðarráðherrans í þessu máli? Og ef sú er raunin, er þá ástæða til að treysta svardögunum um að ekki verði gerðir nýir samningar um orkusölu til stóriðju nema þeir skili Landsvirkjun svo miklum arði að hægt verði að lækka raforkuverð til almennings um 20-30% eins og ráð- herrarnir tóku hvað eftir annað fram í umræðunni? Fyrirspurn í framhaldi af loforði Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. Virkjanir Af hverju eru hafnar vegaframkvæmdir, spyr Ögmundur Jónasson, vegna hugsanlegra þungaflutninga um ósnortin víðerni inni á hálendinu? Bráðamóttökur sjúkrahúsa gegna því hlutverki að taka á móti fólki sem hefur slasast og veikst skyndilega. Slys gera ekki boð á undan sér og veikindi oft ekki heldur, því þarf starfsfólk á bráða- móttökum stöðugt að vera viðbúið því óvænta, sem gerir miklar kröfur til þjálfunar þeirra og menntunar. Ekki gefst tími til undirbúnings þeim breytingum sem skyndileg og alvarleg veikindi eða slys óhjákvæmilega hafa í för með sér fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Óvissan sem slíkum at- burðum fylgir veldur álagi eða streitu sem er mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni, en vegna þessa óvissuástands má telja ólík- legt að hægt sé að koma í veg fyrir streitu meðal fjölskyldu. Fjöl- skyldur þurfa því sértækrar með- ferðar við vegna þessa álags sem hefur neikvæð áhrif á getu fjöl- skyldumeðlima til að meðtaka upp- lýsingar, nýta sér bjargráð og við- halda annarri venjulegri starfshæfni sem gerir þá færa um að styðja hver annan og sjúklinginn. Rann- sóknir sýna að það hvernig umönnun fjöl- skyldna sé háttað grundvallast á sam- starfi heilbrigðis- starfsfólks, hug- myndafræði og stefnumörkun stofn- ana. Ég held að ekki sé of sterkt að orða kveðið að segja að umræður um dauðann forðast bæði fjölskyld- ur og heilbrigðisstarfsfólk. En vís- bendingar eru um, t.d. frá rann- sóknum í heilsugæslu, að fái fólk tækifæri til að ræða ákvarðanir sem tengjast lífslokum þá tekur það því fegins hendi. Af því má draga þá ályktun að fólk sé jafnákaft í að hafa stjórn á ýmsu sem viðkemur dauðanum eins og lífinu sjálfu og kemur það ekki á óvart. Mikla athygli og áhuga bráða- hjúkrunarfræðinga víða um heim vakti grein í Journal of Emer- gency Nursing 1992 þar sem fjallað er um níu ára reynslu bráðamóttöku af áætlun sem gerir ráð fyrir nærveru fjölskyldna við endurlífgunartilraunir. Forsaga þess er sú að aðstandendur höfðu í tvö skipti krafist þess að fá að vera við endurlífgunartilraunir sjúklinga sem leiddi til þess að starfsfólk fann sig knúið til að endurskoða áður viðhaft verklag. Áætlunin gengur m.a. út á það að fjölskylda er skilgreind sem stuðn- ingsaðili sjúklings í ákveðinn tíma við endurlífgunartilraunir. Hefur þessi áætlun orðið kveikjan að fjölda rannsókna og breytinga á starfsháttum á bráðamóttökum víða um heim. Á ráðstefnu heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 21.– 23. maí nk. verður fjallað um nær- veru aðstandenda við endurlífgun- artilraunir og kynnt viðhorf og reynsla fjölskyldna og heilbrigð- isstarfsfólks af því, m.a. rannsókn meðal íslenskra bráðahjúkrunar- fræðinga. Nærvera aðstand- enda við endur- lífgunartilraunir Elín Margrét Hallgrímsdóttir Endurlífgun Fólk er jafnákaft í að hafa stjórn á ýmsu sem viðkemur dauðanum, segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir, eins og lífinu sjálfu. Höfundur er símenntunarstjóri á Akureyri. Þ au tíðindi gerðust í ríkinu Massachus- etts í Bandaríkj- unum í vikunni að tvíburasysturnar Lauren Alma og Sarah Jane komu í heiminn. Systrunum mun báðum heilsast vel og þær hafa ekki hugmynd um að fæð- ing þeirra hefur verið eitt heit- asta umræðuefnið í Bandaríkj- unum upp á síðkastið. Ástæðan er sú að móðir þeirra, Jane Swift, er ríkisstjóri Massachu- setts og hún harðneitaði að láta af völdum á meðan hún lá á sjúkrahúsi vegna fæðing- arinnar. Hún virðist haldin þeirri nýmóðins grillu að með- ganga og barnsfæðing flokkist ekki undir veikindi sem ræna konur heilbrigðri hugsun. Jane Swift tók við emb- ætti rík- isstjóra í síð- asta mánuði, þegar forveri hennar var skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Kanada. Eins og gefur að skilja var hún þá þegar langt gengin með dæt- urnar tvær, en hún sagðist samt ekki víla fyrir sér að gegna er- ilsömu starfinu. Þeir voru fáir sem kipptu sér upp við það, a.m.k. opinberlega. Það fór hins