Morgunblaðið - 14.12.2001, Side 39
BILIÐ á milli ríkra og fátækra hef-
ur sjaldan verið auðsærra í Reykja-
vík, en á fimmta, sjötta og allt fram á
sjöunda áratuginn. Heil hverfi voru
sannkölluð fátækrahverfi, þetta voru
braggahverfin, dapurleg sár, sem
herseta Breta og Bandaríkjamanna á
stríðsárunum skildi eftir sig. Ekki svo
að skilja að þar hafi búið eingöngu fá-
tæklingar og vandræðafólk, fjarri því.
Mikið af íbúum þeirra, sem flest voru
kennd við örnefni; Laugarnesið,
Múla, Skólavörðuholtið, svo og Tríp-
ólí og Kamp Knox, var harðduglegt
fólk, en hafði ekki í önnur hús að
venda. Stór hópur, níðfátækur, kom
héðan og þaðan, uppflosnað lands-
byggðarfólk, sem sárlega vantaði
vinnu og kom undir sig fótunum í
„bretavinnunni“, sem fylgdi þeim tug-
þúsundum breskra hermanna sem
sátu hér frá 1940, og síðar banda-
rískra. Stríðinu fylgdi uppgangur í at-
vinnulífinu og útgerðin blómstraði,
þar sem verð á erlendum mörkuðum
margfaldaðist á tímum heimsstríðs-
ins. Vöxturinn takmarkaðist að lang-
mestu leyti við höfuðborgarsvæðið.
Minnti á „gullæði“, með kostum þess
og göllum.
Mörkin milli braggabúa og annarra
betur hýstra Reykvíkinga voru hróp-
andi. Ólafur Sveinsson hefur borið
gæfu til að sækja upplýsingar til
glöggra einstaklinga, flestra bragga-
búa, sem rifja upp minningar frá tím-
um herskálanna, nafnið sem var not-
að á hátíðastundum yfir bragga-
ræksnin. Viðtölin fléttar hann
smekklega við myndefni og kvik-
myndir frá tímum hernámsins og
Reykjavík frá áratugunum eftir stríð,
á meðan herskálarnir leystu hrika-
lega húsnæðisþörf. Í þessum viðtölum
kemur skýrt fram aðkastið sem
braggabúar máttu þola frá þeim sem
betur máttu sín húsnæðislega. Fyrst
og fremst bitnaði mismununin á börn-
um og unglingum. Braggabúarnir
áttu nefnilega erfitt með að fela sig,
líkt og litað fólk. Ástæðan saggalyktin
sem loddi við þá sýknt og heilagt og
kom jafnan upp um þá. Ástæðan
sagginn í þessum heilsuspillandi íbúð-
um, sem lengi vel voru kyntar með
kolaofni. Umhverfis hann var ólíft af
hita sem smám saman minnkaði eftir
því sem fjær dró og endaði í fimb-
ulfrosti við útveggi á köldum vetrar-
dögum. Trétexið í einangrun og inn-
réttingum dró í sig raka, skít og óþef
sem ekki var hægt að losna við en
mengaði allan fatnað íbúanna.
Öllum er hollt að gera sér grein fyr-
ir hvað fólk mátti þola, félagslega og
veraldlega, í þessum óaðlaðandi báru-
járnsheimi. Vatn af skornum
skammti, útikamrar miður geðslegir,
rottugangur, vatnselgur, kuldi. Að-
kast, niðurlæging. Afleitu húsnæði
fylgir oft ámóta ástand íbúanna.
Óregla, heimilisofbeldi, hávaði, óham-
ingja. Saga bragganna hefur nú verið
skrásett af fagmennsku og myndar-
skap. Á bók af Eggert Þór Bernharð-
ssyni sagnfræðingi, í skáldsögum,
byggðum á staðreyndum, af Einari
Kárasyni, síðar kvikmynduðum af
Friðrik Þór Friðrikssyni. Nú síðast
kemur Ólafur Sveinsson með firna-
sterka og ýtarlega heimildarmynd
um þennan sérstæða kafla í lífi þjóð-
arinnar, þegar hluti hennar fékk ekki
rönd við reist.
Mannlíf herskálanna
Sæbjörn Valdimarsson
SJÓNVARPSMYND
Ríkissjónvarpið
Stjórn upptöku, handritsþulur og fram-
leiðandi: Ólafur Sveinsson. Kvikmynda-
taka: Björn Sigurðsson. Hljóð: Helgi
Sveinsson. Viðmælendur: Arnfríður Jón-
atansdóttir, Sveinn H. Ragnarsson, Jó-
hann Geirharðsson, Margrét S. Bárð-
ardóttir, Sveinn Þormóðsson, Þórunn
Magnúsdóttir. Íslensk heimildarmynd.
Styrkt af Kvikmyndasjóði o.fl. Sjón-
varpið, 9. des. 2001. Ólafur Sveinsson í
samstarfi við G.L. útgáfuna 2001.
