Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 22

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNULAUSUM á Akureyri heldur áfram að fækka en í lok síð- asta mánaðar voru 230 manns á at- vinnuleysisskrá, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun, 128 karlar og 102 konur. Þetta er um 30 færri en voru á skrá lok mars og er fækkunin nær öll meðal karla. Í janúar sl. voru yfir 300 manns á atvinnuleysisskrá í bænum en frá þeim tíma hefur at- vinnulausum því fækkað töluvert. Á Norðurlandi eystra voru 392 á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mán- aðar, 180 karlar og 212 konur og fækkaði á skránni um 16 frá mán- uðinum. Körlum á atvinnuleysis- skránni fækkaði um 27 milli mánaða en hins vegar fjölgaði konum um 11. Í Dalvíkurbyggð voru 17 manns á atvinnuleysisskrá í lok apríl sl., 8 karlar og 9 konur og fjölgaði um 4 á skránni frá mánuðinum á undan. Í Ólafsfirði voru 57 manns á atvinnu- leysisskrá, 22 karlar og 35 konur og fjölgaði atvinnulausum í bænum um 6 frá mánuðinum á undan. Í Hrísey voru 11 manns á atvinnuleysisskrá, allt konur og hafði fækkað á skránni um 5 frá mánuðinum á undan. Í Eyjafjarðarsveit voru 8 manns á atvinnuleysisskrá í lok apríl, 2 karlar og 6 konur og fjölgaði um 6 á milli mánaða, þar af um 5 konur. Enn fækkar atvinnulausum á Akureyri TVÆR lyftur, Fjarkinn og Stromp- lyftan í Hlíðarfjalli, verða opnar um hvítasunnuhelgina. Kuldakastið undanfarna daga hefur komið sér vel fyrir skíðaáhugafólk þannig að enn er nægur snjór til skíðaiðkunar. Um helgina verður opið frá klukk- an 9–16 alla dagana. Veðurspáin er góð og búist er við sól og hlýindum. Þetta er því síðasti tækifærið að skella sér á skíði eða bretti þennan veturinn á Akureyri. Tvær lyftur opnar um helgina Gott skíðafæri í Hlíðarfjalli „LISTIR og pólitík,“ er yfirskrift er- indis sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður flytur í Græna hús- inu, kosningamiðstöð Vinstri grænna við Hafnarstræti á Akur- eyri, fimmtudagskvöldið 16. maí. Boðið verður upp á létta tónleika með djasstríóinu Hrafnasparki auk þess sem kaffi og kruður verða á boðstólum. Dagskráin hefst kl. 20. Listir og pólitík ÁRLEG fuglaskoðunarferð Ferða- félags Akureyrar verður farin á laugardag, 18. maí, en fresta þurfti þessari ferð um liðna helgi vegna veðurs. Fararstjóri verður Jón Magnússon. Farið verður frá húsa- kynnum félagsins við Strandgötu 23 og hefst ferðin kl. 16. Fólk er hvatt til að mæta með sjónauka, hentugan skófatnað, skjól- fatnað og góða skapið. Skrifstofan verður opin á föstudaginn milli kl. 17:30 og 19:00. Fugla- skoðunarferð VORSÝNING fimleikaráðs Akur- eyrar verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag, 18. maí, og hefst hún kl. 11. Á sýningunni getur að líta árangur af vetrarstarfi félagsins og á henni koma fram allir iðkendur utan þeirra yngstu sem voru með sýningu nú ný- verið. Fimleikaráð verður einnig með hlutaveltu í markaðshúsnæði Bón- uss, en Jóhannes Jónsson, eigandi verslunarinnar, gaf ráðinu sérvöru- lager sem þar var. Á hlutaveltunni verða því nýir og eigulegir hlutir, s.s. myndbönd, kerti, ritföng, fatnaður og bækur svo eitthvað sé nefnt en hver miði kostar 100 krónur og eru engin núll. Hlutaveltan hefst í dag, fimmtu- daginn 16. maí, og stendur frá kl. 17 til 19 og á föstudag er opið frá kl. 14 til 19 og í framhaldi af því verður op- ið eins og birgðir endast. Vorsýning og hlutavelta Fimleikaráð ÁGÚST Bragi Björnsson fór með sigur af hólmi í unglingaflokki á Skákþingi Norðlendinga sem haldið var á Akureyri nýlega. Jón Heiðar Sigurðsson sigraði í drengjaflokki og