vegar að versna í því í síðustu viku, þegar Jane Swift fékk hríðir. Nú gæti kannski einhver spurt hvort ekki hefði mátt reikna með því að ríkisstjórinn fengi hríðir þegar komið var fram á níunda mánuð meðgöngu, en sá hinn sami ætti að hafa í huga að rík- isstjórinn starfar í hinni eldfimu pólitík. Í fyrsta lagi, þá fékk hún hríðirnar þegar hún var á símafundi með varaforsetanum Dick Cheney, ásamt öðrum rep- úblikönum sem sitja á stóli rík- isstjóra vítt og breitt um Bandaríkin. Þessi staðreynd hefur verið margendurtekin í fréttum enda hin merkilegasta. Eitt dagblað sá reyndar ástæðu til að taka fram að Jane Swift hefði einfaldlega lagt tólið hljóðlega á símann sinn þegar hún fann hríðirnar. Ekki dugði að trufla fundinn. Í öðru lagi, þá neitaði hinn 36 ára gamli ríkisstjóri að líta svo á að hún væri á nokkurn hátt veik og ófær um að gegna emb- ættinu. Hún var lögð inn á sjúkrahús, þar sem læknar ákváðu að tefja fæðingu tví- buratelpnanna um nokkra daga. Þessa daga notaði ríkisstjórinn meðal annars til að halda síma- fundi með ýmsum ráðum og nefndum. Ein þessara nefnda er skipuð pólitískum andstæð- ingum ríkisstjórans og töldu þeir að með símafundinum hefði ríkisstjórinn brotið gegn stjórn- arskránni. Fimm af átta nefnd- armönnum töldu ástæðu til að leita til dómstóla eftir úrskurði um málið. Þessir fimm reyndust með stíflað pólitískt nef en átt- uðu sig ekki á því fyrr en um seinan, þegar almenningur brást við hart og sagði illa farið með ólétta konu. Margir urðu til að benda á, að ef Swift væri miðaldra karlmaður, sem hefði t.d. þurft að gangast undir að- gerð á blöðruhálskirtli, þá hefði ekki nokkur maður ætlast til að ríkisstjórinn afsalaði sér völdum á meðan. Símafundir hefðu þótt í fínu lagi þar til hann bragg- aðist. Svo versnaði enn í málinu fyrir andstæðinga ríkisstjórans þegar hæstiréttur ríkisins sagði ekkert athugavert við símafund- ina. Nú eru sem sagt telpurnar tvær komnar í heiminn en móð- ir þeirra ætlar ekki að gefa eft- ir. Hún segist að vísu ætla að vera heima hjá sér næstu 8 vik- urnar, en halda samt áfram að stjórna ríkinu með hinum marg- umræddu símafundum. Undirrót alls þessa er sú staðreynd, að ef Jane Swift af- salaði sér völdum tímabundið, þá myndi innanríkisráðherra Massachusetts taka við stjórn- artaumunum og sá er demó- krati. Það má auðvitað alls ekki gerast, því ríkisstjórinn „hefur skyldum að gegna gagnvart kjósendum sínum“, eins og að- stoðarmenn hennar hafa marg- ítrekað, og „kjósendur ætlast til að embættismenn sem þiggja laun af skattpeningum vinni fyrir þeim launum.“ Margir hafa dáðst að stað- festu Jane Swift, sem ætlar sér að gegna embætti hvað sem tautar og raular. Hins vegar er þetta fordæmi Swift komið út í ákveðnar öfgar og umdeilanlegt hvort hún hafi valið bestu leið- ina til þess að gegna „skyldum sínum“ gagnvart kjósendum. Það er nefnilega hætt við að verðandi mæður, sem og verð- andi feður og síðar meir börn þeirra, kunni henni litlar þakkir fyrir. Pólitíska embættið hefur þvingað hana til að láta eins og ástæðulaust sé með öllu fyrir konur og karla að staldra við þegar börnin þeirra koma í heiminn. Afleiðingin er sú að hún gerir lítið úr baráttu síð- ustu áratuga fyrir mannsæm- andi fæðingarorlofi, sem flestir gera sér grein fyrir að kemur ekki eingöngu fjölskyldunni til góða heldur þjóðfélaginu öllu. Hún ýtir undir fáranlega ímynd kvenna á framabraut sem ein- hverra súperkvenna, sem verði að geta gert allt í einu, meira að segja drottnað yfir millj- ónum manna á meðan börnin eru tekin með keisaraskurði. (Áróðursmeistarar ríkisstjórans tóku sérstaklega fram að hún hefði fengið mænudeyfingu í stað svæfingar. Hún hefði því aldrei misst ráð né rænu, allan tímann verið fullkomlega fær um að taka afdrifaríkar ákvarð- anir hefði skyldan kallað). Þegar öllu er á botninn hvolft er unga konan á ríkisstjóra- stólnumí Massachusetts í sömu sporum og mæður á framabraut um allan heim. Munurinn er bara sá að forgangsröðun Jane Swift fer fram í sviðsljósi fjöl- miðla og gæti þar af leiðandi haft áhrif á fleira en það, að fjölga símafundum áhrifamanna í Massachusetts. Pólitísk fæðing Það er nefnilega hætt við að verðandi mæður, sem og verðandi feður og síðar meir börn þeirra, kunni henni litlar þakkir fyrir. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson Hkfridriksson- @ucdavis.edu Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.