Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 11 FRUMVARP sjávarútvegsráð- herra, Árna M. Mathiesen, um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða var samþykkt sem lög frá Al- þingi í gær en í þeim er m.a. kveðið á um að lagt verði 9,5% veiðigjald á handhafa aflaheimilda. Var frum- varpið samþykkt með 29 atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn 23 atkvæðum þingmanna stjórnar- andstöðunnar auk þingmanns Sjálf- stæðisflokksins af Vestfjörðum, Einars Odds Kristjánssonar. Einar Oddur sagði í atkvæðagreiðslu um frumvarpið að með lögfestingu þess væri formlega verið að setja auð- lindaskatt á íslenskan sjávarútveg. Taldi hann það óhappaverk. „Það er bæði ranglátt og hættulegt. Þessi auðlindaskattur mun skerða samkeppnisstöðu fiskvinnslunnar í landinu, sem er burðarás lands- byggðarinnar, og möguleika henn- ar til að borga kaup. Það er fisk- verkunarfólkið úti á landi sem mun fyrst og fremst borga þennan skatt. Það er mjög óheppilegt, mjög rangt og skelfilegt eins og staða landsbyggðarinnar er í dag,“ sagði hann. Fleiri þingmenn kvöddu sér hljóðs í atkvæðagreiðslunni og ítrekuðu stjórnarandstæðingar andstöðu sína við samþykkt frum- varpsins. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að með frumvarpinu væri verið að stagbæta núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi eina ferðina enn. „Þessi niðurstaða stjórnar- flokkanna, sem nú mun líta dagsins ljós á Alþingi, veldur ósætti með þjóðinni en engri sátt,“ sagði hann. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að með samþykkt frumvarpsins væri verið að skipta um nafn á greiðslum útgerðarinnar og kalla þær veiðigjald og Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði að hér væri á ferðinni málamynda- gjaldtaka sem myndi ekki leysa neinn vanda. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar að með frumvarpinu væri verið að taka upp veiðigjald án þess að íþyngja sjávarútveginum um of. „Það ber sannarlega að árétta að hættulegt er að þetta gjald verði hækkað með þeim hætti að það komi illa niður á greininni. Með þeirri aðferð sem hér er verið að leggja til er það hins vegar ekki gert. Því styð ég þetta mál.“ Frumvarp um veiðigjald samþykkt á Alþingi með 29 atkvæðum gegn 23 Stjórnarandstæðingar segja enga sátt í frumvarpinu Morgunblaðið/Golli Helgi Bernódusson, Halldór Blöndal og Sigurður Jónsson fara yfir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. ALÞINGI samþykkti í gær ellefu frumvörp og níu þingsályktunartil- lögur, þar á meðal tillögu til þings- ályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005. Tillagan var samþykkt með 27 atkvæðum þing- manna Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks en 22 þingmenn stjórn- arandstöðuflokkanna, auk þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þeirrra Einars K. Guðfinnssonar, Einars Odds Kristjánssonar og Pét- urs H. Blöndals, sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Hörð gagnrýni kom fram á tillöguna við atkvæðagreiðsluna og sögðu þeir þingmenn sem voru á móti henni m.a. að hún tæki ekki nægilega á þeim vanda sem steðjaði að lands- byggðinni. Þá voru t.d. lög um álbræðslu á Grundartanga samþykkt á Alþingi auk laga um Umhverfisstofnun og laga um Náttúrufræðistofnun Íslands svo fleiri dæmi séu nefnd. Fjölmörg mál sem lögð voru fram á Alþingi í vetur hlutu ekki afgreiðslu á liðnu löggjafarþingi. Til að fá þau af- greidd verður því að leggja þau fram að nýju á næsta þingi. Raforkufrum- varpið, sem felur í sér heildarendur- skoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku, er eitt þeirra frumvarpa sem ekki var af- greitt frá þinginu. Þá má nefna frum- varp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, frumvarp um hafnalög, frumvarp til laga um stofn- un hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins, frumvarp um jöfnun kostn- aðar við flutning og dreifingu raforku og frumvarp um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum. Raforku- lögum frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.