Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut Til leigu í þessu glæsilega húsi tvær hæðir, samtals 1.700 til 1.900 fm. Mjög góð staðsetning. Glæsilegar, mjög vand- aðar og góðar skrifstofur á 3. og 4. hæð. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu traustra aðila. Sanngjörn leiga fyrir rétta aðila. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík KAUPENDALISTINN Opið í dag frá kl. 13:00 - 15:00. EINBÝLISHÚS Höfum fjársterkan kaupanda að einbýlishúsi í Þingholtunum. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Heildsala vantar 150-200 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr í Grafarvogi. Bein kaup eða skipti á heilli húseign á útsýnisstað í Hólunum. RAÐ- OG PARHÚS Vantar fyrir hjón sem eru að flytja af landsbyggðinni rað- eða parhús helst á einni hæð. Vantar rað- eða parhús með fjórum svefnherbergjum í Garðabæ fyrir traustan kaupanda SÉRHÆÐIR Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-150 fm hæð á svæði 101 eða 107. Góðar greiðslur í boði. Óskum eftir 5 herb. sérhæð í Norðurmýri, þ.e. Hrefnugötu, Kjartansgötu, Guðrúnargötu, Bollagötu eða Gunnarsbraut. 4RA-7 HERB. 5 herb. íbúð í Fossvogi óskast fyrir traustan kaupanda. Góðar greiðslur í boði. Höfum traustan kaupanda að 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðunum eða vesturbæ. Vantar fyrir traustan viðskiptavin góða 4ra herb. íbúð, helst með bílskúr, í Fossvogi, Gerðum eða Háaleitishverfi. Harðan KR-ing vantar 4ra herb. íbúð í nágrenni heimavallarins. Góðar greiðslur í boði. Óskum eftir 5 herb. íbúð á svæði 101, helst við Freyjugötu, Sjafnargötu, Fjölnisveg, Bergstaðastræti, Mímisveg eða Lokastíg, en aðrar götur koma til greina. 2JA-3JA HERB. Stýrimann vantar 3ja herb. íbúð á svæði 101 eða 105. Ellilífeyrisþega vantar 2ja herb. íbúð á svæði 101 til 200. Góðar greiðslur í boði. GALLERY Hringlist hefur verið opnað á nýjum stað við Hafn- argötuna í Keflavík, Hafnargötu 16. Þar verður opnuð í dag sýning á verkum eftir Hafdísi Björgu Hilmarsdóttur. Hið nýja húsnæði Gallerys Hringlistar er minna en það eldra og þar er ekki sérstakur sýning- arsalur. Hildur Harðardóttur, eig- andi Hringlistar, segir að á móti komi að verslunin sé nú nær söfn- unum sem verið er að koma upp í Duus-húsunum og aðstöðu mynd- listarmanna í Svarta pakkhúsinu. Hildur segir að áfram verði sýningar í Gallery Hringlist á veggjum verslunarinnar. Hafdís Björg sem nú sýnir hefur verið að læra hjá Reyni Katrínarsyni myndlistarmanni í Keflavík auk þess sem hún hefur sótt ýmis námskeið. Hún sýnir akríl- málverk. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hildur Harðardóttir í Hringlist í nýju húsnæði. Gallery Hringlist opnað á nýjum stað Keflavík „ÞAÐ er tilhlökkun í okkur að takast á við komandi verkefni. Við erum hér með alhliða þjónustu þar sem tekið verður á öllum þáttum frá krókum upp í stærstu troll. Nú er verið að samnýta tæki, tól og mannskap þannig að afkoman ætti að vera betri,“ sagði Hörður Jónsson, annar eigandi SH Veiðarfæra, sem samein- ast hefur netagerð Þorbjarnar Fiskanes undir nafninu Veiðarfæra- þjónustan ehf. Þorbjörn Fiskanes á 75% í Veið- arfæraþjónustunni en eigendur SH veiðarfæra 25%. Skrifað var undir samning um sameiningu fyrirtækj- anna um miðjan mars en starfsemin hófst í raun um áramót. Hjá SH Veiðarfærum var aðallega verið í dragnótum og netafellingum en þeir hjá netagerðinni hjá Þorbirni Fiskanesi sáu um báta þess fyrir- tækis. Starfsemin er í mjög rúmgóðu húsnæði eða alls 1.800 fermetrar að flatarmáli og þar starfa nú 10 manns. Sverrir Þorgeirsson er hinn eigand- inn að SH Veiðarfærum og leist hon- um vel á framhaldið. „Já þetta lítur vel út, við flytjum nánast allt efnið inn sem við notum, þar á meðal lása, keðjur og net. Við teljum okkur því geta boðið sambærilegt verð,“ sagði Sverrir. Frá krókum upp í stærstu troll Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurþór Ólafsson við saumaskap í hinu sameinaða netaverkstæði. ÁRSREIKNINGUR