Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedmaj 2002næste måned
    mationtofr
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 22

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNULAUSUM á Akureyri heldur áfram að fækka en í lok síð- asta mánaðar voru 230 manns á at- vinnuleysisskrá, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun, 128 karlar og 102 konur. Þetta er um 30 færri en voru á skrá lok mars og er fækkunin nær öll meðal karla. Í janúar sl. voru yfir 300 manns á atvinnuleysisskrá í bænum en frá þeim tíma hefur at- vinnulausum því fækkað töluvert. Á Norðurlandi eystra voru 392 á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mán- aðar, 180 karlar og 212 konur og fækkaði á skránni um 16 frá mán- uðinum. Körlum á atvinnuleysis- skránni fækkaði um 27 milli mánaða en hins vegar fjölgaði konum um 11. Í Dalvíkurbyggð voru 17 manns á atvinnuleysisskrá í lok apríl sl., 8 karlar og 9 konur og fjölgaði um 4 á skránni frá mánuðinum á undan. Í Ólafsfirði voru 57 manns á atvinnu- leysisskrá, 22 karlar og 35 konur og fjölgaði atvinnulausum í bænum um 6 frá mánuðinum á undan. Í Hrísey voru 11 manns á atvinnuleysisskrá, allt konur og hafði fækkað á skránni um 5 frá mánuðinum á undan. Í Eyjafjarðarsveit voru 8 manns á atvinnuleysisskrá í lok apríl, 2 karlar og 6 konur og fjölgaði um 6 á milli mánaða, þar af um 5 konur. Enn fækkar atvinnulausum á Akureyri TVÆR lyftur, Fjarkinn og Stromp- lyftan í Hlíðarfjalli, verða opnar um hvítasunnuhelgina. Kuldakastið undanfarna daga hefur komið sér vel fyrir skíðaáhugafólk þannig að enn er nægur snjór til skíðaiðkunar. Um helgina verður opið frá klukk- an 9–16 alla dagana. Veðurspáin er góð og búist er við sól og hlýindum. Þetta er því síðasti tækifærið að skella sér á skíði eða bretti þennan veturinn á Akureyri. Tvær lyftur opnar um helgina Gott skíðafæri í Hlíðarfjalli „LISTIR og pólitík,“ er yfirskrift er- indis sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður flytur í Græna hús- inu, kosningamiðstöð Vinstri grænna við Hafnarstræti á Akur- eyri, fimmtudagskvöldið 16. maí. Boðið verður upp á létta tónleika með djasstríóinu Hrafnasparki auk þess sem kaffi og kruður verða á boðstólum. Dagskráin hefst kl. 20. Listir og pólitík ÁRLEG fuglaskoðunarferð Ferða- félags Akureyrar verður farin á laugardag, 18. maí, en fresta þurfti þessari ferð um liðna helgi vegna veðurs. Fararstjóri verður Jón Magnússon. Farið verður frá húsa- kynnum félagsins við Strandgötu 23 og hefst ferðin kl. 16. Fólk er hvatt til að mæta með sjónauka, hentugan skófatnað, skjól- fatnað og góða skapið. Skrifstofan verður opin á föstudaginn milli kl. 17:30 og 19:00. Fugla- skoðunarferð VORSÝNING fimleikaráðs Akur- eyrar verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag, 18. maí, og hefst hún kl. 11. Á sýningunni getur að líta árangur af vetrarstarfi félagsins og á henni koma fram allir iðkendur utan þeirra yngstu sem voru með sýningu nú ný- verið. Fimleikaráð verður einnig með hlutaveltu í markaðshúsnæði Bón- uss, en Jóhannes Jónsson, eigandi verslunarinnar, gaf ráðinu sérvöru- lager sem þar var. Á hlutaveltunni verða því nýir og eigulegir hlutir, s.s. myndbönd, kerti, ritföng, fatnaður og bækur svo eitthvað sé nefnt en hver miði kostar 100 krónur og eru engin núll. Hlutaveltan hefst í dag, fimmtu- daginn 16. maí, og stendur frá kl. 17 til 19 og á föstudag er opið frá kl. 14 til 19 og í framhaldi af því verður op- ið eins og birgðir endast. Vorsýning og hlutavelta Fimleikaráð ÁGÚST Bragi Björnsson fór með sigur af hólmi í unglingaflokki á Skákþingi Norðlendinga sem haldið var á Akureyri nýlega. Jón Heiðar Sigurðsson sigraði í drengjaflokki og Alexander