Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FEMKE Kuiling heitir hún og kemur frá Hollandi. Í dag kl. 16 opnar hún ljósmyndasýningu í Gall- eríi Geysi í Hinu húsinu við Ingólfs- torg. Hún nam listir í fjögur ár við Academy of Arts í Kampen í heima- landi sínu. En það er sjálft Ísland sem hún ber á borð fyrir okkur í dag og fram til 3. júní. Enda hefur Femke farið víða og séð margt á meðan hún lét gamlan æskudraum rætast um að koma til Íslands og dvelja hér í eitt ár. Ljósaskiptin uppáhaldstíminn „Ég bý á Hjálpræðishernum, og ég vinn þar líka. Ég byrjaði reynd- ar á því að vinna á Flúðum og tína tómata, kál og jarðaber, sem að sögn bændanna eru betri en þau hollensku,“ segir Femke og glottir. „Eftir það kom ég til Reykjavíkur og vann á elliheimili, síðan á bónda- bæ og nú er ég aftur komin til Reykjavíkur.“ Í listaháskólanum einbeitti hún sér aðallega að málverkinu til að byrja með. „Á þriðja ári byrjaði ég í ljósmyndun, en var þó aðallega að vinna með ljós á ýmsan máta og fannst gaman blanda saman ljósi og hljóði í innsetningar verk- um.“ – Hvernig lýsirðu þess- ari sýningu þinni? „Ég hef tekið mikið af panorama-litmyndum. Mér finnst auðveldara að skapa andrúmsloft með litum. Þetta eru að mestu lands- lagsmyndir, en einnig nokkrar myndir úr Reykjavík. Ég hef mjög gaman að sérstakri lýsingu í myndunum, ef ljósið, sólin myndar skrítin munstur einsog eitthvað undarlegt sé á seyði. Ég reyndi að taka mynd af norð- urljósunum en það heppnaðist ekki alveg, ég verð að reyna aftur. Mér finnst frábært hversu lengi sólin er að setjast á veturna því þá gefst góður tími til að taka fallegar myndir. Ljósa- skiptin eru uppáhaldstím- inn minn. Með myndunum mínum langar mig til að hvetja fólk til að líta umhverfi sitt ferskum augum. Vana- lega finnst því það leið- inlegt, en málið er að horfa á það á nýjan hátt, að fá nýja meiningu í hlutina og leyfa huganum að reika,“ útskýrir Femke. „Þannig er ljósmyndin bara smáræðis hjálpartæki, fólki er ekki gefið allt heldur á það að vinna sjálft, og seinna að halda áfram, fara að sjá nýja meiningu, nýtt form eða nýja vídd á annars hversdags- legustu hlutum.“ Femke hefur unnið sem ljósa- maður í leikhúsi í Hollandi og segir að hún sé heilluð af ljósi. „Það er hægt að búa til nýjan heim með ljósi,“ segir hún dreymandi. „Ann- ars finnst mér skemmtilegra að sjá þessa mismunandi heima úti í raun- veruleikanum frekar en í því lokaða rými sem leikhúsið er. Mér finnst eiginlega rigningin fyrir utan leik- húsið meira spennandi. Já, það er þessi spurning um hver raunveru- leikinn sé sem mér finnst mjög heillandi,“ segir Femke og segist ekki ætla nánar út í þá sálma því þá haldi hún endalaust áfram. Femke heldur brátt heim á leið og langar að læra meira um ljós- myndatæknina, en hingað til hefur einungis notað listrænan bakgrunn sinn til að vinna myndir sínar út frá. And- rúmsloft í litum Femke Kuiling Sígandi sól og skínandi ljós. Ljósmynd/Femke Kuiling Sólin leikur sér að landinu. Opnun ljósmyndasýningar í Galleríi Geysi Better Than Chocolate (Betra en súkkulaði) ( R ó m a n t í s k g a m a n m y n d ) ½ Leikstjóri: Anne Wheeler. Handrit: Peggy Thompson. Aðalhlutverk: Wendy Crewson, Karyn Dwyer og Christina Cox. Kanada, 1999. Bönnuð innan 12 ára. BETRA en súkkulaði heitir þessi kanadíska kvikmynd, sem fjallar um unga samkynhneigða stúlku sem er að koma undir sig fótunum í lífinu. Kápa myndbands- ins gefur reyndar í skyn að um nokkurs konar lesbísk-erótískan trylli sé að ræða, e.t.v. í von um að veiða nokkra áhorfendur á fölskum forsendum. Þetta er þvert á móti ósköp hug- ljúf kvikmynd um viðburðaríkan tíma í lífi hinnar 19 ára gömlu Maggie, sem hættir í skóla og leig- ir sér íbúð til að fá svigrúm til að finna sjálfa sig. Hún eignast kær- ustu og góða vini, en þarf einnig að læra að glíma við fordóma og ótta. Það eru margir góðir sprettir í handritinu, samskipti Maggie við fjölskyldu sína og vini eru vel upp byggð, og sagan er hressilega hispurslaus. MYNDBÖND Hressileg og hisp- urslaus Heiða Jóhannsdótt ir Glæpaheimur (Point Doom) ( S p e n n u m y n d ) Engin stjarna Leikstjóri: Art Camacho. Aðal- hlutverk: Sebastian Bach, Andre Dice Clay og Angie Everhart. Bandaríkin, 1999. Bergvík. (100 mín). Bönnuð innan 16 ára. EKKI verður annað sagt en maður hafi rekist á talsvert magn af lélegum kvikmyndum á mynd- bandi í gegnum tíðina. Glæpa- heimur er engu að síður gædd þeim vafasama heiðri að tróna á toppnum hvað það varðar, eða réttara sagt á botninum. Hér er í mesta lagi um að ræða afurð sem maður hefði búist við frá tveim- ur skóladrengjum illa höldnum af gelgju, en leikstjóri myndarinnar (sem heitir því kaldhæðnislega nafni Art) er fullorðinn maður, sem ég veit að öðru leyti ekkert um, nema að honum finnst glæpa- gengi, stórar byssur og súludansar greinilega mjög töff. Það sem fyllir band þessarar spólu er hreint rusl og er sorglegt að það hafi ratað alla leið yfir Atlantshafið yfir á ís- lenskan myndbandamarkað. Heiða Jóhannsdótt ir Botnin- um náð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.