Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÞVÍ fylgir ávallt sérstök tilfinn- ing að standa á hæsta tindi lands- ins eftir hressilega jöklagöngu í fallegu veðri. Hvannadalshnúkur í Öræfajökli er 2.119 metra hár og á engan sinn líka á Íslandi. Átta manna leiðangur, sem kom akandi á jeppum frá Gríms- vötnum, fór á tindinn síðastliðinn miðvikudag og nutu leiðang- ursmenn frábærs útsýnis. Flestir voru að sigra tindinn í fyrsta skipti og var enginn svikinn af tindagöngunni þótt bratt væri á köflum. Morgunblaðið/Golli Gengið á hæsta tindinn infjárhlutfalli, en Seðlabankinn tel- ur nauðsynlegt að fjármálastofn- anir hafi tilskilið lágmark eigin- fjárhlutfalls til að bregðast við hugsanlegum samdrætti í efna- hagslífinu. Í riti Seðlabankans kemur fram að fjölmargar alþjóðlegar rann- sóknir hafa leitt í ljós ýmsar lík- legar, þó ekki öruggar, vísbend- ingar um fjármálakreppur og hafa nokkrar rannsóknir gefið ákveðn- ari viðvörunarmerki en áður, sem eru t.d. viðskiptahalli, útlána- þensla og hækkun eignaverðs. Allt eru þetta hættumerki í íslenska fjármálakerfinu en að mati Seðla- bankans er þó varla líklegt að stöðu innlendra lánastofnana sé hætta búin án frekari ytri áfalla. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár. Íslensk heimili eru orðin þau skuldsettustu í heimi og aðeins einu sinni á síðustu þremur ára- tugum hefur hlutfall skulda fyr- irtækja af landsframleiðslu aukist jafnmikið á einu ári og sl. tvö ár. Þá hefur hlutfall skammtíma- skulda einstaklinga aukist mjög ört síðustu tvö árin og að mati Seðlabankans gefur slík þróun til kynna meiri áhættu fyrir fjármála- SEÐLABANKI Íslands telur óhóflegan viðskiptahalla og útlána- aukningu fjármálastofnana geta leitt til óstöðugleika í fjármála- kerfinu og hugsanlega leitt til fjár- málakreppu, líkt og dæmi eru um á Norðurlöndunum og víðar í heiminum. Þetta kemur fram í nýj- asta hefti Peningamála sem Seðla- bankinn gefur út. Þar kemur jafn- framt fram að geta fjármála- kerfisins til að standa af sér erfiðleika hefur minnkað vegna verri afkomu og lækkunar á eig- kerfið, þar sem veð fyrir slíkum lánum eru yfirleitt ótryggari eða engin. Lækkun á fasteignaverði gæti valdið útlánatapi Þá telur Seðlabankinn að veru- leg hætta sé á að lækkun verði bæði á atvinnu- og íbúðarhúsnæð- isverði og það geti valdið útlána- tapi hjá lánastofnunum komi til samdráttar í efnahagslífinu. Það gæti leitt til þess að veð yrðu ófull- nægjandi sem eiga að tryggja end- urgreiðslu lána. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið gríðarleg undanfarin ár og álíka mikil og varð á Norð- urlöndum fyrir tíu árum. Þar gekk raunhækkun á fasteignaverði að miklu leyti til baka þegar aftur- kippur kom í þjóðarbúskapinn og gekk m.a. að fullu leyti til baka í Finnlandi. Seðlabankinn telur hins vegar erfitt að fullyrða um hversu miklar líkur eru á samskonar þró- un hér á landi, en metur það svo að í útlánum sínum verði lána- stofnanir að gera ráð fyrir þeim möguleika. Seðlabankinn telur viðskiptahalla og útlánaaukningu ógna stöðugleikanum Ýmis hættumerki í ís- lensku fjármálakerfi  Óhóflegur/39 PATTSTAÐA er orðið sem þing- menn stjórnarflokkanna nota um þá stöðu sem er uppi í málefnum smá- báta hvað varðar fyrirhugaða kvóta- setningu veiða á ýsu, ufsa og steinbít 1. september nk. Ágreiningur er inn- an beggja stjórnarflokkanna og ekki er útlit fyrir að sátt náist um frestun kvótasetningar, eins og þingmenn Vestfjarða knýja þó mjög á um. Málið var mikið rætt á Alþingi í gær, en þó minnst í sjálfum þingsaln- um. Þess í stað fóru stöðug fundahöld fram í hliðarherbergjum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, þeir Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson, hafa sótt mjög hart að fresta kvótasetningu á smá- báta, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra mjög áfram um að eitt gangi yfir alla í fisk- veiðistjórnuninni og nýtur hann stuðnings margra úr forystu Sjálf- stæðisflokksins. Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, lýsti því yfir við Morgunblaðið í vik- unni að þingflokkurinn væri einhuga um að fresta kvótasetningunni. Það mun orðum aukið og innan Fram- sóknarflokksins eykst þeirri lausn fylgi að sættast á kvótasetninguna en auka um leið veiðiheimildir smábáta og koma þannig að nokkru leyti til móts við óskir smábátasjómanna. Árni M. Mathiesen kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, en með því skal aflahlut- deild allra skipa í upphafi fiskveiði- ársins 2001/2002 í ýsu og steinbít end- urreiknuð miðað við að 1.800 tonn af ýsu og 1.500 tonn af steinbít af leyfi- legum heildarafla þessara tegunda á fiskveiðiárinu komi sérstaklega í hlut krókaflamarksbáta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vill ráðherra aðeins leggja frumvarpið fram ef samstaða næst um efni þess innan stjórnarflokkanna og um það snýst deilan. Málið kom til umræðu við upphaf þingfundar í gær, en Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, fullyrti þá að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að fresta gildistöku laganna um kvótasetningu meðafla. Össur sagði að gildistöku þessara laga hefði verið frestað í fyrra þar sem þá stóð fyrir dyrum að endur- skoða lög um stjórn fiskveiða. Henni væri ekki lokið og því væru ríkar ástæður til að fresta enn gildistöku laganna. Sagðist Össur hafa óskað sérstaklega eftir því að sjávarútvegs- ráðherra yrði til svara í upphafi fund- ar, en Halldór Blöndal, forseti Alþingis, upplýsti að ríkisstjórnar- fundur stæði yfir. Kvótasetning að óbreyttum meðafla smábáta Ágreiningur í báðum stjórnarflokkunum ENN er ekki ljóst hvenær Alþingi Íslendinga verður frestað, en boð- að hefur verið til þingfundar í dag, laugardag, kl. 10 árdegis. Gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslu kl. 13.30 og umræðu utan dagskrár hálftíma síðar. Umræður stóðu á Alþingi fram á nótt, en þegar Morgunblaðið fór í prentun fór fram önnur umræða um frumvarp til laga um stofnun Orkubús Vestfjarða. Meðal mála, sem tekin verða fyrir á þingfundi í dag, er þriðja umræða um sölu Landssímans og önnur umræða um útlendinga, safnalög, þjóðminjalög, umferðar- lög og breytingar á lögum um al- mannatryggingar. Hnefaleikarnir teknir af dagskrá Í gærkvöldi var ákveðið að fella af dagskránni frumvarp Gunnars Birgissonar, Sjálfstæðisflokki, og fleiri þingmanna úr öllum flokkum um lögleiðingu ólympískra hnefa- leika. Er þetta gert til að liðka fyr- ir þinglokum, en frumvarpið er mjög umdeilt og gagnrýnt hefur verið að það skuli tekið á dagskrá svo seint sem raun ber vitni. Óljóst hvenær Al- þingi verður frestað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.