BRAGGABÚAR
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 39
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400
Kringlunni,
sími 568 0400
Smáralind,
535 0400
NJÓTTU ÞESS AÐ FJÁRFESTA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST
MÁLÞING um Njáls sögu
verður haldið í sendiherrabú-
staðnum í París á morgun, laug-
ardag. Mál-
þingið
verður hald-
ið með svip-
uðu sniði og
Málþing um
Heims-
kringlu sem
haldið var á
sama stað í
desember á
síðasta ári.
Uppspretta
hugmyndarinnar er starfsemi
Endurmenntunarstofnunar Há-
skóla Íslands sem dregið hefur
til sín fjölda áhugamanna og
fræðimanna á námskeið, m.a.
um Njálu, og er ætlunin að gera
efninu þannig skil að áhugavert
sé fyrir hinn almenna lesanda.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Íslands 1980–1996, verður heið-
ursgestur, en Íslandsvinafélag-
ið mun gera hana að heiðurs-
forseta sínum við þetta
tækifæri. Áhersla verður lögð á
stöðu íslenskra fornbókmennta
í nútímanum, en nokkrir ís-
lenskir nútímahöfundar sem
eiga bækur þýddar á frönsku
munu verða viðstaddir bók-
menntaþingið. Málþingið fer
fram á frönsku og ensku.
Fyrirlestra halda Pétur
Gunnarsson, Jón Böðvarsson og
Régis Boyer.
Njáluþing
í París
Vigdís
Finnbogadóttir
Signý Ormarsdóttir hefur verið ráðin
menningarfulltrúi Gunnarsstofn-
unar. Signý er kennari og fatahönn-
uður á Egilsstöðum og hefur hún
störf um áramót. Hún mun vinna að
þeim verkefnum sem þjónustu-
samningurinn við menningarráð
Austurlands kveður á um, s.s. þró-
unarstarfi í menningarmálum, efl-
ingu samstarfs, verkefnastjórnun
og faglegri ráðgjöf. Þá mun hún
einnig annast daglega umsýslu
vegna starfsemi menningarráðs
Austurlands.
Signý hefur um árabil vakið at-
hygli fyrir framleiðslu sína á fatnaði
úr hreindýraleðri sem hún hefur
hannað og saumað. Þá var hún um
tíma skólameistari Hússtjórnarskól-
ans á Hallormsstað og hefur síð-
astliðin ár kennt list- og hönn-
unargreinar við Menntaskólann á
Egilsstöðum.
Fólk
TVÖFALDUR tréblásturskvart-
ett óbóa, klarínetta, horna og fagotta
(engar flautur) var ein algengasta
áhöfnin í veizlutónlist Miðevrópu
sunnanverðrar í garðteitum og við
borðhald síðla á 18. öld. Afurðirnar
nefndust því illþýðanlega orði Harm-
onimusik. Ef við getum slitið okkur
augnablik frá nútíma og ímyndað
okkur umhverfi án útvarps, sjón-
varps og grammófóna, má kannski
renna í grun hvaða þýðingu þessi
skemmtitóngrein hafði forðum fyrir
útbreiðslu t.d. vinsælla aría og ball-
ettþátta úr óperum – jafnvel þótt að-
eins breiðustu bök aðals og vel-
stæðra borgara hefðu efni á slíkri
útgerð. Óperuaríur voru popplög
síns tíma, og líkt og djasssveitir
margefldu vinsældir eyrnaorma
Broadways, sáu harmóníusveitir 150
árum fyrr til þess að helztu smellir
óperusviðsins yrðu óðara á hvers
manns vörum í léttfættum útsetn-
ingum. Oft kusu óperuhöfundar að
vinna þær sjálfir, enda tekjur í húfi,
og í fjarveru höfundarréttarlaga
varð að hafa hraðan á, áður en ein-
hver annar tæki að sér ómakið í leyf-
isleysi. Þegar Brúðkaup Fígarós sló í
gegn, varð Mozart þannig að snara
út harmóníuútsetningum á aðal-
smellum verksins í hvelli, eins og
kemur fram af einu bréfanna til föð-
ur hans.
Ekki var þó Mozart sjálfur ábyrg-
ur fyrir lagasyrpunni úr Töfraflaut-
unni, með hverri meðlimir Blás-
arakvartetts Reykjavíkur ásamt
félögum hófu árlegu dagskrá sína s.l.
miðvikudagskvöld undir fyrirsögn-
inni „Kvöldlokkur á jólaföstu“ við
fjölmenni. Þar var að verki Joseph
nokkur Heidenreich, og eftir alkunn-
an forleikinn mátti síðan heyra fis-
léttar styttar blásaraútgáfur af níu
atriðum úr ævintýraóperunni. Út-
setningar Heidenreichs voru snyrti-
legar þótt litlu sem engu bitastæðu
væri bætt við, og virkuðu bezt á
hlustandann ef frumgerðin náði að
hljóma með í innra eyranu.
