Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 32
ÚR VESTURHEIMI 32 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga í Vesturheimi stefnir að því að halda sérstakan fund á Íslandi á næsta ári eða 2004 og er málið í at- hugun. David Gislason, formaður Esju, deildar Þjóðræknisfélagsins í Ár- borg í Kanada, sagði á þinginu í Minneapolis að ráðstefna Þjóð- ræknisfélagsins, sem haldin var á Íslandi 1994, hefði heppnast vel og lagði hann til að hún yrði end- urtekin í einhverri mynd á Hofsósi sumarið 2004. Það ár sér Brúin í Selkirk um þingið, sem áætlað er að verði á Hecklueyju, en að ári verður þingið í Edmonton. Fram kom að fundurinn á Íslandi væri hugsaður sem sjálfstæður fundur óháður Þjóðræknisþingi. Einar Benediktsson sendiherra sagði að samskiptin við Ísland væru mikilvæg og sérstaklega þyrfti að huga að samskiptum unga fólksins. Hins vegar væri betra að halda svona fund utan helsta ferðamanna- tímans og að Reykjavík yrði mið- punktur hans, þótt ekkert væri því til fyrirstöðu og sjálfsagt að heim- sækja Vesturfarasetrið á Hofsósi. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði mjög fjörugum og áhugaverðum pall- borðsumræðum á Þjóðræknisþinginu í Minneapolis, en þar fóru hann, Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, dótturfélags Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Bandaríkjunum, Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kan- ada, vítt og breitt um íslensk málefni og tengslin við Vesturheim. Stefnt að sérstök- um fundi á Íslandi DAVID Gislason, bóndi á Svaða- stöðum skammt frá Árborg í Mani- toba, var kominn með sáðvélina út á hlað og ætlaði að fara að sá 1. maí, en Kári tók heldur betur í taumana. Um nóttina snjóaði töluvert á Ár- borgarsvæðinu og þar var aftur farið að snjóa undir kvöld, en þá var kominn 10 cm jafnfallinn sjór. Þetta er óvanalegt á þessum árs- tíma, en hitinn hefur verið töluvert undir meðallagi undanfarna daga. David Gislason segir að bændur séu ánægðir nái þeir að hefja sán- ingu í fyrstu viku maí og útlitið hafi verið gott eftir snjóléttan vetur og fá harða frostdaga, en snjókoman hafi gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að sá á Svaðastöð- um og í nágrenninu í vikunni eins og til hafi staðið. Ljósmynd/Davið Gislason Ekki hægt að sá á Svaðastöðum MIKILL áhugi er á sumarferð Þjóðræknisfélagsins til Vestur- heims og segir Jónas Þór farar- stjóri að nær uppselt sé í þessa 12 daga ferð. Ferðin hefst með flugi til Minn- eapolis 14. júní, en síðan verður ek- ið í langferðabíl um svæði, þar sem Íslendingar settust að í lok 19. ald- ar og fram á 20. öld. Jónas Þór flutti erindi á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi á dögunum og notaði tæki- færið til að hitta fólk, sem verður honum innan handar í ferðinni, en á flestum stöðum verður náin sam- vinna höfð við deildir Þjóðrækn- isfélagsins. Í þessu sambandi nefnir hann að aðalræðismannshjónin í Minneapolis, Maddý og Örn Arnar, og fleiri hafi rætt um að fara með hópnum fyrsta daginn, en þá verð- ur ekið til Shawano í Wisconsin og gist í Green Bay. Síðan verður farið út í Washingtoneyju þar sem Hann- es Andersen, afkomandi íslenskra landnema á eyjunni, verður leið- sögumaður. Í Duluth verður John Bergson leiðsögumaður og eftir að hafa skoðað ferjustaðinn Fisher við Rauðá og Grand Forks verður ekið um Íslendingabyggðir í Norður-- Dakóta áður en farið verður yfir landamærin og til Winnipeg. Í Winnipeg verður gist í fjórar nætur en farið í dagsferðir þaðan, m.a. um Nýja-Ísland. Á bakaleiðinni verður m.a. komið við á nokkrum Íslend- ingaslóðum í Minnesota eins og t.d. Montevideo og Minneota, en Frank Josepson verður leiðsögumaður síð- asta daginn. „Við reynum að fara á þessa helstu sögusvæði og mér vitanlega er þetta fyrsta ferð sinnar tegund- ar,“ segir Jónas Þór og bætir við að innan við 10 sæti séu laus, en Kar- ólína Pétursdóttir hjá söluskrifstofu Flugleiða á Hótel Esju sjái annars um sölu í ferðina. Sumarferð Þjóð- ræknisfélagsins til Vesturheims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.