Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.05.2002, Qupperneq 35
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 35 FRÉTTIR bárust af því í vikunni að sænskir vísindamenn hefðu uppgötv- að að ýmis sterkjuríkur unninn mat- ur á borð við kartöfluflögur, franskar kartöflur, kex og brauð innihéldi efnasambandið akrylamíð, sem talið er geta valdið krabbameini í mönn- um. Bandaríska dagblaðið The Washington Post greinir til að mynda frá því að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) hafi boðað til ráð- stefnu í júní til þess að meta hugs- anlega hættu sem almenningi geti stafað af magni akrylamíðs í matvæl- um. The Washington Post veltir einn- ig upp ýmsum hliðum á þessum nið- urstöðum í nýrri grein eftir tvo blaðamenn sem skrifa heilsufréttir. Er frásögnin sett upp með spurning- um, sem líklegt er að vakni í huga les- enda við fréttaflutning af sænsku rannsókninni og fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu. Ekki mikið akrylamíð í pönnu- kökum, vöfflum og pítsum „Nú dynur enn ein matvælaógnin á okkur. Á maður sem sagt að hætta að borða brauð og franskar kartöflur? Nei, alls ekki. Leif Busk, einn vís- indamannanna sem önnuðust rann- sóknina, og Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) hvetja neytendur til þess að halda matarvenjum sínum óbreyttum. „Það er ekki hættulegra að neyta þessara matvæla nú í dag en fyrir ári,“ er haft eftir Busk, „og eng- in ástæða til ótta eða róttækra breyt- inga á neysluvenjum.“ Af hverju er þá verið að flytja fréttir af þessum niðurstöðum? Af því að hér er um að ræða áhuga- verðar bráðabirgðaniðurstöður í vís- indalegri rannsókn á matvælaöryggi sem sænskum yfirvöldum þótti næg ástæða til þess að greina frá áður en niðurstöðurnar voru gefnar út. Ekki verður hægt að draga endanlegar ályktanir af þessari rannsókn fyrr en hún hefur verið yfirfarin af öðrum vísindamönnum, endurtekin, útskýrð og gagnrýnd á alla enda og kanta. En hvernig myndast akrylamíð í matvælum? Leif Busk segir að akrylamíð virð- ist myndast í sterkjuríkum fæðuteg- undum við matreiðslu. Því meiri hiti sem eldað er við og því lengur, því meira af akrylamíði myndast í matn- um. Hæsta hlutfall akrylamíðs fannst í ýmsum steiktum mat og lægsta hlutfallið í mjúku brauði. Lágt hlut- fall akrylamíðs fannst til að mynda í pítsum, pönnukökum, vöfflum, steiktum fiskistautum, kjötbollum, jurtasnitseli og blómkálsgratíni. Einnig var hlutfall akrylamíðs í rauðu kjöti, fuglakjöti og fiski lágt þó að maturinn hefði verið steiktur. En hvað ef á daginn kemur að vís- indamennirnir hafi haft rétt fyrir sér og að steiktur sterkjuríkur matur valdi krabbameini? Sérfræðingar munu að líkindum vara fólk við því að borða of mikið af slíkum matvælum, líkt og þeir gera nú þegar. Skaðleg efni ekki ný af nálinni Hvers vegna koma niðurstöður af þessu tagi upp á yfirborðið núna? Vísindamenn verða æ flinkari við að mæla alls kyns efnasambönd í matvælum og vatni. Líkt og Leif Busk segir sjálfur hafa þessi efni ver- ið á sínum stað frá ómunatíð en vís- indin hefur skort leiðir til þess að hafa uppi á þeim til þessa. Með fyrr- greindum niðurstöðum vonast rann- sakendurnir til að hægt verði að finna leiðir til þess að draga úr myndun akrylamíðs í matvælum. Tilvist skað- legra efna eða efna sem valda krabbameini er ekki ný af nálinni. Eitt dæmi er nítrat-sölt í unnum kjöt- vörum og snefilefni á borð við kvika- silfur í túnfiski. Skaðleg efni finnast í örlitlu magni í vatnsuppsprettum og fæðukeðjunni. Næringarefnin sem við fáum úr matnum vega á hinn bóg- inn margfalt þyngra en sú örlitla hætta sem talin er vera fyrir hendi vegna tiltekinna efnasambanda. Er niðurstaðan sem sagt sú að ekki sé ástæða til þess að taka bráða- birgðaniðurstöður tiltekinnar vís- indarannsóknar úr samhengi og að hér eftir sem áður sé mikilvægast að neyta fjölbreyttrar fæðu sem hvorki beri að líta á sem skaðvald né allra meina bót? Einmitt,“ segir að síðustu á heilsu- fréttasíðum The Washington Post. Reuters Varasöm efnasambönd í matvælum eru ekki ný af nálinni, segir The Washington Post, og nefnir sem dæmi kvikasilfur í túnfiski. Fregnir af akryl- amíði í mat valda fólki heilabrotum HEILDSALAN Eggert Kristjáns- son hf. kynnir nýj- ar háreyðingar- vörur frá Veet, Aquasystem-hár- eyðingarvax og tvenns konar hár- eyðingarkrem fyrir ólíkar húð- gerðir. „Veet-háreyðingarvaxið er hitað með kranavatni en ekki í potti eða örbylgjuofni eins og tíðkast hefur. Það fer ekki yfir líkamshita og því er hættan á því að brenna sig úr sög- unni. Vaxið er að uppbyggingu syk- urefni sem leysist auðveldlega upp í vatni,“ segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Veet-háreyðingarkremið er með rakagefandi Aloe Vera og E-vítamíni, sem sagt er henta vel á þurra og við- kvæma húð, svo og húð sem farin er að eldast. „Einnig gott á veturna þeg- ar húðin þarfnast viðbótarraka og verndar. Jafnframt er til Veet-hár- eyðingarkrem með sítrusávöxtum og C-vítamíni, sem styrkir húðina og hentar vel ungri húð. Veet-háreyðing- arvörurnar fást í apótekum og öllum helstu mat- og snyrtivöruverslunum.“ NÝTT Háreyðingar- vax hitað með kranavatni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.