Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 31
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 31
BANDARÍSKA dómsmálaráðu-
neytið hefur lagt fyrir hæstarétt
landsins nýja túlkun á einu ákvæði
stjórnarskrárinnar og vill með því
rýmka verulega rétt einstaklinga til
að bera vopn.
Allar bandarískar ríkisstjórnir,
jafnt repúblikana sem demókrata,
hafa hingað til túlkað ákvæðið
þröngt og aðeins talið það gefa
þeim einstaklingum skýlausan rétt
til vopnaburðar, sem tengjast
skipulögðum, vopnuðum sveitum í
þágu almennings. Nú vill ríkisstjórn
George W. Bush, að rétturinn til
byssueignar verði einstaklingsins
að undanskildu „óæskilegu fólki“.
Hin öflugu samtök bandarískra
byssueigenda hafa lengi lagt hart
að þinginu að rýmka lög um byssu-
eign en Bill Clinton, fyrrverandi
forseti, ljáði aldrei máls á því. Skoð-
anakannanir eftir síðustu forseta-
kosningar sýndu hins vegar, að
meira en 60% byssueigenda kusu
Bush.
Vilja rýmka
byssulögin
Washington. AP.
ÁSTRALSKIR og sænskir stein-
gervingafræðingar hafa fundið
ummerki lífveru sem talið er að
hafi verið uppi fyrir 1,2–2 þúsund
milljónum ára. Er hún því helm-
ingi eldri en elstu steingervingar
dýra sem áður hafa fundist.
Örlitlar, steingerðar leifar af
slímugri rák eftir veruna þar
sem hún skreið um fundust í
sandsteini í fjalllendi rúmlega
300 kílómetra frá Perth á vest-
urströnd Ástralíu en þar var eitt
sinn sjávarbotn. Lindýr eins og
sniglar og einnig kóraldýr og
ýmsir ormar geta skilið eftir sig
rákir af þessu tagi. Birger Rasm-
ussen, sem starfar hjá jarðfræði-
deild Háskóla Vestur-Ástralíu,
sagði að ummerkin myndu ekki
sýna með vissu hvenær fyrstu
dýrin hefðu komið fram á sjón-
arsviðið. „Leifar geta sagt okkur
heilmikið um hegðun lífveru en
lítið um útlit hennar,“ sagði
hann.
Elsta dýrið?
Perth. AFP.
Skipst á sko›unum
fiórdís Pétursdóttir
Sími: 515-1700, netfang: disa@xd.is
Björg fiór›ardóttir
Sími: 515-1700, netfang: bjorgth@xd.is
Ef flú vilt frambjó›anda/frambjó›endur
Sjálfstæ›isflokksins á fund e›a í heimsókn haf›u flá
samband vi› skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins
í síma 515-1700.
Nánari uppl‡singar gefa: