Morgunblaðið - 14.12.2001, Qupperneq 67
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 67
vera í samhljómi við Lenu Dam.
Hann sagði til dæmis „Nemendur
eru ólíkir og þeir taka við upplýs-
ingum á mismunandi hátt. Hver
nemandi lærir á sinn eigin hátt (I
did it my way). Riley er prófessor í
háskólanum í Nancy í Frakklandi.
Í umræðuhópi sem Riley stjórn-
aði lét hann þátttak-
endur velta fyrir sér
sambandi nemanda og
kennara. Er kennarinn
helper, adviser, ex-
pert, tutor, knower,
consultant, mentor,
facilitator, counsellor?
Þetta er mikilvæg
spurning til að glíma
við. Er kennarinn
þjálfari, ráðgjafi, leið-
beinandi eða eitthvað
annað? Riley sagðist
hallast að orðinu tutor
en á frönsku merkir
það að vera líkur
plöntu í garði sem
styður smærri plöntur.
„Í hverri menningu
þarf að velja og þróa kennsluaðferð-
ir í tungumálanámi,“ sagði Riley í
samtali við blaðamann, „það dugar
ekki að flytja aðferðir á milli kúlt-
úra vegna þess að markmiðin í sam-
félögunum eru ekki þau sömu. Ekki
er vænst sömu útkomu í öllum
menntakerfum þjóða. Hvert
menntakerfi vill sérstaka útkomu,
og hvert samfélag verður því að
þróa og rannsaka sitt eigið afbrigði
af kennslu. Almenna reglan er samt
sú að máta aðferðina við einstak-
linginn, sem félagslegrar veru í
mótun.“ Riley hefur m.a. ritað bók-
ina Learning Styles (með Richard
Duda), útg. PUN. 1990. Fyrirlestur
hans er á Netinu.
Fjölsótt ráðstefna
Eyjólfur Már Sigurðsson, deild-
arstjóri hjá Tungumálamiðstöð Há-
skóla Íslands, var mjög ánægður
með ráðstefnuna og í raun var
„uppselt“ á hana, en um 200 tungu-
málakennarar víðsvegar af landinu
sóttu hana. Gjald var fyrir þátttöku
á tungumálaráðstefnunni sem stóð í
tvo daga, eða 11 og 12 nóvember
var mjög lágt. En það var styrkn-
um, sem fékkst fyrir tilstuðlan
menntamálaráðuneytis frá Evrópu-
sambandinu, að þakka. Áhrifanna á
því eftir að gæta víða í íslenskum
kennslustofum ef tungumálakenn-
arar nýta sér hugmyndir fyrirles-
ara. „Ég held að tungumálanám sé
að þróast í takt við þjóðfélags-
breytingar í mörgum
löndum þar sem ein-
staklingurinn er í fyr-
irrúmi. Þarfir tungu-
málanema eru mjög
ólíkar því þeir eru
sjálfir mjög mismun-
andi,“ segir Eyjólfur,
„það er líka aukin
gróska í rannsóknum á
sviði tungumálanáms
og -kennslu hérlendis
og má nefna til marks
um það hina nýju
stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum
tungumálum við Há-
skólann.“ (Sjá líka
Mbl. 7/11 ’01, bls. 8.)
Ráðstefnan á Netinu
er notuð af þjóðum í Evrópusam-
bandinu og EES-löndunum, enda
eru fyrirlesarar í fremstu víglínu í
rannsóknum og þróun tungumála-
kennslu, m.a. má nefna Bernd
Rüschoff frá háskólanum í Essen í
Þýskalandi, Emmu Arthur frá há-
skólanum í Stavangri, Philippu
Wright frá Englandi, Hafdísi Ingv-
arsdóttur frá Háskóla Íslands, sem
flutti fyrirlesturinn Learning Styles
and Strategies: „Learning how to
Learn. Enchangcing Learner
Strategies in the Language
Classroom“ og Birnu Arnbjörns-
dóttur sem spurði og svaraði í fyr-
irlestri: What is Language Profic-
iency?
Evrópsku tungumálaári 2001 var
ætlað að vekja athygli á mikilvægi
tungumálanáms við að efla gagn-
kvæman skilning, umburðarlyndi og
virðingu fyrir sérkennum og ólíkri
menningu þjóða. Lögð var áhersla á
mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir
virka þátttöku í þróun lýðræðis í
Evrópu og fyrir frjálsa för Evr-
ópubúa í leik og starfi. Slagorð Evr-
ópsks tungumálaárs var: Tungumál
opna dyr. Það gildir enn.
Vigdís Finn-
bogadóttir
Draumur
kaffiunnenda!
Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum.
Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum.
SAECO er stærsti framleiðandi
expresso-kaffivéla á Ítalíu.
Expresso-
Cappuccino
kaffivélar
Verð frá kr.
14.915 stgr.
FAGURKERAR
debenhams
S M Á R A L I N D
Nýttu þér sérþjónustu Debenhams. Þar er um margt að velja en sem dæmi má nefna:
Persónulegur Stílisti
Þú leggur línurnar og tekur því svo rólega á meðan PS finnur það sem best hentar
hverju tilefni. Ókeypis þjónusta og án nokkurra skuldbindinga.
Gjafainnpökkun
Þú sýnir kassakvittun og færð gjöfinni pakkað inn á glæsilegan hátt. Frí þjónusta.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
1
62
31
12
/2
00
1
Vasi 2.790 kr. Skál 4.890 kr. Fat 6.800 kr.
Púði 4.590 kr. Platti 2.890 kr.
Púði 4.590 kr. Kerti 1.490 kr. og 990 kr.
Glervasi 4.590 kr. Töskur 1.690 kr. og 1.290 kr.
Páfuglafjaðrir 790 kr.
Púði 5.600 kr. Krús 2.990 kr. Kerti 2.590 kr. Rauð keramik skál 4.890 kr. Skál 2.890 kr.
Heimsþekkt merkjavara
á hagstæðu verði