Fjarri fór að öll harmóníumúsík
væri aðeins útsetningar. Margt var
einnig frumsamið, þó að einn og einn
þáttur úr eldra verki slæddist stund-
um með í endurvinnslu. Hvort sem
það hafi endilega átt við Serenöðu
Mozarts í c-moll K388, jafnvel þótt
virðist hafa verið samin í snarhasti
sumarið 1782. Það er eitt af meg-
insérkennum Mozarts hvað hann gat
tilneyddur kastað fram leikandi
þokkafullri tónlist á methraða sem
þar að auki leynir oftar en ekki á sér
við ítrekaða hlustun. Þannig er um
þessa litla perlu sem rís hvað hæst í
hreint paradísiskum andante-þætt-
inum (II.), þar sem m.a.s. földu
fimmundirnar í byrjun bragðast sem
nektar og ambrósía. Að kappinn
skuli síðan í í III. þætti („Menuetto
in canone“) – í bullandi tímahraki
(nema hafi verið um eftirstöðvar frá
kontrapunktnáminu hjá Padre
Martini í Bologna að ræða) – hafa
getað skvett frá sér kliðmjúku pólý-
fónísku þrekvirki eins og tvöföldu
spegilkeðjunni í seinni hlutanum, er
engu lakara en þegar Alexejev setti
heimsmet í þungaviktarlyftingum á
öðrum fæti. Blásaraoktettinn lék af
miklu öryggi, ekki sízt snarpan loka-
þáttinn með úthaldskrefjandi fag-
ottrunum og öðru góðgæti, og sakn-
aði maður aðeins kontrabassans
(sem var með í fyrsta atriði) til að
gefa forte-stöðum aukna dýpt.
Lokaatriðið, F-dúr Partíta Franz
Krommers fyrir blásaraoktett með
kontrafagott, kom verulega á óvart.
Hinum lúsiðna tónsmið, sem skv.
tónleikaskrá fæddist í ,Moravíu‘ [í
okkar heimshluta nefnt á Mæri
(Mähren)] 1759 og lézt 1831, var að
vísu á sínum tíma jafnað við Haydn
og m.a.s. við Beethoven(!), en
gleymdist síðan gjörsamlega fram að
smámeistarauppgrefti geisladiska-
væðingar. Eftir frísklegan og and-
ríkan I. þátt kom skondinn „Menú-
ett“ (í hraðri 6/8) sem vísaði fram á
hljómskálaglettur skúfaldar og
fagraskeiðs (1870–1910) með kostu-
legri krómatík og höstugum hemíól-
um. Adagíóið (III.) stappaði nærri
Beethovenskum útfararmarsi að
dýpt, að vísu ögn upplitað með áð-
urnefndu krómatísku skensi, og líf-
legur Alla Polacca fínallinn skartaði
m.a. virtúósum vélbyssuhríðum úr
óbóum.
Þetta bráðskemmtilega verk var
víða gætt furðumiklu hljómrænu
(harmónísku) hugviti og afburðavel
skrifað fyrir blásarana. Leikur
þeirra níumenninga var eftir því, og
skorti hvorki samtaka snerpu né
smitandi gleði. M.a.s. Tobbi túba tví-
blöðungafjölskyldunnar, kontra-
fagottið (ljónsöskrið í Sköpun
Haydns), lét eins og fótnettasta lip-
urtá, og hefði í hálfþurri en skýrri
akústík Fríkirkjunnar ekki verið
með öllu óviðeigandi að hljóðrita ná-
kvæma og innlifaða túlkun þeirra fé-
laga með útgáfu í huga.
Lokkandi jólaföstublástur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Fríkirkjan
Mozart: Atriði úr Töfraflautunni (umr.
Heidenreich); Kvöldlokka í c K388.
Krommer: Partíta í F Op. 57. Daði Kol-
beinsson, Peter Tompkins, óbó; Einar Jó-
hannesson, Sigurður Ingvi Snorrason,
klarínett; Jósef Ognibene, Þorkell Jóels-
son, horn; Hafsteinn Guðmundsson,
Brjánn Ingason, fagott; Rúnar Vilbergs-
son, fagott & kontrafagott; Richard
Korn, kontrabassi. Miðvikudaginn 12.
desember kl. 20:30.
KAMMERTÓNLEIKAR
Morgunblaðið/Þorkell
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar æfa Kvöldlokkurnar.
HALLDÓR Eiríksson, lokaárs-
nemi í arkitektúr við háskólann í
Virginíu, vann á dögunum fyrstu
verðlaun í nemasamkeppni SARA,
félags bandarískra arkitekta.
Hlaut hann verðlaunin fyrir
verkið Layered Membranes, En-
riched Spaces, sem útleggja má á
íslensku sem Lagskipt himna,
auðguð rými. Önnur verðlaun
komu í hlut Kah Wai við háskól-
ann í Singapore og þriðju verð-
laun hlaut Yuko Suizike við Coop-
er Union-arkitektúrskólann í New
York. Verðlaunin veitir félagið
fyrir hönnun sem telst bæði góð
og hagkvæm í útfærslu.
Verðlaunin, sem veitt eru ár-
lega, nema rúmlega 300.000 krón-
um.
Íslenskur arkitekta-
nemi verðlaunaður Þrep
til jóla!
opið frá 10-18 / laugavegi 49 / sími 561 5813
38