Arnar Þórisson í barna- flokki. Einnig var keppt í hraðskák á mótinu og þar sigraði Ágúst Bragi einnig í unglingaflokki en Davíð Arn- arson í drengjaflokki. Ágúst Bragi lét ekki þar við sitja heldur sigraði jafnramt í eldri flokki á kjördæmismóti Norðurlands eystra í skólaskák og vann allar fimm skákir sínar. Davíð Arnarson sigraði í yngri flokknum eftir einvígi við Jón Heiðar Sigurðsson en þeir urðu jafnir og efstir með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Uppskeruhátíð félagsins í kvöld Coca Cola-hraðskákmót Skák- félags Akureyrar var haldið á sunnu- dag og bar Guðmundur Gíslason sig- ur úr býtum, hlaut 14 vinninga af 18 mögulegum. Uppskeruhátíð félags- ins fer fram í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Íþróttahöllinni. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur í mótum fé- lagsins frá áramótum. Ágúst Bragi sigursæll við skákborðið GUÐMUNDUR Magnússon sýnir myndir frá Grænlandi og segja frá kynnum sínum af landi og þjóð á að- alfundi Norræna félagsins á Akur- eyri sem haldinn verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. maí, kl. 20 í Glerárgötu 26, 2. hæð. Allir eru vel- komnir á fundinn. Myndir frá Grænlandi KNATTSPYRNULIÐ Magna á Grenivík hefur eignast sinn eigin baráttusöng. Brynjar Davíðsson, markvörður liðsins, samdi lagið; Magnaðir Magnamenn, sl. sumar og hann hefur nú gefið út geisladisk með laginu og tveimur lögum til við- bótar. Af því tilefni voru haldnir út- gáfutónleikar á Grenivík, þar sem leikmenn, forsvarsmenn og velunn- arar Magna voru saman komnir. Brynjar sagði í samtali við Morg- unblaðið að öll knattspyrnulið þyrftu að eiga sitt lag og að nú hefði Magni eignast sitt lag. Félagar Brynjars í hljómsveitinni Best fyrir, léku með honum á nýja diskinum, þeir Atli Már Rúnarsson á tommur, hljómborð og gítar og Elmar Eiríks- son á bassa. Brynjar sá sjálfur um sönginn. Félagar Brynjars eru einn- ig viðloðandi knattspyrnuna, því Atli Már stendur í marki Þórs sem leikur í úrvalsdeildinni í sumar en Elmar leikur með sameinuðu liði Dalvíkur og Leifturs í 1. deildinni. Atli Már samdi sérstakt Þórslag sem þegar hefur komið út á diski og þá hyggst Elmar gefa út disk á næstunni með baráttusöng Leift- urs/Dalvíkur. Viðtökurnar verið vonum framar Brynjar sagði að Magnalagið hefði hann samið í fyrrasumar og frumflutt á lokahófi félagsins sl. haust við mikinn fögnuð viðstaddra. Fyrsta útgáfa geisladisksins seldist upp á útgáfutónleikunum um helgina og sagði Brynjar að önnur útgáfa væri á leiðinni. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar og ég er nú þegar með nokkrar pantanir óaf- greiddar.“ Á geisladiskinum er Magnalagið bæði með og án söngs en að auki eru á diskinum lögin Sumarsmellur 2002, eftir þá Brynjar og Elmar og Ótíndir þjófar, 7 ára gamalt lag Brynjars. Brynjar sagði að þeir félagar í hljómsveitinni Best fyrir, stefndu að því að gefa út geisladisk í haust, svona þegar færi að hægjast um í knattspyrnunni. „Við erum alltaf að semja lög.“ Fjórði liðsmaður hljóm- sveitarinnar var Kristján Örnólfs- son, leikmaður Þórs, en hann hefur nú alfarið snúið sér að íþrótt sinni. Baráttusöngur Magna kominn á geisladisk Morgunblaðið/Kristján Brynjar Davíðsson flytur lagið Magnaðir Magnamenn ásamt félögum sínum í liðinu á útgáfutónleikunum. Öll knattspyrnulið þurfa að eignast sitt eigið lag RÚSSNESKI togarinn Omnya var loks dreginn frá Akureyri í gær en skipið hefur legið við bryggju í bæn- um frá því í byrjun september 1997. Pólskur dráttarbrátur, Atlas II frá Gdansk, dró skipið út Eyjafjörðinn en ekki fengust nákvæmar upplýsingar um það hvert ferðinni var heitið. Fyr- ir helgi var rætt um að skipið yrði dregið til Lettlands en