Alexander Arnar Þórisson í barna- flokki. Einnig var keppt í hraðskák á mótinu og þar sigraði Ágúst Bragi einnig í unglingaflokki en Davíð Arn- arson í drengjaflokki. Ágúst Bragi lét ekki þar við sitja heldur sigraði jafnramt í eldri flokki á kjördæmismóti Norðurlands eystra í skólaskák og vann allar fimm skákir sínar. Davíð Arnarson sigraði í yngri flokknum eftir einvígi við Jón Heiðar Sigurðsson en þeir urðu jafnir og efstir með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Uppskeruhátíð félagsins í kvöld Coca Cola-hraðskákmót Skák- félags Akureyrar var haldið á sunnu- dag og bar Guðmundur Gíslason sig- ur úr býtum, hlaut 14 vinninga af 18 mögulegum. Uppskeruhátíð félags- ins fer fram í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Íþróttahöllinni. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur í mótum fé- lagsins frá áramótum. Ágúst Bragi sigursæll við skákborðið GUÐMUNDUR Magnússon sýnir myndir frá Grænlandi og segja frá kynnum sínum af landi og þjóð á að- alfundi Norræna félagsins á Akur- eyri sem haldinn verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. maí, kl. 20 í Glerárgötu 26, 2. hæð. Allir eru vel- komnir á fundinn. Myndir frá Grænlandi KNATTSPYRNULIÐ Magna á Grenivík hefur eignast sinn eigin baráttusöng. Brynjar Davíðsson, markvörður liðsins, samdi lagið; Magnaðir Magnamenn, sl. sumar og hann hefur nú gefið út geisladisk með laginu og tveimur lögum til við- bótar. Af því tilefni voru haldnir út- gáfutónleikar á Grenivík, þar sem leikmenn, forsvarsmenn og velunn- arar Magna voru saman komnir. Brynjar sagði í samtali við Morg- unblaðið að öll knattspyrnulið þyrftu að eiga sitt lag og að nú hefði Magni eignast sitt lag. Félagar Brynjars í hljómsveitinni Best fyrir, léku með honum á nýja diskinum, þeir Atli Már Rúnarsson á tommur, hljómborð og gítar og Elmar Eiríks- son á bassa. Brynjar sá sjálfur um sönginn. Félagar Brynjars eru einn- ig viðloðandi knattspyrnuna, því Atli Már stendur í marki Þórs sem leikur í úrvalsdeildinni í sumar en Elmar leikur með sameinuðu liði Dalvíkur og Leifturs í 1. deildinni. Atli Már samdi sérstakt Þórslag sem þegar hefur komið út á diski og þá hyggst Elmar gefa út disk á næstunni með baráttusöng Leift- urs/Dalvíkur. Viðtökurnar verið vonum framar Brynjar sagði að Magnalagið hefði hann samið í fyrrasumar og frumflutt á lokahófi félagsins sl. haust við mikinn fögnuð viðstaddra. Fyrsta útgáfa geisladisksins seldist upp á útgáfutónleikunum um helgina og sagði Brynjar að önnur útgáfa væri á leiðinni. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar og ég er nú þegar með nokkrar pantanir óaf- greiddar.“ Á geisladiskinum er Magnalagið bæði með og án söngs en að auki eru á diskinum lögin Sumarsmellur 2002, eftir þá Brynjar og Elmar og Ótíndir þjófar, 7 ára gamalt lag Brynjars. Brynjar sagði að þeir félagar í hljómsveitinni Best fyrir, stefndu að því að gefa út geisladisk í haust, svona þegar færi að hægjast um í knattspyrnunni. „Við erum alltaf að semja lög.“ Fjórði liðsmaður hljóm- sveitarinnar var Kristján Örnólfs- son, leikmaður Þórs, en hann hefur nú alfarið snúið sér að íþrótt sinni. Baráttusöngur Magna kominn á geisladisk Morgunblaðið/Kristján Brynjar Davíðsson flytur lagið Magnaðir Magnamenn ásamt félögum sínum í liðinu á útgáfutónleikunum. Öll knattspyrnulið þurfa að eignast sitt eigið lag RÚSSNESKI togarinn Omnya var loks dreginn frá Akureyri í gær en skipið hefur legið við bryggju í bæn- um frá því í byrjun september 1997. Pólskur dráttarbrátur, Atlas II frá Gdansk, dró skipið út Eyjafjörðinn en ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það