Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 9 Vesti og stretsbuxur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Þunnar skyrtukápur Sumarkjólar í stíl Mjög smart — allar stærðir                Útskriftardragtir Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Langur laugardagur Opið í dag kl. 10-16 Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Hágæða undirföt Skálastærðir B til H Langur laugardagur opið til kl. 17 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ þriðjudaga og fimmtudaga þriðjudaga og fimmtudaga mánudaga og fimmtudaga þriðjudaga fimmtudaga mánudaga og miðvikudaga GRUNNNÁMSKEIÐ HEFST 8. MAÍ: anna@yogawest.is 10.30-11.30 12.00-13.00 17.25-18.25 17.30-19.00 18.35-20.05 19.00-21.00 SELJAVEGI 2, 101 REYKJAVÍK innritun í síma 511-2777 Bankastræti 11 sími 551 3930 Brúðarkjólar Stærðir 4-20 Opið í dag kl. 11-17 Laugavegi 25, sími 533 5500 15% afsláttur á löngum laugardegi skór GUÐRÚN Pétursdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði byggingu fjölbýlishúss í Suðurhlíð- um í Reykjavík að umtalsefni á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Hún sagði meirihlutann ganga frek- lega á rétt íbúa í Suðurhlíðum með því að leyfa byggingu fjölbýlishúss- ins neðarlega í hverfinu. Borgarfulltrúinn greindi einnig frá verði íbúða í nýja húsinu sem hún sagði að væri á bilinu 19 til 57 milljónir króna. Kvaðst hún forviða á þessu háa verði sem hún sagði að hefði mátt búast við ef um einbýlis- hús hefði verið að ræða en hér væri um að ræða íbúðir í fjölbýlishúsi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guð- rún að þetta sýndi að sú gagnrýni sem sjálfstæðismenn hefðu lengi viðhaft á lóðastefnu meirihlutans ætti við rök að styðjast. Vegna lóða- skorts væri íbúðaverð uppsprengt og það hefði m.a. leitt til þess að erf- iðlega gengi að selja íbúðir í Graf- arholti. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér um íbúðir í fjölbýlishúsinu í Suðurhlíð- um verða íbúðir afhentar fullfrá- gengnar að innan en án gólfefna. Gert er ráð fyrir arni í öllum íbúð- unum. Sameign og lóð verða fullfrá- gengin við afhendingu. Algengt verð íbúða er á bilinu 22-24 milljónir króna og nokkrar kosta á bilinu 32 til 35 milljónir króna. Ódýrast er verðið 18,8 milljónir og dýrasta íbúðin á að kosta 57 milljónir. Furðar sig á háu verði nýrra íbúða við Suðurhlíðar ÓLAFUR F. Magnússon, óháður borgarfulltrúi, lagði fram á borgar- stjórnarfundi á fimmtudag tillögu um að borgarstjórn lýsti andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkur í fyr- irhugaðri Kárahnjúkavirkjun. Til- lögunni var vísað frá með 12 at- kvæðum gegn þremur. Tillaga Ólafs er á þessa leið: „Með vísan til samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 21. júní 2001 um arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar og þeirrar leyndar og undanbragða sem verið hafa uppi í tengslum við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun lýs- ir borgarstjórn Reykjavíkur and- stöðu sinni við þátttöku Reykjavíkur í þessari framkvæmd.“ Í greinargerð með tillögunni segir að þátttaka borgarinnar í slíkri framkvæmd sé með öllu óverjandi, þegar sterkar líkur bendi til þess að tap hljótist af henni. Segir einnig að ljóst sé að ábyrgð hvers borgarbúa vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun verði ein milljón króna. Ólafur lagði fyrir borgarstjórn 21. júní tillögu um að skilyrði fyrir þátt- töku borgarinnar í virkjuninni yrði að fram færu ítarlegar rannsóknir á umhverfisáhrifum virkjunarinnar og að fyrir lægi mat á arðsemi hennar. Í breytingartillögu sem samþykkt var samhljóða var fallist á orðalagið „að fyrir liggi vandaðir arðsemisút- reikningar“ vegna þeirra virkjunar- framkvæmda sem borgin sé aðili að. Þá segir í greinargerðinni að Ólafur hafi flutt tillögu í borgarstjórn 6. september um að borgarstjórn lýsti andstöðu sinni við þátttöku borgar- innar í virkjuninni vegna umhverfis- áhrifa. Tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs þar sem hún hafi legið óafgreidd síðan. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og fulltrúi borg- arinnar í stjórn Landsvirkjunar, kvaðst hafa haft uppi varnaðarorð um Kárahnjúkavirkjun og að fram- kvæmdin væri ótímabær og óarð- bær. Þrátt fyrir það sýndist sér að tillaga Ólafs væri með sama marki brennd og framkvæmdirnar sem ráðast ætti í, hún væri ótímabær. Ekkert kallaði á þessa tillögu nema ef vera skyldi kosningabarátta Ólafs. Kvaðst Helgi því mæla með frávísun tillögunnar með því að ítreka fyrri tillögu borgarstjórnar. Árni Þór Sigurðsson, einn borg- arfulltrúa Reykjavíkurlistans, taldi mikilvægt að taka tillögu Ólafs til efnislegrar umræðu og kvaðst ekki styðja fram komna frávísunartil- lögu. Sagðist hann hafa sem fulltrúi Reykjavíkur í samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins ekki stutt breytingu á miðhálendisskipu- laginu sem leiddi af Kárahnjúka- virkjun. Krafðist nafnakalls Ólafur krafðist nafnakalls til að það lægi fyrir með skýrum hætti hverjir vildu ráðast í niðurgreidd náttúruspjöll eins og hann nefndi það. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði borgarstjórn hafa mótað stefnu sína og að hún myndi missa umboð sitt á næstunni. Sagði hún það hlutverk næstu borgar- stjórnar að taka afstöðu til þessa máls. Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Ólafur F. Magn- ússon greiddu atkvæði gegn frávís- un en aðrir borgarfulltrúar beggja lista voru henni fylgjandi og var hún því samþykkt með 12 atkvæðum gegn þremur Telur þátttöku Reykjavíkur- borgar óverjandi Ólafur F. Magnússon vill að borgin lýsi andstöðu við Kárahnjúkavirkjun UM 30 unglingar, nýbúar og „síbúar“, eins og stóð í tilkynn- ingu frá hópnum, lögðu af stað í adrenalínferð gegn rasisma frá Austurbæjarskóla í gær. Ætlunin var að fara í hellaskoðunarferð á Snæfellsnes, siglingu út í Flatey á Breiðafirði, í veiðiferð o.fl. Þá gistu ungmennin í Stykkishólmi. Markmið ferðarinnar mun hafa verið „að gefa nýjum Íslend- ingum stökkpall inn í íslenska unglingamenningu og uppruna- legum Íslendingum tækifæri til að auka víðsýni sína“. Með í för voru ungir kvik- myndagerðarmenn sem munu vinna heimildarmynd um ferð hópsins sem nota á í forvarn- arstarfi í grunnskólum og víðar. Ferðin var skipulögð af Miðborg- arstarfi KFUM&K í samvinnu við Laugarneskirkju, nýbúadeild Austurbæjarskóla, félagsmiðstöð- ina Þróttheima og fleiri aðila. Morgunblaðið/Golli Adrenalín gegn rasisma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.