í gær var talað um Pólland en hvorki bæjarstjórinn á Akureyri, hafnarstjórinn eða fulltrúi tryggingafélags dráttarbátsins treystu sér til að staðfesta það. Pólski dráttarbáturinn kom til Akureyrar í síðustu viku og til stóð að skipið færi fyrir síðustu helgi en vegna veðurs var brottför frestað þar til í gær. Sá rúss- neski loks farinn Morgunblaðið/Kristján Hörður Blöndal hafnarstjóri og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri höfðu svo sannarlega ástæðu til að brosa er rússneski togarinn Omnya var loks dreginn frá Akureyri í gær. OPNUÐ verður sýning á list- og handverki í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. maí kl. 20. Sýning þessi er ávöxtur nám- skeiðs sem Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stóð fyrir síðast liðið haust og sótti námskeiðið um 20 manna hópur list- og handverksfólks af Eyjafjarðarsvæðinu. Þar kviknaði sú hugmynd að vinna verk með áhrifum frá predikunarstól frá 1768 sem á sínum tíma var í Kaupangs- kirkju við Eyjafjörð og skreyttur af Jóni Hallgrímssyni frá Naustum. Stóllinn er nú staðsettur á Minja- safninu á Akureyri, en er í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Á sýningunni getur að líta fjöl- breytt verk m.a. skraut- og nytja- muni sem unnin eru í tré, leir, gler, textíl og leður svo eitthvað sé nefnt. Safnasafnið á Svalbarðströnd sér um uppsetningu sýningarinnar. Fjölmargir kennarar, fyrirlesarar og styrktaraðilar hafa lagt þessu verkefni lið. Við opnun sýningarinnar mun Guðrún Kristinsdóttir forstöðumað- ur Minjasafnsins á Akureyri segja sögu predikunarstólsins. Sýningin verður opin Hvítasunnu- helgina og stendur til 20. maí. Opið verður frá kl. 13-18 alla dagana og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. List- og handverk í Ketilhúsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ UNDIRRITUÐ hefur verið viljayf- irlýsing milli forsvarsmanna Menntaskólans á Akureyri og Há- skólans í Skövde í Svíþjóð um sam- starf á sviði upplýsingatækni í kennslu og námi og þróunarstarfs. Sérstök áhersla verður lögð á kennslufræði upplýsingatækni. Munu skólarnir skiptast á hug- myndum um stefnumótun þar sem lögð verður áhersla á breiða grunn- menntun og sterka framtíðarsýn. Fram kemur í yfirlýsingunni gagn- kvæmur áhugi skólanna á að koma á formlegri samvinnu á þessum svið- um, jafnframt því sem kennarar MA eiga þess kost að sækja sérstök námskeið við Háskólann í Skövde sem geri þeim kleift að tryggja ár- angur af þessu samstarfi. Náðu góðum árangri Mörg undanfarin ár hafa nemend- ur frá Menntaskólanum á Akureyri farið til náms í Háskólanum í Skövde og náð þar mjög góðum ár- angri. Nýlega var greint frá því að íslenskir nemendur í Skövde hefðu náð góðum árangri í forritunar- keppni. Voru gamlir nemendur MA þar fremstir í flokki. Nám í MA hef- ur reynst haldgott fyrir þá sem fara til náms í Háskólanum í Skövde og á hverju ári kemur fulltrúi hans og kynnir nám þar í Menntaskólanum á Akureyri. Margir nemendur úr MA hafa nú lokið námi frá Skövde í ým- iss konar tölvufræðum og eru nokkrir þeirra komnir heim aftur til starfa. Menntaskólinn á Akureyri væntir góðs af samstarfi við Háskólann í Skövde, segir í frétt vegna undirrit- unar viljayfirlýsingarinnar, m.a. í tengslum við nýja áætlun skólans um notkun upplýsinga- og sam- skiptatækni í kennslu og starfi í MA 2002–2005. Samstarf á sviði upplýsingatækni Menntaskólinn á Akureyri og Háskólinn í Skövde

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55869
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 113. tölublað (16.05.2002)
https://timarit.is/issue/250529

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

113. tölublað (16.05.2002)

Handlinger: