Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 63

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 63 Í FRAMHALDI af grein Gunnars Stefánssonar, Kvisthaga 16, Reykja- vík, sem birtist í Morgunblaðinu 16. maí sl., vil ég upplýsa um eftirfarandi staðreyndir um starfsemi Norræna hússins. Fjármunir þeir sem bóka- safnið hafði úr að spila á árinu 2000 (fjárhagsáætlun ársins 2001 gerir ráð fyrir nánast sömu upphæð) voru tæp- ar 3 milljónir ísl. kr. (reikna má með að bók komin í hillu í safninu kosti á bilinu 3.–5.000 ísl. kr. og myndbandið ríflega 10.000 ísl. kr.) Það má vissu- lega taka undir það með Gunnari að fjárveitingar séu ekki miklar en þetta er staðreyndin. Síðan ber þess að geta að sjóðurinn rýrnar um tæp 25% sem renna til rík- isins í formi aðflutningsgjalda. Það er því nokkuð augljóst að með þetta fé á milli handa er ekki hægt að kaupa nema hluta af því áhugaverðasta sem gefið er út á Norðurlöndunum. Þess vegna m.a. eru starfsmenn bókasafns- ins ávallt tilbúnir að athuga hvort rétt- lætanlegt sé að kaupa þau rit sem lán- þegar benda á eða spyrja eftir. Þannig var það einnig þegar Gunnar spurði um umrædda bók eftir Ingvar Carls- son, en ráða má af grein hans að neit- að hafi verið að kaupa bókina. Athug- að var hvaða dóma hún hefði hlotið og var hún pöntuð frá Svíþjóð 7. maí sl., samtímis var einnig pöntuð önnur bók sem Vigfús Geirdal nefndi í þætti sín- um eftir Jonas Gummesson og annar lánþegi hafði spurt eftir. Vonandi koma þessar bækur fljót- lega og mun þá eins og alltaf er gert haft samband við þann lánþega sem hefur stungið upp á innkaupum og hann látinn vita að ritið sé komið. Hvað snertir innkaup á myndböndum frá Norðurlöndunum takmarkast þau af fjármagninu líka en nýskráð mynd- bönd árið 2000 voru 185. Hvað snertir sýnileika starfsemi Norræna hússins má benda á að Reykjavík nútímans með sinni fjöl- breyttu menningarflóru og framboði og Reykjavík fyrir tíu, svo ekki sé nú sagt fyrir þrjátíu árum síðan, eru mjög ólíkir staðir hvað snertir fram- boð af menningarviðburðum. Núna er dagskrá í Norræna húsinu oft á tíðum ein af mörgum dagskrám sama dag- inn í Reykjavík, en fyrir nokkrum ár- um var það ef til það eina sem boðið var upp á af þeim toga þá vikuna. Þessi gleðilega þróun menningar- starfsemi í borginni eykur samkeppn- ina um gesti og athygli og ber að fagna því. Við erum stolt og glöð yfir því að flestir þeir menningaratburðir sem við höfum boðið upp á hafa verið vel sóttir og hlotið mikla og góða umfjöll- un fjölmiðla. Fyrir hönd Norræna hússins, ANDREA JÓHANNSDÓTTIR, yfirbókavörður, Sturlugötu 5, Reykjavík. Svar við bréfi Gunnars Stefánssonar Frá Andreu Jóhannsdóttur: SÖNGKEPPNI framhaldsskóla- nema var haldin laugardaginn 28. apríl sl. Keppnin hefur venjulega verið haldin í Laugardalshöllinni en vegna seinkunar, m.a. vegna kenn- araverkfalls, misstu nemendur áður frátekið kvöld í Höllinni. Að þessu sinni var keppnin því haldin í Há- skólabíói þar sem hljómburður er með ágætum. 23 framhaldsskólar tóku þátt í keppninni og stigu fulltrúar þeirra á svið hver af öðrum og sýndu mikla snilld í söng og sviðsfram- komu. Keppnin var í heild sinni al- veg frábær og undirspil hjómsveit- arinnar Írafárs, sem lagt hafði hart að sér við að æfa öll lögin, var framúrskarandi. Unglingarnir höfðu lagt mikið kapp í að skila sínu framlagi sem best. Sumir höfðu fengið aðstoð fatahönnuða, aðrir höfðu fengið góða textahöfunda til að snúa er- lendum textum yfir á íslensku. Miklir peningar eru lagðir í svona keppni, einhverjar milljónir, og um er að ræða háalvarlegan atburð, einhvern þann merkasta sem fram- haldsskólanemar sameinast um á ári hverju. Langflestir flytjendur hefðu ver- ið til sóma fyrir landið okkar hvar sem væri í heiminum, svo góð voru þau. Það vakti strax í upphafi at- hygli hversu einsleit dómnefndin var, en hún samanstóð af þremur aðstandendum íslenska lagsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í ár og einum óperusöngv- ara. Allt karlar. Vaninn er hins veg- ar að hafa bæði kynin í dómnefnd, að dómendur séu fulltrúar hinna mismunandi tónlistarstefna og einnig að þeir séu í forsvari fyrir yngri og eldri kynslóðina eða með öðrum orðum fólk með víðtæka reynslu. Allir biðu spenntir eftir því hverjir hlytu hin þrjú eftirsóknar- verðu sæti. Þegar dómnefndin birt- ist eftir langan tíma byrjuðu þeir á að tilkynna að þeir hefðu breytt keppnisreglunum, sætin yrðu ekki þrjú heldur fjögur því svo þótti þeim sviðsframkoma eins skólans skara fram úr. Þeir tóku skýrt fram að útnefningin væri ekki fyrir söng heldur dans og leikræna tjáningu í flutningi lagsins. Bíðum við, nú fór maður að spyrja sig hvort hér væri verið að dæma um leiklist eða söng. Í þriðja sæti lenti síðan skóli sem hafði í frammi fádæma kröftuga sviðframkomu og mjög háværan söng. Hér sýndist enn sem verið væri að gefa stig fyrir leikræna tjáningu. Í öðru sæti lenti efnilegur söngvari sem byrjaði einkar vel en rataði í smá vandræði í seinni hluta lagsins. Enn kom dómnefndin á óvart. Í fyrsta sæti lenti síðan pilt- ur sem var annar tveggja karlflytj- enda í keppninni. Þar með voru 100% þeirra karla sem tók þátt í keppninni komnir í verðlaunasæti. Þetta vekur margar áleitnar spurningar. Höfðu karlanir í dóm- nefndinni e.t.v. enga reynslu varð- andi kvenraddir? 