Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR fuglar leita suður á bóg- inn þegar hausta tekur og leita síð- an aftur á varpstöðvarnar þegar vorar og kallast farfuglar en aðrir þrauka á landinu bláa allt árið og kallast því staðfuglar. Laxaseiðin ganga til sjávar á ákveðnu þroska- stigi og rata síðan aftur í heimaána þegar kynþroska er náð. Menn hafa alltaf verið forvitnir um það hvert fuglarnir fara á vetrum og hvert seiðin leita sem ganga úr án- um. Hvernig rata þessir ein- staklingar aftur til baka án GPS- staðsetningartækja, án áttavita, án allra þeirra hjálpartækja sem nú- tímamaðurinn hefur yfir að ráða til að ferðast á milli staða? Grágæsin sem ber merkið SLU um háls hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa lent í höndum merk- ingarmanna sem smöluðu 118 grá- gæsum á Blöndu við Blönduós 21. júlí 2000. Ferðasaga SLU er í stuttu máli sú að hún yfirgefur sumarstöðvar sínar á Blönduósi einhvern tíma í október og dvelur á Inverness-svæðinu í Skotlandi yfir hörðustu vetrarmánuðina fyrsta árið eftir merkingu. Enginn verður var við þessa gæs hér heima sum- arið 2001 en eftir það sumar dvelur hún í nágrenni bæjar á Innverness- svæðinu sem heitir Elgin og að öll- um líkindum hefur hún eytt jól- unum á Loch Ness-vatninu því til hennar sést við ósa vatnsins hinn 16. desember síðastliðinn hvar hið margumrædda skrímsli Nessie dvelur. Um miðjan apríl er SLU komin heim á ný. Önnur grágæs, sem ber einkenn- isstafina SLN, fer suður um haf um svipað leyti og SLU en leitar sunn- ar á Bretlandseyjar og velur sér dvalarstað rétt sunnan við landa- mæri Skotlands, nánar tiltekið í Newton Pool í Norðymbralandi. Blönduósingar verða varir við þessa gæs 4. maí í fyrra og fer eng- um sögum af henni ytra síðastlið- inn vetur en hún sést á túnum Blönduósinga 23. apríl í ár. Gæsa- parið SLJ og SLL á líka sína ferða- sögu. Þau SLJ og SLL eru, eins og aðrar grágæsir sem hér koma við sögu, merktar á Blönduósi 21. júlí 2000. Þetta sama ár sér glöggur fuglaskoðari í Skotlandi þessar gæsir hinn 16. nóvember á vatni í Aberdeen-skíri. Gæsirnar sjást svo aftur á Blönduósi 16. júlí 2001. Líð- ur nú sumarið og sést SLJ 18. nóv- ember á Cuthill-svæðinu í Dor- noch-firði en ekki fer sögum af SLL fyrr en í ár, í þorpinu New- machar nálægt Aberdeen, nánar tiltekið 5. apríl eða nákvæmlega 20 dögum áður en hún sést á Blöndu- ósi ásamt SLJ. Leita uppruna síns Þótt þessir fuglar sem valið hafa sér Blönduós sem sumardvalarstað dvelji ekki á sömu stöðum ytra yfir köldustu vetrarmánuðina leita þeir uppruna síns þegar kemur að hinu mikilvæga ætlunarverki að við- halda stofninum. Þessar ferðasög- ur grágæsanna á Blönduósi hefði ekki verið hægt að segja nema vegna þeirra merkinga sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands, í sam- vinnu við samtökin Wildfowl and Wetland trust, stóð fyrir á árunum 1996 til 2000. Á þessum árum voru merktar 1.274 grágæsir og 3.200 heiðagæsir. Arnór Þ. Sigfússon, sem stjórnaði verkefninu, segir að flestar grágæsir hafi verið merktar austur á Héraði en einnig töluvert í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Arnór gat þess einnig að menn hefðu vitað af vetursetu gæsanna á Bretlandseyjum en ekki með þess- ari nákvæmni. Á óvart hefði samt komið að merktar gæsir hefðu sést í Noregi yfir vetrarmánuðina. Grágæs- irnar á Blöndu- ósi gera víðreist Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Þessar gæsir voru merktar á Blönduósi 21. júlí 2000 og koma við ferðasögu.             ! "  #$ %&%% #% ! '    (   )  *   + ,%$ -% %     .      /&% !%0 12   3 %04 05     6'78% "  % 3 9  !0%%       #$ % :1 ;'   0!4-74 <      GUÐMUNDUR Ingi Þóroddsson, refsifangi á Litla-Hrauni, játaði í gær sinn þátt í fíkniefnasmygli sem hann skipulagði ásamt öðrum meðan hann var innan fangelsismúranna. Með aðstoð samfanga sinna og manna utan fangelsins flutti hann inn tæplega 1.000 e-töflur og gerði misheppnaða tilraun til að flytja inn 4–5.000 e-töflur. Alls eru fimm manns ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í smyglinu, þ.á m. faðir Guðmundar Inga. Guðmundur Ingi afplánar nú sjö ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Hæstarétti fyrir að smygla 3.850 e- töflum til landsins. Fleiri hlutu dóm í því máli en Guðmundur Ingi hlaut þyngsta dóminn enda þótti ljóst að hann var aðalmaðurinn í skipulagn- ingu og allri framkvæmd innflutn- ingsins og stjórnaði síðan dreifingu á rúmum helmingi efnanna. Dómur Hæstaréttar féll 19. des- ember 2000 en á sama tíma var Guð- mundur Ingi að leggja á ráðin um enn umfangsmeiri fíkniefnainnflutn- ing. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafði á hinn bóginn kom- ist á snoðir um hvað til stóð. Við símahlerun vegna óskylds fíkniefna- máls heyrði lögregla af fyrirætlun- um Guðmundar. Upp frá því var fylgst með símtölum hans úr fangels- inu á Litla-Hrauni. Við aðalmeðferð málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær kom fram að hann notaði síma og tölvupóst til að koma skilaboðum til manna utan fangelsismúranna. Hin misheppnaða tilraun til að flytja inn 4–5.000 e-töfl- ur átti að fara þannig fram að kunn- ingi Guðmundar Inga skyldi fara til Hollands, festa þar kaup á fíkniefn- unum og láta flytja þau með hrað- sendingu til landsins. Guðmundur Ingi útvegaði um 600.000 krónur sem komið var til föður hans sem skipti hluta af fénu í hollensk gyllini og lét síðan kunningja Guðmundar Inga fá peningana. Kunningi hans fór síðan til Amsterdam en fíkniefnin komu aldrei til landsins. Í ákæru segir að fíkniefnin hafi verið keypt í Hollandi en því neitaði kunningi Guðmundar Inga og hélt því fram að hann hefði frá upphafi ætlað sér að gabba Guðmund Inga. Ferðin til Amsterdam hefði því aldr- ei verið farinn í þeim tilgangi að kaupa fíkniefni og peningunum hefði hann eytt í eigin þágu, í mat, skemmtanir og skuldir. Meðal gagna málsins er upptaka af símtali Guð- mundar Inga við fíkniefnasalann í Amsterdam. Þar segir fíkniefnasal- inn að e-töflurnar hafi verið sendar af stað en sendingin verið stöðvuð. Aðspurður sagðist kunninginn ekki hafa neina skýringu á þessu. Þegar þessi tilraun rann út í sand- inn var ákveðið að reyna aftur. Að beiðni Guðmundar sendi faðir hans um 70.000 krónur til Hollands og stuttu síðar bárust um 1.000 e-töflur á heimilfang vitorðsmanns Guð- mundar. Lögregla lagði hald á töfl- urnar og handtók í kjölfarið fjóra af sakborningunum. Þar af voru þrír þegar á vísum stað, í afplánun á Litla-Hrauni. Fyrir dómi í gær sagði faðir Guð- mundar Inga að honum hefði ekki rennt í grun að féð sem hann afhenti eða sendi til Amsterdam væri ætlað til fíkniefnakaupa. Hefði hann oft séð um fjármál fyrir son sinn og taldi lík- legast að um væri að ræða greiðslur vegna skulda. Honum hefði ekki dottið í hug að maður sem sæti í fangelsi „og væri á ábyrgð sam- félagsins“ gæti staðið í fíkniefna- smygli. Skipulagði smyglið meðan hann beið dóms Vitorðsmaður segist hafa verið að gabba VERKEFNI undir stjórn dr. Lilju Mósesdóttur dósents við Háskólann í Reykjavík hefur fengið styrk úr fimmtu rammaáætlun ESB. Heildarupphæð verkefnisins er 900 þús- und evrur eða 75 millj- ónir kr., þar af koma 58 milljónir frá ESB. Rannsóknarverk- efnið nefnist Frá vel- ferðarsamfélagi til þekkingarsamfélags og var í 24. sæti af 450 verkefnum sem bárust. Þetta var eina verkefnið sem samþykkt var af umsóknum frá íslensk- um fræðimönnum. Lilja stýrir verkefn- inu sem sérfræðingar frá sjö löndum koma að auk Íslands, en það eru Finnland, Danmörk, Ungverjaland, Holland, Austurríki og Spánn. Einn- ig kemur að verkefninu sérfræð- ingur frá Rannsóknarstofnun evr- ópsku verkalýðshreyfingarinnar. Lilja segir verkefnið fjalla um at- vinnustefnu ESB, þ.e. hvernig fram- kvæmdastjórn ESB og ráðherraráð- ið taki á þekkingarsamfélaginu í atvinnustefnu sinni. „Í atvinnustefnu ESB er mark- miðið að umbreyta hagkerfi Evrópu í þekkingarsamfélög og rannsókn- arspurningin er sú hvaða leiðir ætlar ESB að fara til að um- breyta þessum hag- kerfum í þekkingarsam- félög og hvort aðildarlöndin séu að fylgja þeim leiðum sem ESB leggur til,“ segir Lilja. „Það þarf að efla menntun fólks til að tryggja að það hafi at- vinnu allt sitt æviskeið og í því skyni hvetur ESB aðildarlöndin til að efla menntakerfi og sí- menntunarkerfi, en þeirri spurningu hefur ekki verið svarað til fulls, hvernig verka- skiptingin á að vera milli ríkis, fyrirtækja og ein- staklinga hvað snertir kostnað við þessa menntaeflingu. Við munum velta því fyrir okkur hvort aðild- arlönd ESB hafi farið ákveðnar leið- ir í þessu skyni og leggja síðan mat á það hvaða leiðir eru bestar.“ Lilja segir að í rannsókninni verði einnig tekið tillit til kynjasjón- arhornsins með því að skoðaðar verða breytingar á stöðu karla og kvenna í þekkingarsamfélaginu. Fékk 75 milljóna rannsóknastyrk Dr. Lilja Mósesdóttir FRÁ fornu fari hefur verið litið á lóuna sem elskaðasta fugl landsins og stafar það af því að hún boðar komu vorsins í huga okkar Íslend- inga. Lóan er, eins og flestir vita, far- fugl og bústaðir hennar á veturna eru í norðvestanverðri Evrópu. Þótt hún fljúgi langt hefur krían þó vinninginn en hún er heimsmet- hafi í farflugi. Þess má geta að stofn heiðlóunnar er talinn vera rúm milljón fugla að hausti þegar ungarnir eru skriðnir úr eggjunum. Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var við Ægisíðuna, þykir ló- unni ánamaðkar einna bestir en auk þeirra lætur hún ofan í sig alls kyns skordýr og annað þess háttar sem finnst við fjörur Íslands. Morgunblaðið/Ómar Kærkom- inn vorboði GENGI krónunnar hækkaði um 0,68% í viðskiptum með gjaldeyri á millibankamarkaði í gær og er geng- isvísitalan 128,55 stig. Gengi Bandaríkjadals var í lok dags 91,50 krónur en samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Ís- landsbanka hefur gengi dals verið að lækka gagnvart öðrum Evrópu- myntum. Gengi krónunnar hefur ekki verið hærra í rúmt ár. Gengi krónunnar ekki hærra í rúmt ár ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.