Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 26
LANDIÐ 26 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fallegt ca 240 fm einbýlishús ásamt bílskúr á þessum góða stað. Séríbúð er í kjallara, möguleiki á að hafa þrjár íbúðir í húsinu. Verð aðeins 19,9 millj. Áhv. ca 4,9 millj Langafit - Garðarbæ Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 - holl@holl.is 500 gestir á Húsavík vegna handbolta- móts barna Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurlið í flokki A-liða drengja, FH, ásamt þjálfurum sínum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurlið í flokki A-liði stúlkna, ÍR, ásamt þjálfurum sínum. NÚ fyrir skömmu var haldið fjöl- mennt handboltamót á Húsavík, þar kepptu 44 lið frá 10 félögum í 5. flokki drengja og stúlkna. Auk Völsungs voru þetta lið frá Ak- ureyri og höfuðborgarsvæðinu. Ætla má að um 500 gestir hafi ver- ið í bænum í tengslum við mótið, þar af voru keppendur um 420. Þetta er í 12. skipti sem Húsavík- urmótið er haldið og hefur það fest sig í sessi sem stærsti árlegi íþróttaviðburðurinn á Húsavík. Að sögn Lindu Baldursdóttur for- manns Völsungs fór mótið mjög vel fram að þessu sinni og voru krakk- arnir sjálfum sér, félögum sínum og handboltaíþróttinni til mikils sóma. Keppt var í flokkum A-, B- og C- liða á mótinu og urðu úrslit þessi: Drengir A-lið: 1. sæti FH, 2. sæti KA, 3. sæti Þór. Drengir B-lið: 1. sæti Grótta, 2. sæti ÍR, 3. sæti KA. Drengir C-lið: 1. sæti Grótta, 2. sæti KA 1, 3. sæti Þór. Stúlkur A- lið: 1. sæti ÍR, 2. sæti Grótta 1, 3. sæti Valur. Stúlkur B-lið: 1. sæti Grótta 2, 2. sæti KA, 3. sæti Hauk- ar. Stúlkur C-lið: 1. sæti ÍR, 2. sæti Haukar, 3. sæti Grótta 2. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir prúðasta liðið og þau hlaut Valur. Skemmtilegasta liðið var líka valið á kvöldvökunni og verð- launin fékk Völsungur B drengir. Atriði Birgis Sævarssonar í hæfi- leikakeppni var valið það skemmti- legasta og skóp það þennan eina sigur heimamanna á mótinu að þessu sinni. Það voru þau Reinhard Reyn- isson bæjarstjóri á Húsavík og Inga Fríða Tryggvadóttir besti leik- maður Essódeildar kvenna í vetur sem afhentu verðlaunin. Inga Fríða þjálfar Haukastúlkurnar sem kepptu á mótinu og lét hún sig ekki muna um að skjótast suður í loka- hófið og aftur norður að morgni til að stjórna liðum sínum. RAUÐA KROSSDEILD Vestur – Barðastrandarsýslu stóð fyrir barn- fóstrunámskeiði og lauk því um helgina en námskeiðið var alls 16 klukkustundir. 25 stúlkur frá suður- fjörðum Vestfjarða tóku þátt í nám- skeiðinu, sem haldið var á Patreks- firði. Þuríður Ingimundadóttir hjúkrunarfræðingur og Helga Bjarnadóttir leikskólastjóri voru kennarar á námskeiðinu. Rauða krossdeildin á staðnum greiddi nið- ur námskeiðið um 4.300 krónur á barn og þurftu því barnfósturnar á námskeiðinu einungis að borga 1.000 krónur. Á námskeiðinu var farið yfir ábyrgð þeirra við umönnun barna, framkomu við þau, þroska, leiki og föndur, umönnun, mataræði skyndihjálp o.fl. Verklegar æfingar voru t.d. við skyndihjálp og þurftu stúlkurnar að blása í dúkku og æfa hjartahnoð. Gekk þeim öllum vel og útskrifuðust þær með glæsibrag. Í lok námskeiðisins afhendi Sig- urður Pétur Guðmundsson, formað- ur RKI Vestur-Barð, stúlkunum tösku með helstu nauðsynjum við skyndihjálp. Morgunblaðið/Sigurbjörn Sævar 25 stúlkur sóttu barn- fóstru- námskeið Patreksfjörður GRÁSLEPPUVERTÍÐIN á Drangsnesi fór vel af stað í ár. Hrognin eru verkuð hjá Fiskvinnsl- unni Drangi. Er búið að verka í yfir 300 tunnur það sem af er vertíðinni þrátt fyrir langan leiðindagarð og netatjón sem gerði í apríl. Er það mjög gott miðað við undanfarin ár þar sem saman hefur farið léleg veiði og lágt verð. Grásleppuveiðar hafa alltaf verið snar þáttur í atvinnulífi Drangsnes- inga en þeir voru frumkvöðlar í verk- un grásleppuhrogna um miðja síð- ustu öld. Þegar best lét verkuðu Drangsnesingar yfir 1.000 tunnur af hrognum á vertíð. Þótt grunnaðferð í verkun sé sú sama þá eru vinnuað- ferðirnar gjörbreyttar bæði á sjó og landi. Í dag koma bátarnir með hrognin í tunnum í land. Þeim er dælt upp í hrognaskilju sem skilar þeim á sigti þar sem mesti vökvinn rennur af þeim. Síðan eru þau hrærð saman við saltið í stórri hrærivél. Söltuð hrogn- in fara svo tilbúin í tunnu og eru þar með orðin verðmæt útflutningsvara. Það eru þær Valgerður Magnús- dóttir og Guðrún Guðjónsdóttir sem verka hrognin fyrir Fiskvinnsluna Drang en rúmlega 10 bátar leggja þar upp. Morgunblaðið/Jenny Jensdóttir Valgerður Magnúsdóttir kannar ástand hrognanna í körunum. Grásleppuvertíð- in í góðum gír Drangsnes BJART veður hefur verið sunnanlands undanfarna daga, frekar kalt og vinda- samt en skemmtilegt glugga- veður. Sólarlagið heillar alltaf og þetta skemmtilega upplýsta ský, sem var það eina yfir Víkurþorpi, var mikið augna- yndi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Glugga- veður Fagridalur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.