Gerðahrepps fyrir árið 2001, sem samþykktur hef- ur verið af hreppsnefnd, einkennist mjög af arðgreiðslu Hitaveitu Suð- urnesja sem greidd var á árinu, að því er fram kemur í skýrslu endur- skoðenda hreppsins, Pricewater- houseCoopers. Fulltrúar meiri- og minnihluta líta misjöfnum augum á stöðuna, eins og fram kom í bókun- um þeirra í hreppsnefnd. Gerðahreppur fékk á árinu tæp- lega 67 milljóna króna greiðslu frá Hitaveitu Suðurnesja, greiðslu sem ákveðin var þegar veitunni var breytt í hlutafélag og nýir eignarað- ilar teknir inn. Hafa þessar greiðslur áhrif á fjárhag allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Gerðahreppur fékk liðlega 30 milljónir í peningum og 36 milljónir í skuldabréfi sem greiðist á árinu 2002. Þá eru hlutabréf hrepps- ins í Hitaveitunni nú færð á nafn- verði og við það tífaldast verðmæti þeirra í reikningunum, verður 344 milljónir kr. í stað 33 milljóna, ein- göngu vegna þess að Hitaveitunni var breytt í hlutafé. Á síðasta hreppsnefndarfundi, þegar ársreikningarinnar voru af- greiddir, fögnuðu fulltrúar F-lista framfarasinnaðra kjósenda sem skipa meirihluta hreppsnefndar, já- kvæðri niðurstöðu ársreiknings sem þeir segja að sýni að staða Gerða- hrepps sé mjög sterk til að halda áfram uppi öflugri þjónustu og til að ráðast í framkvæmdir. „Ársreikn- ingurinn sýnir hversu mikið gæfu- spor það er fyrir sveitarfélagið að Hitaveita Suðurnesja skyldi gerð að hlutafélagi og fá inn í félagið Raf- veitu Hafnarfjarðar og Bæjarveitur Vestmannaeyja. [...] Það er með ólík- indum að fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Gerðahrepps skyldu berjast gegn þessu framfaramáli,“ segir meðal annars í bókun þeirra. Síðar segir: „Ársreikningurinn sýnir að Gerðahreppur á mikla framtíðar- möguleika, sem sjálfstætt sveitarfé- lag, enda sýnir áhugi fólks fyrir lóð- um og vilji til að byggja hér, að fólk hefur trú á bjartri framtíð Garðs- ins.“ Halda sveitarsjóði uppi Í bókun fulltrúa H-lista sjálfstæð- ismanna og annarra frjálslyndra kjósenda er vakin athygli á því að tekjutengd framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nema 55 milljónum kr., eða 27% af skatttekjum að frádregn- um arði frá Hitaveitu Suðurnesja upp á 69 milljónir. Ef breyting yrði á framlögum Jöfnunarsjóðs til lækk- unar hefði sveitarsjóður ekkert til ráðstöfunar eftir rekstur mála- flokka, það er að segja ekkert upp í afborganir og vexti af lánum og til fjárfestinga. „Staðan hér er sú að Jöfnunarsjóður og Hitaveita Suður- nesja halda sveitarstjóði uppi á þessu ári,“ segir meðal annars í bók- un H-listans. Greiðslur frá Hitaveitu setja mark á reikninga Gerðahreppur MÁLMBLÁSARAHÓPUR frá Tón- listarskóla Reykjanesbæjar verður með tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar sunnudaginn 5. maí kl. 16. Í málmblásarahópnum eru níu hljóðfæraleikarar úr hópi eldri nem- enda Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar, undir stjórn Davids Nooteboom. Flutt verða verk eftir Susato, Moz- art, Händel, Mendelssohn og fleiri. Þá verður frumflutt á Íslandi verkið Melody with Echo eftir Robin Hol- loway en það er samið fyrir tvö trompet. Málmblásarar með tónleika í Garðabæ Reykjanesbær CRANIO-Sacral-skólinn heldur kynningarnámskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja að Víkurbraut 13 í Keflavík, á morg- un, sunnudag, klukkan 9.30 til 17. Námskeiðið er á vegum Cranio, félags höfuðbeina- og spjaldhryggj- arjafnara og á því er hagnýt kennsla í nálgun og meðhöndlun mannslík- amans, segir í fréttatilkynningu. Námskeið á vegum Cranio Keflavík FÉLAGAR á Suðurnesjum í Ætt- fræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar nk. mánudags- kvöld, 6. maí, kl. 20. Þetta verður síðasti fundur vetr- arins og allir áhugasamir um ætt- fræði eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu frá bókasafninu. Nánari upplýsingar veitir Einar Ingimund- arson. Ættfræðingar hittast Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.