Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.03.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... AÐGÁT skal höfð í nærveru sálar“segir gamalt máltæki og það kom upp í huga Víkverja í gær þegar hann las frétt um að hagsmunahópur kvenna með átraskanir hygðist ræða við fulltrúa norsku hirðarinnar um áherslu fjölmiðla á líkama, útlit og mataræði Mörtu Lovísu prinsessu. Hafði fulltrúi samtakanna áhyggjur af því hversu prinsessunni hefur ver- ið mikið hampað fyrir að hafa grennt sig og óttaðist að ungar viðkvæmar stúlkur flykktust nú til að feta í fót- spor hennar. Sagði fulltrúinn það grundvallaratriði að prinsessan lýsti því yfir að hún væri ekki í megrun til að hindra að ungar stúlkur tækju nú ekki upp á slíku. x x x EÐALBORNAR sálir virðast líkageta verið viðkvæmar því prins- essan hafði orð á því að hún hefði reiðst mikið fyrir nokkrum árum þegar hún las einhvers staðar að hún hefði mjúkar línur. Sagði hún slíkar athugasemdir geta verið nóg til að valda átröskunum. Reyndar hefur hún ekki lent í slíkum hremmingum svo vitað sé ólíkt stallsystur sinni, prinsessu Viktoríu í Svíþjóð sem eins og kunnugt er átti við átraskanir að stríða á tímabili. x x x ÞAÐ er vandlifað í þessum heimi,“sagði kollegi Víkverja og stundi þungan þegar Víkverji sýndi honum greinina. Var hann þar ekki að vísa til hremminga kóngafólksins heldur miklu fremur þeirrar tilætlunarsemi umheimsins að vilja takmarka rit- frelsi blaðamanna í þá veru að þeir geti ekki skrifað um útlit og líkama hinna eðalbornu ef svo bæri undir. Spunnust út frá þessu líflegar um- ræður og voru kvenkyns þátttakend- ur á því að allt of mikil áhersla væri á útlit kvenna og reyndar væri of mikil áhersla á þá staðreynd að þær séu konur. Vísaði ein blaðakvennanna til fyrirsagnar á frétt sem birtist fyrir nokkrum árum þar sem stóð að kona hefði verið kjörin lögmaður Færey- inga. Benti kynsystir hennar á að þetta væri argasti dónaskapur í garð viðkomandi lögmanns þar sem hann hefði nafn og sem einstaklingur ætti hann skilið að vera hampað en ekki vegna kynferðis síns. Víkverji tekur undir þetta og á reyndar erfitt með að þola endalaus skrif um „afrek“ kvenna á borð við að útskrifast úr verkfræði eða vinna á vélaverkstæði. Konur eru daglega að hasla sér völl á hefðbundnum sviðum karla og þurfa síður en svo klapp á bakið fyrir enda er það ekkert annað en sjálfsagt mál að þær geri það. x x x HVAÐ varðar útlit og holdafarkóngafólks þá hefur Víkverja alltaf fundist skrif um slíkt frekar skondin. Reyndar getur Víkverji ekki annað en dáðst að hugvitsemi blaða- manna við að finna nýjan flöt á einka- lífi þessa fólks og verður að viður- kenna að honum hefur þótt þessar fréttir vera ofurlítið krydd í til- veruna, tilvaldar til að hlæja að. Hins vegar getur Víkverji skilið að þeir sem fréttirnar fjalla um líti þetta ekk- isömu augum. Auðvitað væri of langt gengið að skerða ritfrelsi með því að banna slík- ar fréttir. Hins vegar verða þeir sem skrifa þær að eiga við eigin samvisku og smekkvísi hversu langt þeir vilja ganga í fréttaflutningnum. Saga öryrkja ÖRYRKI hafði samband við mig og sagði mér frá reynslu sinni. Hann sagðist ungur hafa byrjað að vinna, bæði til sjós og lands. Hann sagði að það hefði verið gaman að lifa þá. Detta í það og fara út að skemmta sér og kynnast sætum stúlkum. Veikindi og elli voru óra- fjarri huga hans þá, eins og gengur með ungt fólk. Ef slík mál báru á góma nennti hann ekki að hlusta. Hann var ungur og hraustur og fannst ekkert geta komið fyrir sig. Árin liðu. Það kom að því að hann varð þrítug- ur. Stuttu seinna kvæntist hann yndislegri konu og eignaðist barn. Lífið virtist brosa við honum. Hann keypti sér góða íbúð og vann mikið við að standsetja hana sjálfur. Þá veiktist hann skyndilega og átti lengi í því. Svo kom að hann varð ör- yrki. Þá tóku við langir, daprir dagar. Fjárhagurinn varð erfiður og setti dimma skugga á tilveru hans. Fal- lega íbúðin, sem hann var svo stoltur af, og var af- rakstur dugnaðar hans, fór undir hamarinn. Hann varð sár og bitur og missti áhug- ann á lífinu. Ástin þoldi ekki þetta álag. Konan hans kynntist öðrum manni og skildi við hann. Hann endaði í félagslegri leiguíbúð sem var algjör kompa miðað við fallegu íbúðina hans. Hann segist nú hafa sætt sig við örlög sín. Hann hefur fyr- irgefið konu sinni og segist skilja það núna að það hefði ekki verið neitt líf fyrir hana að fylgja sér. Hann segist kvíða því að hann geti lifað enn í 20–30 ár. Og það væri allt í lagi ef bætur hans væru ekki svona lágar. Hann langar til að ferðast smávegis og lyfta sér upp annað slagið, sem er nauð- synlegt hverri manneskju í fábreytni hversdagsleikans. Hann talaði um kosningar nú í vor, segist ekki ætla að kjósa því honum finnst að það fólk sem hefur verið í framboði hin síðari ár sé yf- irleitt fljótt að gleyma lof- orðum sínum við þá sem minna mega sín þegar í stól- inn er komið. Sorgarsaga þessa manns sem missti allt sitt kemur við mann. Þess vegna finnst mér frambjóðendur í kosn- ingunum í vor sem lesa þessa sögu ættu ekki að lofa neinu þeim sem minna mega sín nema þeir geti örugglega staðið við það. Nóg er nú samt. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, samtökum gegn fátækt. Veit ekki til hvers KVÖLD eitt nýlega var í sjónvarpinu þáttur sem fjallaði um dæmdan kyn- ferðisafbrotamann. Ekki veit ég til hvers sjónvarpið var að bjóða fólki upp á að horfa á svona mann sitja fyrir framan myndavélarn- ar og lýsa yfir sakleysi sínu. Þessi maður er stórhættu- legur börnum okkar og um- hverfi, það vita allir lands- menn. Finnst mér að ráðamenn þjóðarinnar ættu að sjá til þess að þessi mað- ur gangi ekki laus, hann er búinn að gera nógu mikið af sér. Skattgreiðandi. Vel tekist til FRJÁLSLYNDIR og og óháðir eru komnir fram með sinn lista í Reykjavik. Ég fæ ekki betur séð en að vel hafi tekist til að manna þann lista. Þar er skynsamlega raðað saman fólki og mun ég styðja þennan lista í komandi kosningum. Þar sem ég hef verið flokksbundinn í VG telst þetta kannski til tíðinda. Ég get ekki sætt mig við að VG bauð ekki fram sér í RVK. Það að vera að að- stoða vonlausa flokka (Framsókn – Samfylking) við að koma fólki til áhrifa í Reykjavík er alvarlegt mál. Þess vegna styð ég Frjálslynda og óháða í vor. Páll. Tapað/fundið Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst í Öskju- hlíðinni sl. sumar. Eigandi hafi samband í síma 562 5537. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 snjóa, 4 nytsamt, 7 trölla, 8 kjánar, 9 þegar, 11 nöldur, 13 flötur, 14 kippi í, 15 ódrukkinn, 17 höfuð, 20 liðamót, 22 þríf- ast vel, 23 loftgatið, 24 romsan, 25 tölur. LÓÐRÉTT: 1 á, 2 notaðu, 3 skelin, 4 þrjóskur, 5 bregða, 6 ljúki mat, 10 æviskeiðið, 12 hyggja, 13 tjara, 15 bál, 16 glufan, 18 minnst á, 19 vægur, 20 fornafn, 21 borðar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 grágletta, 8 tugga, 9 sulla, 10 fet, 11 flaga, 13 agans, 15 fugls,18 ástar, 21 tóm, 22 seiga, 23 ólötu, 24 skapnaður. Lóðrétt: 2 ragna, 3 grafa, 4 efsta, 5 telja, 6 stúf, 7 fans, 12 gal, 14 gæs, 15 fúst,16 grikk, 17 staup, 18 ámóta, 19 trönu, 20 raus. K r o s s g á t a ÞAR sem enn og aftur er farið að ræða um sölu á áfengi í matvöruverzl- unum vil ég benda á það mál frá öðru sjón- arhorni en oftast er not- að í þeirri umræðu. Of- notkun Íslendinga á áfengi kostar ríkissjóð ómældar upphæðir vegna líkamlegra, and- legra og félagslegra hörmunga. Ríkissjóði veitir því ekki af hverj- um þeim eyri, sem inn kemur fyrir áfengissölu. Þjónustuviljugur milliliður, sem vafalaust vill fá eitthvað í sinn hlut fyrir greiðasemina, verður því óþarfur ómagi á ríkissjóði. Sé hins vegar hugmyndin sú, að ríkissjóður fái sitt sem fyrr og milliliðurinn sitt til viðbótar, bendir það til þess eins, að álagningu ríkissjóðs megi hækka, sem því nemur og milliliðurinn haldi sig við matvöruna. 13. marz 2002, Leifur Jónsson læknir, Heiðarlundi 6, Gbæ. Áfengi í matvöruverzlunum Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara út Hvidbjörnen og Irena Arctica. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru væntanleg Karelia og Sevriba 2. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13-16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Púttað í bæjarútgerð kl. 10- 11.30 og félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þriðjudaginn 26. mars nk. er spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf, Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á veg- um ÍTR á mánu- og fimmtudögum kl. 9.30, umsjón Edda Bald- ursdóttir, íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteinsdóttir, gler- málun á fimmtudögum kl. 13. Myndlistarsýn- ing Braga Þórs Guð- jónssonar opin frá kl. 13-16. Veitingar í veit- ingabúð. Félagsstarfið er opið mánud., þriðjud. og miðvikudag í næstu viku. Fjölbreytt dag- skrá. Veitingar í veit- ingabúð. Hæðargarður. Ath. sunnudagana 24. og 31 mars er lokað. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópa- vogi alla laugardags- morgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánud. og fimtudaga. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Páska- bingó í dag, laugardag, kl. 14. Margir góðir vinningar. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kvenfélag Langholts- sóknar heldur köku- basar í Glæsibæ í dag, laugardag kl. 12. Mikið úrval af heimabökuðum tertum. Allur ágóði rennur til kirkjunnar. ITC-deildin Melkorka heldur fund mánudag- inn 25. mars kl. 19 að Borgartúni 22, 3ju hæð. Samskipti, sjálfs- traust, skemmtun, skipulag, stjórnun. Stef fundarins er: Hvað ungur nemur, gamall temur. Fundurinn er öllum opinn. Ath. breyttan fundartíma.. Nánari uppl. veitir Jó- hanna Björnsdóttir í síma 553-1762. Net- fang: hannab@isl.is Minningarspjöld Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin miðvi- kud. og föstud. kl. 16– 18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er opin mán.-fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Kefla- víkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl 13- 17. Eftir kl. 17 s. 698- 4426 Jón, 552-2862 Ósk- ar eða 563-5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44,II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apó- tekum. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588- 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Í dag er laugardagur 23. mars, 82. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: „Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni.“ (Lúk. 23,46.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.