hvert ferðinni var heitið. Fyr- ir helgi var rætt um að skipið yrði dregið til Lettlands en í gær var talað um Pólland en hvorki bæjarstjórinn á Akureyri, hafnarstjórinn eða fulltrúi tryggingafélags dráttarbátsins treystu sér til að staðfesta það. Pólski dráttarbáturinn kom til Akureyrar í síðustu viku og til stóð að skipið færi fyrir síðustu helgi en vegna veðurs var brottför frestað þar til í gær. Sá rúss- neski loks farinn Morgunblaðið/Kristján Hörður Blöndal hafnarstjóri og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri höfðu svo sannarlega ástæðu til að brosa er rússneski togarinn Omnya var loks dreginn frá Akureyri í gær. OPNUÐ verður sýning á list- og handverki í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. maí kl. 20. Sýning þessi er ávöxtur nám- skeiðs sem Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stóð fyrir síðast liðið haust og sótti námskeiðið um 20 manna hópur list- og handverksfólks af Eyjafjarðarsvæðinu. Þar kviknaði sú hugmynd að vinna verk með áhrifum frá predikunarstól frá 1768 sem á sínum tíma var í Kaupangs- kirkju við Eyjafjörð og skreyttur af Jóni Hallgrímssyni frá Naustum. Stóllinn er nú staðsettur á Minja- safninu á Akureyri, en er í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Á sýningunni getur að líta fjöl- breytt verk m.a. skraut- og nytja- muni sem unnin eru í tré, leir, gler, textíl og leður svo eitthvað sé nefnt. Safnasafnið á Svalbarðströnd sér um uppsetningu sýningarinnar. Fjölmargir kennarar, fyrirlesarar og styrktaraðilar hafa lagt þessu verkefni lið. Við opnun sýningarinnar mun Guðrún Kristinsdóttir forstöðumað- ur Minjasafnsins á Akureyri segja sögu predikunarstólsins. Sýningin verður opin Hvítasunnu- helgina og stendur til 20. maí. Opið verður frá kl. 13-18 alla dagana og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. List- og handverk í Ketilhúsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ UNDIRRITUÐ hefur verið viljayf- irlýsing milli forsvarsmanna Menntaskólans á Akureyri og Há- skólans í Skövde í Svíþjóð um sam- starf á sviði upplýsingatækni í kennslu og námi og þróunarstarfs. Sérstök áhersla verður lögð á kennslufræði upplýsingatækni. Munu skólarnir skiptast á hug- myndum um stefnumótun þar sem lögð verður áhersla á breiða grunn- menntun og sterka framtíðarsýn. Fram kemur í yfirlýsingunni gagn- kvæmur áhugi skólanna á að koma á formlegri samvinnu á þessum svið- um, jafnframt því sem kennarar MA eiga þess kost að sækja sérstök námskeið við Háskólann í Skövde sem geri þeim kleift að tryggja ár- angur af þessu samstarfi. Náðu góðum árangri Mörg undanfarin ár hafa nemend- ur frá Menntaskólanum á Akureyri farið til náms í Háskólanum í Skövde og náð þar mjög góðum ár- angri. Nýlega var greint frá því að íslenskir nemendur í Skövde hefðu náð góðum árangri í forritunar- keppni. Voru gamlir nemendur MA þar fremstir í flokki. Nám í MA hef- ur reynst haldgott fyrir þá sem fara til náms í Háskólanum í Skövde og á hverju ári kemur fulltrúi hans og kynnir nám þar í Menntaskólanum á Akureyri. Margir nemendur úr MA hafa nú lokið námi frá Skövde í ým- iss konar tölvufræðum og eru nokkrir þeirra komnir heim aftur til starfa. Menntaskólinn á Akureyri væntir góðs af samstarfi við Háskólann í Skövde, segir í frétt vegna undirrit- unar viljayfirlýsingarinnar, m.a. í tengslum við nýja áætlun skólans um notkun upplýsinga- og sam- skiptatækni í kennslu og starfi í MA 2002–2005. Samstarf á sviði upplýsingatækni Menntaskólinn á Akureyri og Háskólinn í Skövde

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.