91% flytjenda voru þó konur. Það vakti einnig furðu að verðlaunalögin voru öll ut- an eitt flutt eftir hlé eða nánar til- tekið lög nr. 19, 21 og 23. Er það aðeins tilviljun að lögin sem lentu í efstu sætunum séu annað hvert lag í lok keppninar? Eða er ef til vill lé- legu skammtímaminni dómnefndar um að kenna? Einnig vakti athygli að enginn af þeim 12 skólum utan höfuðborgarsvæðisins var valinn. Söngkeppni framhaldsskólanna hefur á undanförnum árum fengið mikla umfjöllun bæði í blöðum og sjónvarpi. Í ár er þessu öðruvísi farið, hvergi hefur verið minnst á keppnina svo halda mætti að hún hafi aldrei farið fram. Meginatriðið er að sýna verður framhaldsskólanemum öllum, og listamönnunum sem leggja allan sinn metnað í keppnina, þá virðingu að skipa dómnefnd fólki með sem víðtækasta reynslu og þekkingu. Það er með ólíkindum að ekki skuli hafa fundist ein kona til setu í dóm- nefnd, hvað þá að þar skuli sitja þrír fulltrúar sama popptónlistar- hópsins. Hér skal skýrt tekið fram að um mjög persónulega skoðun og reynslu greinarhöfundar er að ræða, svo dæmi nú hver um sig þegar keppnin verður sýnd í Rík- issjónvarpinu þann 21. og 22. maí næstkomandi. BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, Holtagerði 36, Kópavogi. „Söng“keppni framhalds- skólanema marklaus vegna einsleitrar dómnefndar Frá Bryndísi Jónsdóttur: FORELDRAFÉLAG tvítyngdra barna var stofnað þann 5. apríl í Ölduselsskóla að tilstuðlan For- eldrafélags skólans, sem hafði sam- band við Barböru Kristvinsson og spurði hana hvort hún hefði áhuga á að veita foreldrafélaginu forstöðu. Barbara er aðflutt frá Bandaríkjun- um og á þrjú börn í skólanum. Barbara segir félagið vilja stuðla að því að börnin finni sig velkomin í íslenskt þjóðfélag, bæði þau sem eru íslensk að uppruna og koma heim eftir langdvöl í öðru landi þar sem þau hafa alist upp við og vanist öðru máli en íslensku og eins hin sem eiga foreldra af sitt hvoru þjóðerninu. Langtímarannsóknir sýni að ekki sé best að láta þau læra með því að taka eitt mál frá þeim og kenna þeim ann- að heldur þurfi að viðhalda báðum tungumálunum. Hér á landi, þar sem mikil áhersla er lögð á tvítyngi og að kenna börnum önnur mál, þá er lítil sem engin áhersla lögð á að nýta þekkingu barna sem þegar búa yfir slíkri tungumálakunnáttu. Það er til að mynda ekki talið gott að láta börn sem hafa alist upp að miklu leyti í enskumælandi löndum, sitja grunn- tíma í ensku og læra sama námsefni og börn sem enga þekkingu hafa. Það dragi úr áhuga þeira og gleði yf- ir náminu. Markmið hópsins eru meðal ann- ars þau að mennta og upplýsa for- eldra tvítyngdra barna um lagaleg réttindi varðandi málakennslu barna sinna, kynna þeim hjálp sem þegar er fyrir hendi, t.d. hjá ÍTR sem veitir móðurmálskennslu í fimm tungu- málum og hversu mikilvægt er að viðhalda fyrsta tungumáli eða móð- urmáli hjá börnunum. Það er mikilvægt að stuðla að rannsóknum um tvítyngd börn og sí- menntun kennara. Tvítyngd börn þyrftu að fá að minnsta kosti tveggja ára kennslu í móðurmáli sínu ef vel ætti að vera. Á Íslandi er talsverð áhersla lögð á tungumálakunnáttu en barn sem kemur til landsins lærir íslensku en missir um leið niður móð- urmálið vegna þess hve lítil áhersla er lögð á að viðhalda því. Lítið er til af kennsluefni fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál og ekkert kerfi til staðar til að fylgj- ast með framförum nemenda sem eru að læra nýja tungumálið og nauðsynlegt er að auka fræðslu til foreldra tvítyngdra barna. Þetta er margþætt verkefni en ætti þó að vera hægt að vinna með samvinnu þeirra sem að málinu koma. Öll foreldrafélög landsins eru hvött til að skoða þessi mál og stofna félög fyrir foreldra tvítyngdra barna. Hægt er að hafa samband við Barböru í gegnum póstfangið: bhk@islandia.is og einnig er hægt að hafa samband við foreldrafélag Ölduselsskóla ef þörf er á frekari upplýsingum. VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR, blaðamaður í lausamennsku. Foreldrafélag tvítyngdra barna Frá Vigdísi Stefánsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.